Erlent

Ekkert glæpsamlegt bjó að baki

Stjórnvöld í Mexíkó fullyrða að um slys hafi verið að ræða þegar öryggismálaráðherra landsins og lögreglustjóri létust ásamt sjö öðrum þegar þyrla hrapaði í fyrradag. Einum mannana um borð hafði nýlega verið hótað lífláti af eiturlyfjabarónum og grunsemdir vöknuðu strax um að þyrluhrapið hefði ekki verið tilviljun. Mexíkó hefur lengi átt undir högg að sækja á alþjóðavettvangi, vegna mikillar spillingar og glæpa í landinu. Nú leggja þarlend stjórnvöld kapp á að fullyrða erlenda embættismenn um að slæm veðurskilyrði hafi valdið því að þyrlan hrapaði, og ekki hafi búið neitt glæpsamlegt að baki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×