Erlent

Býst við innrás Bandaríkjamanna

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, telur að Bandaríkjamenn hyggist ráðast á landið þar sem stjórnvöld í Washington beiti sér nú á svipaðan hátt gagnvart sýrlenskum yfirvöldum og þau gerðu gagnvart Írökum í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Þessu lýsir forsetinn yfir í viðtali við ítalska dagblaðið la Repubblica í dag og segir einnig að sýrlensk stjórnvöld hafi ekki átt neinn þátt í morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Al-Assad segir í viðtalinu að hann hafi átt von á innrás Bandaríkjamanna í Sýrland frá því að stríðinu í Írak lauk, en Bandaríkjamenn hafa sakað Sýrlendinga um að aðstoða uppreisnarmenn í Írak og styðja kröfur stjórnarandstæðinga í Líbanon um að sýrlenskar hersveitir hverfir frá Líbanon.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×