Baugur kaupir aftur í Flugleiðum 28. janúar 2005 00:01 Baugur, sem seldi rúmlega 8% hlut sinn í Flugleiðum í ágúst í fyrra, er aftur farinn að fjárfesta í félaginu og jók hlut sinn enn um 3% í morgun og er kominn upp í 6%. Verð á hlutabréfum í Flugleiðum hefur nær tvöfaldast á tólf mánuðum og þar af nemur hækkunin í þessum mánuði einum um 36%. Þegar Baugur seldi sinn hlut seldi Pálmi Haraldsson líka sinn hlut, sem var einnig um 8%, en Baugur og Pálmi áttu samleið sem fjárfestar í Flugleiðum. Í fyrrasumar virtist þeim öll sund lokuð til frekari kaupa í félaginu og er það talin líkleg ástæða þess að þeir seldu. Því koma kaup Baugs nú nokkuð á óvart og velta menn því nú fyrir sér hvort þau boði samstarf Jóns Ásgeirs í Baugi og Hannesar Smárasonar sem nú er orðinn starfandi stjórnarformaður félagsins. Seljandi bréfanna í morgun var Sjóvá-Almennar sem verið hefur einn stærsti hluthafi í Flugleiðum til þessa með rúmlega 9% en á nú 4,5%. Gengið í Flugleiðum hélt áfram að hækka í morgun eftir mikla hækkun í gær og í fyrradag sem kom í kjölfar tilkynningar um kaup félagsins á tíu nýjum Boeing-flugvélum sem leigðar verða út til flugfélaga víðsvegar um heiminn. Gengið er núna að nálgast fjórtán en um tíma árið 2002 fór það niður undir einn sem rakið var til áhrifa af hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11 september 2001. Á rúmum tveimur árum hefur gengið í Flugleiðum því nánast fjórtánfaldast á sama tíma og mörg flugfélög hafa átt mjög erfitt uppdráttar eftir hryðjuverkin, þónokkur farið á hausinn og önnur berjast í bökkum, m.a. nokkur stærstu flugfélög Bandaríkjanna og þar með heimsins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Baugur, sem seldi rúmlega 8% hlut sinn í Flugleiðum í ágúst í fyrra, er aftur farinn að fjárfesta í félaginu og jók hlut sinn enn um 3% í morgun og er kominn upp í 6%. Verð á hlutabréfum í Flugleiðum hefur nær tvöfaldast á tólf mánuðum og þar af nemur hækkunin í þessum mánuði einum um 36%. Þegar Baugur seldi sinn hlut seldi Pálmi Haraldsson líka sinn hlut, sem var einnig um 8%, en Baugur og Pálmi áttu samleið sem fjárfestar í Flugleiðum. Í fyrrasumar virtist þeim öll sund lokuð til frekari kaupa í félaginu og er það talin líkleg ástæða þess að þeir seldu. Því koma kaup Baugs nú nokkuð á óvart og velta menn því nú fyrir sér hvort þau boði samstarf Jóns Ásgeirs í Baugi og Hannesar Smárasonar sem nú er orðinn starfandi stjórnarformaður félagsins. Seljandi bréfanna í morgun var Sjóvá-Almennar sem verið hefur einn stærsti hluthafi í Flugleiðum til þessa með rúmlega 9% en á nú 4,5%. Gengið í Flugleiðum hélt áfram að hækka í morgun eftir mikla hækkun í gær og í fyrradag sem kom í kjölfar tilkynningar um kaup félagsins á tíu nýjum Boeing-flugvélum sem leigðar verða út til flugfélaga víðsvegar um heiminn. Gengið er núna að nálgast fjórtán en um tíma árið 2002 fór það niður undir einn sem rakið var til áhrifa af hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11 september 2001. Á rúmum tveimur árum hefur gengið í Flugleiðum því nánast fjórtánfaldast á sama tíma og mörg flugfélög hafa átt mjög erfitt uppdráttar eftir hryðjuverkin, þónokkur farið á hausinn og önnur berjast í bökkum, m.a. nokkur stærstu flugfélög Bandaríkjanna og þar með heimsins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira