Erlent

Norsk stjórnarkreppa í aðsigi?

Stjórnarkreppa virðist í aðsigi í Noregi eftir að Verkamannaflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn skýrðu frá því að þeir undirbyggju vantrauststillögu á Kristin Krohn Devold varnarmálaráðherra. Krohn Devold hefur verið gagnrýnd vegna þess að varnarmálaráðuneytið hefur ítrekað farið fram úr fjárlögum. Aftenposten segir frá því að talsmenn Framfara- og Miðflokksins muni ekki verja ráðherrann falli. Þar sem hinir ráðherrarnir í ríkisstjórninni hafi lýst því yfir að þeir muni segja af sér, þurfi Krohn Devold að víkja, virðist fátt geta bjargað norsku stjórninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×