Sport

Þrír berjast um hnossið

Á setningarathöfn Unglingalandsmótsins í kvöld, sem fram fer í Vík að þessu sinni, mun Björn Bjarndal Jónsson, formaður UMFÍ, tilkynna hvar Unglingalandsmótið árið 2007 verður haldið. Mikil spenna ríkir um það hvar mótið verður haldið en þrír aðilar sækjast eftir því. Þeir eru Þorlákshöfn, framkvæmdaaðili HSK, Hornafjörður, framkvæmdaaðili USÓ, og Blönduós þar sem framkvæmdaaðili er USAH. Þegar hefur verið ákveðið að Unglingalandsmótið 2006 fari fram á Laugum í Þingeyjarsýslu og hafa framkvæmdaaðilar nú þegar hafið undirbúning. Búist er við 7-10 þúsund keppendum og gestum í Vík um helgina á hina vímuefnalausu fjölskylduhátíð sem Unglingalandsmótið er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×