Kópavogur 50 þúsund manna borg 1. júní 2005 00:01 Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, tekur launalaust leyfi frá Alþingi á meðan hann gegnir bæjarstjórastarfinu. Framtíðarsýn nýja bæjarstjórans er að innan ekki langs tíma verði Kópavogur orðinn fimmtíu þúsund manna borg. Klukkan 10 í morgun hittust þau á bæjarstjóraskrifstofunni Gunnar I. Birgisson og Hansína Björgvinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri. Hún tók við þegar Sigurður Geirdal bæjarstjóri féll frá. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa stýrt bænum um árabil en í upphafi þessa kjörtímabils var ákveðið að bæjarstjórastóllinn færðist frá Framsóknarflokki og yfir til Sjálfstæðisflokks. Gunnar er öllum hnútum kunnugur í Kópavogi enda lengi verið forseti bæjarstjórnar, en hann hefur ekki áður verið í þeirri forystustöðu sem hann tekur nú við. Gunnar segist munu vinna eftir þeim málefnasamningi sem flokkarnir gerðu með sér. Hann segir enn fremur að nýjum mönnum fylgi alltaf nýir siðir en hann muni stjórna í anda þess sem sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafi ákveðið að gera í rekstri bæjarins. Framtíðarsýn hins nýja bæjarstjóra er að Kópavogur, þar sem nú búa um 27 þúsund manns, verði innan ekki langs tíma 50 þúsund manna borg með blómlegu mannlifi. Sem kunnugt er situr Gunnar á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hann hyggst ekki sinna báðum störfum samtímis. „Ég mun taka mér launalaust leyfi á Alþingi í haust og einbeita mér eingöngu að þessu hér næsta vetur. Svo eru kosningar næsta vor og maður veit aldrei hvernig það fer allt saman,“ segir Gunnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, tekur launalaust leyfi frá Alþingi á meðan hann gegnir bæjarstjórastarfinu. Framtíðarsýn nýja bæjarstjórans er að innan ekki langs tíma verði Kópavogur orðinn fimmtíu þúsund manna borg. Klukkan 10 í morgun hittust þau á bæjarstjóraskrifstofunni Gunnar I. Birgisson og Hansína Björgvinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri. Hún tók við þegar Sigurður Geirdal bæjarstjóri féll frá. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa stýrt bænum um árabil en í upphafi þessa kjörtímabils var ákveðið að bæjarstjórastóllinn færðist frá Framsóknarflokki og yfir til Sjálfstæðisflokks. Gunnar er öllum hnútum kunnugur í Kópavogi enda lengi verið forseti bæjarstjórnar, en hann hefur ekki áður verið í þeirri forystustöðu sem hann tekur nú við. Gunnar segist munu vinna eftir þeim málefnasamningi sem flokkarnir gerðu með sér. Hann segir enn fremur að nýjum mönnum fylgi alltaf nýir siðir en hann muni stjórna í anda þess sem sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafi ákveðið að gera í rekstri bæjarins. Framtíðarsýn hins nýja bæjarstjóra er að Kópavogur, þar sem nú búa um 27 þúsund manns, verði innan ekki langs tíma 50 þúsund manna borg með blómlegu mannlifi. Sem kunnugt er situr Gunnar á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hann hyggst ekki sinna báðum störfum samtímis. „Ég mun taka mér launalaust leyfi á Alþingi í haust og einbeita mér eingöngu að þessu hér næsta vetur. Svo eru kosningar næsta vor og maður veit aldrei hvernig það fer allt saman,“ segir Gunnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira