Samskip í hóp hinna stærstu 3. mars 2005 00:01 "Þetta er vissulega afar stórt skref fyrir Samskip og stór biti að kyngja fjárhagslega en við erum fullir bjartsýni og teljum okkur hafa gert góð kaup," segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa erlendis, eftir að tilkynnt var að félagið hefði keypt hollenska gámafyrirtækið Geest North Sea Line. Með kaupunum verður sameinað fyrirtæki Samskipa og Geest eitt stærsta gámaflutningafyrirtæki í Evrópu. Mun rekstur Samskipa erlendis verða sameinaður rekstri Geest og segir Ásbjörn, sem verður stjórnarformaður hins nýja fyrirtækis, að tækifærin samfara kaupunum séu mörg. "Geest er mjög virt fyrirtæki í flutningageiranum og ég hef þegar fengið mikil jákvæð viðbrögð hvaðanæva að í Evrópu vegna þessara kaupa okkar. Fyrir það fyrsta þá féll flutninganet Geest afar vel að okkar kerfi og má segja að það hafi smellpassað. Þeir eru afar sterkir á Englandi í á Írlandi og við höfum verið að leita hófanna með viðskipti þar um hríð. VIð sjáum fyrir okkur aukin sóknarfæri þar og enn víðar og ég tel víst að kaupin opna ýmsar dyr sem ekki stóðu okkur opnar áður. Þess utan er fyrirtækið framarlega á tæknilega sviðinu og hafa til að mynda verið frumkvöðlar í flutningi á 45 feta gámum til að ná sem bestri samkeppnisstöðu gagnvart flutningabílum." Allur gámarekstur Samskipa að undanskildum íslandsflutningum verður undir hatti Geest en það verður engu að síður dótturfyrirtæki Samskipa. Áætlanir gera ráð fyrir að velta sameinaðs félags verði um 45 milljarðar króna með starfsemi í 19 þjóðlöndum auk umboðsmanna víðar. Eimskip var um tíma einnig í viðræðum um kaup á þessu hollenska fyrirtæki sem nú tilheyrir Samskipum en að sögn Baldurs Guðnasonar, forstjóra, var fallið frá kaupum þar sem verðhugmyndir Hollendinganna þóttu of háar. "Þarna er að ýmsu leyti um gott og framsækið fyrirtæki að ræða en þeir fóru fram á rúma 3.5 milljarða króna og það þótti okkur ekki fýsilegt en á móti kemur að áherslur okkar liggja ekki á sama stað og hjá Samskipum." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
"Þetta er vissulega afar stórt skref fyrir Samskip og stór biti að kyngja fjárhagslega en við erum fullir bjartsýni og teljum okkur hafa gert góð kaup," segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa erlendis, eftir að tilkynnt var að félagið hefði keypt hollenska gámafyrirtækið Geest North Sea Line. Með kaupunum verður sameinað fyrirtæki Samskipa og Geest eitt stærsta gámaflutningafyrirtæki í Evrópu. Mun rekstur Samskipa erlendis verða sameinaður rekstri Geest og segir Ásbjörn, sem verður stjórnarformaður hins nýja fyrirtækis, að tækifærin samfara kaupunum séu mörg. "Geest er mjög virt fyrirtæki í flutningageiranum og ég hef þegar fengið mikil jákvæð viðbrögð hvaðanæva að í Evrópu vegna þessara kaupa okkar. Fyrir það fyrsta þá féll flutninganet Geest afar vel að okkar kerfi og má segja að það hafi smellpassað. Þeir eru afar sterkir á Englandi í á Írlandi og við höfum verið að leita hófanna með viðskipti þar um hríð. VIð sjáum fyrir okkur aukin sóknarfæri þar og enn víðar og ég tel víst að kaupin opna ýmsar dyr sem ekki stóðu okkur opnar áður. Þess utan er fyrirtækið framarlega á tæknilega sviðinu og hafa til að mynda verið frumkvöðlar í flutningi á 45 feta gámum til að ná sem bestri samkeppnisstöðu gagnvart flutningabílum." Allur gámarekstur Samskipa að undanskildum íslandsflutningum verður undir hatti Geest en það verður engu að síður dótturfyrirtæki Samskipa. Áætlanir gera ráð fyrir að velta sameinaðs félags verði um 45 milljarðar króna með starfsemi í 19 þjóðlöndum auk umboðsmanna víðar. Eimskip var um tíma einnig í viðræðum um kaup á þessu hollenska fyrirtæki sem nú tilheyrir Samskipum en að sögn Baldurs Guðnasonar, forstjóra, var fallið frá kaupum þar sem verðhugmyndir Hollendinganna þóttu of háar. "Þarna er að ýmsu leyti um gott og framsækið fyrirtæki að ræða en þeir fóru fram á rúma 3.5 milljarða króna og það þótti okkur ekki fýsilegt en á móti kemur að áherslur okkar liggja ekki á sama stað og hjá Samskipum."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira