Sævar Arnfjörð heldur jólin í húsi 18. desember 2005 00:01 Eins og það var nöturlegt að lesa frétt Fréttablaðsins á föstudag um öryrkjan Sævar Arnfjörð var gleðilegt að lesa í blaðinu í gær um viðbrögð formanns Örykjabandalags Íslands. Sigursteinn Másson brást skjótt við fréttinni og kom Sævari umsvifalaust í hús. Líkt og rakið var í fréttinni hefur Sævar búið í tjaldi í Öskjuhlíð í Reykjavík síðan í ágúst. "Ég kvarta ekki, ég er bara þannig uppalinn," sagði hann meðal annars. Sævar var lengi til sjós en slasaðist fyrir áratug og hefur verið öryrki síðan. Mánaðarlega fær hann 85 þúsund krónur frá Tryggingastofnun og með þá peninga upp á vasann gerir hann sér dagamun í byrjun hvers mánaðar og kaupir sér nokkrar nætur á gistiheimili. Fimm ára tilraunir til að fá íbúð í félagslega kerfinu eða hjá Öryrkjabandalaginu hafa ekki borið árangur. Sigursteinn Másson hefur nú tekið mál Sævars í sínar hendur. Á föstudag hittust þeir á "heimili" Sævars í Öskjuhlíð og úr varð að Sævar er kominn í hús. Fyrst í stað fær hann inni á gistiheimili en vonir eru bundnar við að hann fái varanlegt húsaskjól á næstu dögum eða vikum. Það er Fréttablaðinu bæði ljúft og skylt að greina frá því að í kjölfar fréttarinnar á föstudag hafði fólk samband við blaðið og bauðst til að rétta Sævari hjálparhönd. Meðal annars var boðist til að greiða fyrir hann húsnæði. Öryrkjabandalagið varð hins vegar fyrra til. Enginn hringdi frá Reykjavíkurborg eða ríkinu og bauð fram aðstoð hins opinbera. Kannski fréttin hafi ekki hreyft við stjórnmála- og embættismönnum. Og þó. Það hlýtur að snerta fólk þegar það spyrst að samborgarar okkar hafi ekki ráð á að búa í húsi. Líklegra er að kerfið bjóði hreinlega ekki uppá að brugðist sé í snatri við tilvikum sem þessu. Nokkur félög og samtök láta sig þá varða sem hvergi eiga höfði sínu að að halla. Samhjálp, Byrgið, Hjálpræðisherinn og Rauði krossinn skulu nefnd hér, auk Öryrkjabandalagsins, og eflaust eru þau fleiri. Á þessum bæjum er unnið fórnfúst starf og manngæskan er höfð að leiðarljósi. Oftar en ekki er trúin á Jesúm leiðarstefið í slíku starfi. Tugir Íslendinga eru húsnæðislausir og um það er yfirvöldum kunnugt. Til stendur að koma á fót heimili í Reykjavík fyrir átta húsnæðislausa á næsta ári og takist vel til verður annað slíkt heimili opnað árið 2007. Það er því ljóst að áfram verða tugir Íslendinga húsnæðislausir. Má heita furðulegt að ekki sé stefnt að því að opna heimili fyrir alla húsnæðislausa. Það var tilviljun að Fréttablaðið komst á snoðir um að maður hefðist við í tjaldi í Öskjuhlíð. Sú tilviljun varð til þess að Sævar Arnfjörð heldur jólin í húsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Skoðanir Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun
Eins og það var nöturlegt að lesa frétt Fréttablaðsins á föstudag um öryrkjan Sævar Arnfjörð var gleðilegt að lesa í blaðinu í gær um viðbrögð formanns Örykjabandalags Íslands. Sigursteinn Másson brást skjótt við fréttinni og kom Sævari umsvifalaust í hús. Líkt og rakið var í fréttinni hefur Sævar búið í tjaldi í Öskjuhlíð í Reykjavík síðan í ágúst. "Ég kvarta ekki, ég er bara þannig uppalinn," sagði hann meðal annars. Sævar var lengi til sjós en slasaðist fyrir áratug og hefur verið öryrki síðan. Mánaðarlega fær hann 85 þúsund krónur frá Tryggingastofnun og með þá peninga upp á vasann gerir hann sér dagamun í byrjun hvers mánaðar og kaupir sér nokkrar nætur á gistiheimili. Fimm ára tilraunir til að fá íbúð í félagslega kerfinu eða hjá Öryrkjabandalaginu hafa ekki borið árangur. Sigursteinn Másson hefur nú tekið mál Sævars í sínar hendur. Á föstudag hittust þeir á "heimili" Sævars í Öskjuhlíð og úr varð að Sævar er kominn í hús. Fyrst í stað fær hann inni á gistiheimili en vonir eru bundnar við að hann fái varanlegt húsaskjól á næstu dögum eða vikum. Það er Fréttablaðinu bæði ljúft og skylt að greina frá því að í kjölfar fréttarinnar á föstudag hafði fólk samband við blaðið og bauðst til að rétta Sævari hjálparhönd. Meðal annars var boðist til að greiða fyrir hann húsnæði. Öryrkjabandalagið varð hins vegar fyrra til. Enginn hringdi frá Reykjavíkurborg eða ríkinu og bauð fram aðstoð hins opinbera. Kannski fréttin hafi ekki hreyft við stjórnmála- og embættismönnum. Og þó. Það hlýtur að snerta fólk þegar það spyrst að samborgarar okkar hafi ekki ráð á að búa í húsi. Líklegra er að kerfið bjóði hreinlega ekki uppá að brugðist sé í snatri við tilvikum sem þessu. Nokkur félög og samtök láta sig þá varða sem hvergi eiga höfði sínu að að halla. Samhjálp, Byrgið, Hjálpræðisherinn og Rauði krossinn skulu nefnd hér, auk Öryrkjabandalagsins, og eflaust eru þau fleiri. Á þessum bæjum er unnið fórnfúst starf og manngæskan er höfð að leiðarljósi. Oftar en ekki er trúin á Jesúm leiðarstefið í slíku starfi. Tugir Íslendinga eru húsnæðislausir og um það er yfirvöldum kunnugt. Til stendur að koma á fót heimili í Reykjavík fyrir átta húsnæðislausa á næsta ári og takist vel til verður annað slíkt heimili opnað árið 2007. Það er því ljóst að áfram verða tugir Íslendinga húsnæðislausir. Má heita furðulegt að ekki sé stefnt að því að opna heimili fyrir alla húsnæðislausa. Það var tilviljun að Fréttablaðið komst á snoðir um að maður hefðist við í tjaldi í Öskjuhlíð. Sú tilviljun varð til þess að Sævar Arnfjörð heldur jólin í húsi.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun