Flugleiðir kaupa Bláfugl 8. febrúar 2005 00:01 Flugleiðir hafa gert samning um kaup á fraktflugfélaginu Bláfugli og flutningsmiðlunarfyrirtækinu Flugflutningum ehf.. Í frétt frá Flugleiðum segir að þetta sé liður í markaðri stefnu fyrirtækisins að vaxa á alþjóðlegum fraktflutningamarkaði þar sem langmestur hluti af starfsemi Bláfugls fer fram. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki samkeppnisyfirvalda. Kaupverð fyrirtækjanna nemur samtals 3,8 milljörðum króna auk þess sem Flugleiðir yfirtaka vaxtaberandi skuldir vegna fjármögnunar flugvéla fyrir um 1.400 milljónir króna. Kaupverðið er greitt með peningum og með eigin hlutabréfum í Flugleiðum fyrir 1.350 milljónir króna. Félögin hafa vaxið hratt að undanförnu, eða um 37% á ári síðastliðin tvö ár, og skilað góðri arðsemi. Heildarumsvif Flugleiðasamstæðunnar í fraktflutningum eftir þessi kaup verða rúmlega 7 milljarðar króna á ári. „Þessi kaup eru í samræmi við þá stefnu félagsins sem kynnt var á síðasta ári að leggja aukna áherslu á útrás og efla starfsemina í frakt- og leiguflugi á alþjóðamarkaði,“ segir Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða. „Bláfugl er vel rekið og áhugavert fyrirtæki og kaupin á því færa starfsemi Flugleiða inn á nýjan og spennandi vettvang. Bæði fyrirtækin hafa vaxið hratt undanfarin misseri og við búumst við því að vöxturinn verði áfram hraður en auk þess sjáum við talsverð samlegðaráhrif í flugrekstrinum sem reiknað er með að fari að gæta strax á þessu ári,“ segir Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða. Þórarinn Kjartansson, framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi Bláfugls, segir mikilvægt fyrir reksturinn að fá þann sterka bakhjarl sem Flugleiðasamstæðan er. „Það er ekki vafi á því að saman eru þessi félög sterkari og stefnan er sett á áframhaldandi vöxt á alþjóðamarkaði.“ Fraktflugfélagið Bláfugl rekur nú fimm Boeing 737 fraktflugvélar og fer 80% starfseminnar fram erlendis. Ein Boeing 757 flugvél er væntanleg til félagsins á næstunni. Starfsmenn Bláfugls eru um 50, þar af um 30 flugmenn. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Flugleiðir hafa gert samning um kaup á fraktflugfélaginu Bláfugli og flutningsmiðlunarfyrirtækinu Flugflutningum ehf.. Í frétt frá Flugleiðum segir að þetta sé liður í markaðri stefnu fyrirtækisins að vaxa á alþjóðlegum fraktflutningamarkaði þar sem langmestur hluti af starfsemi Bláfugls fer fram. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki samkeppnisyfirvalda. Kaupverð fyrirtækjanna nemur samtals 3,8 milljörðum króna auk þess sem Flugleiðir yfirtaka vaxtaberandi skuldir vegna fjármögnunar flugvéla fyrir um 1.400 milljónir króna. Kaupverðið er greitt með peningum og með eigin hlutabréfum í Flugleiðum fyrir 1.350 milljónir króna. Félögin hafa vaxið hratt að undanförnu, eða um 37% á ári síðastliðin tvö ár, og skilað góðri arðsemi. Heildarumsvif Flugleiðasamstæðunnar í fraktflutningum eftir þessi kaup verða rúmlega 7 milljarðar króna á ári. „Þessi kaup eru í samræmi við þá stefnu félagsins sem kynnt var á síðasta ári að leggja aukna áherslu á útrás og efla starfsemina í frakt- og leiguflugi á alþjóðamarkaði,“ segir Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða. „Bláfugl er vel rekið og áhugavert fyrirtæki og kaupin á því færa starfsemi Flugleiða inn á nýjan og spennandi vettvang. Bæði fyrirtækin hafa vaxið hratt undanfarin misseri og við búumst við því að vöxturinn verði áfram hraður en auk þess sjáum við talsverð samlegðaráhrif í flugrekstrinum sem reiknað er með að fari að gæta strax á þessu ári,“ segir Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða. Þórarinn Kjartansson, framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi Bláfugls, segir mikilvægt fyrir reksturinn að fá þann sterka bakhjarl sem Flugleiðasamstæðan er. „Það er ekki vafi á því að saman eru þessi félög sterkari og stefnan er sett á áframhaldandi vöxt á alþjóðamarkaði.“ Fraktflugfélagið Bláfugl rekur nú fimm Boeing 737 fraktflugvélar og fer 80% starfseminnar fram erlendis. Ein Boeing 757 flugvél er væntanleg til félagsins á næstunni. Starfsmenn Bláfugls eru um 50, þar af um 30 flugmenn.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira