Sport

FH yfir gegn Þrótti í hálfleik

Eitt mark hefur verið skorað í leikjunum tveimur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Tryggvi Guðmundsson skoraði stórglæsilegt mark með bakfallsspyrnu fyrir FH sem er 1-0 yfir gegn Þrótti í Kaplakrika. Tryggvi var fremur ólíklegur til afreka þar sem hann stóð í teignum en náði engu að síður góðu skoti með bakfallsspyrnunni og sveif boltinn yfir Fjalar markvörð í markhornið fjær. Það er enn markalaust hjá Fram og ÍA á Laugardalsvelli þrátt fyrir fjörugan fyrri hálfleik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×