Sport

Mikilvægur sigur Grindvíkinga

Grindavík sigraði Fram í dag suður með sjó 3-1 í Landsbankadeild karla. Óli Stefán Flóventsson og Óskar Örn Hauksson komu Grindvíkingum í 2-0 fyrir hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks minnkaði Hans Matthiesen muninn fyrir Framara úr víti en Paul McShane tryggði sigur Grindvíkinga 3-1 tíu mínútum fyrir leikslok. Með sigrinum eru Grindvíkingar komnir með 15 stig í 9. sætið aðeins stigi á eftir ÍBV. Framarar eru enn eitt árið mættir í fallbaráttuslaginn en þeir eru tveimur stigum frá fallsæti. Landsbankadeild karla - StaðaLiðLUJTMörkStig FH15150046645Valur151014271131ÍA15726181823Keflavík15564242821Fylkir15627252620KR15618182219Fram16529172517ÍBV15519172616Grindavík16439193715Þróttur15249162810



Fleiri fréttir

Sjá meira


×