Erlent

Bíllaust í miðborg Kaupmannahafnar

Lögregla hefur lokað götum í miðborg Kaupmannahafnar fyrir bílaumferð í þrjá daga frá og með gærdeginum. Þetta er gert í tilefni af alþjóðlegri samgönguviku sem er til þess ætluð að fá fólk til að velja aðra samgöngumáta en einkabílinn. Hugmyndin er jafnvel sú, takist vel upp með þessa tilraun, að banna bíla alfarið í miðborg Kaupmannahafnar. Formaður umhverfisnefndar Kaupmannahafnarborgar segir að tilgangurinn sé sá að sjá miðborg sem er full af fólki, ekki bílum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×