Baugur kaupir aftur í Flugleiðum 28. janúar 2005 00:01 Baugur, sem seldi rúmlega 8% hlut sinn í Flugleiðum í ágúst í fyrra, er aftur farinn að fjárfesta í félaginu og jók hlut sinn enn um 3% í morgun og er kominn upp í 6%. Verð á hlutabréfum í Flugleiðum hefur nær tvöfaldast á tólf mánuðum og þar af nemur hækkunin í þessum mánuði einum um 36%. Þegar Baugur seldi sinn hlut seldi Pálmi Haraldsson líka sinn hlut, sem var einnig um 8%, en Baugur og Pálmi áttu samleið sem fjárfestar í Flugleiðum. Í fyrrasumar virtist þeim öll sund lokuð til frekari kaupa í félaginu og er það talin líkleg ástæða þess að þeir seldu. Því koma kaup Baugs nú nokkuð á óvart og velta menn því nú fyrir sér hvort þau boði samstarf Jóns Ásgeirs í Baugi og Hannesar Smárasonar sem nú er orðinn starfandi stjórnarformaður félagsins. Seljandi bréfanna í morgun var Sjóvá-Almennar sem verið hefur einn stærsti hluthafi í Flugleiðum til þessa með rúmlega 9% en á nú 4,5%. Gengið í Flugleiðum hélt áfram að hækka í morgun eftir mikla hækkun í gær og í fyrradag sem kom í kjölfar tilkynningar um kaup félagsins á tíu nýjum Boeing-flugvélum sem leigðar verða út til flugfélaga víðsvegar um heiminn. Gengið er núna að nálgast fjórtán en um tíma árið 2002 fór það niður undir einn sem rakið var til áhrifa af hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11 september 2001. Á rúmum tveimur árum hefur gengið í Flugleiðum því nánast fjórtánfaldast á sama tíma og mörg flugfélög hafa átt mjög erfitt uppdráttar eftir hryðjuverkin, þónokkur farið á hausinn og önnur berjast í bökkum, m.a. nokkur stærstu flugfélög Bandaríkjanna og þar með heimsins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Baugur, sem seldi rúmlega 8% hlut sinn í Flugleiðum í ágúst í fyrra, er aftur farinn að fjárfesta í félaginu og jók hlut sinn enn um 3% í morgun og er kominn upp í 6%. Verð á hlutabréfum í Flugleiðum hefur nær tvöfaldast á tólf mánuðum og þar af nemur hækkunin í þessum mánuði einum um 36%. Þegar Baugur seldi sinn hlut seldi Pálmi Haraldsson líka sinn hlut, sem var einnig um 8%, en Baugur og Pálmi áttu samleið sem fjárfestar í Flugleiðum. Í fyrrasumar virtist þeim öll sund lokuð til frekari kaupa í félaginu og er það talin líkleg ástæða þess að þeir seldu. Því koma kaup Baugs nú nokkuð á óvart og velta menn því nú fyrir sér hvort þau boði samstarf Jóns Ásgeirs í Baugi og Hannesar Smárasonar sem nú er orðinn starfandi stjórnarformaður félagsins. Seljandi bréfanna í morgun var Sjóvá-Almennar sem verið hefur einn stærsti hluthafi í Flugleiðum til þessa með rúmlega 9% en á nú 4,5%. Gengið í Flugleiðum hélt áfram að hækka í morgun eftir mikla hækkun í gær og í fyrradag sem kom í kjölfar tilkynningar um kaup félagsins á tíu nýjum Boeing-flugvélum sem leigðar verða út til flugfélaga víðsvegar um heiminn. Gengið er núna að nálgast fjórtán en um tíma árið 2002 fór það niður undir einn sem rakið var til áhrifa af hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11 september 2001. Á rúmum tveimur árum hefur gengið í Flugleiðum því nánast fjórtánfaldast á sama tíma og mörg flugfélög hafa átt mjög erfitt uppdráttar eftir hryðjuverkin, þónokkur farið á hausinn og önnur berjast í bökkum, m.a. nokkur stærstu flugfélög Bandaríkjanna og þar með heimsins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira