Sakar frjálslynda um ósannindi 5. júní 2005 00:01 Gunnar Örn Örlygsson þingmaður segir formann Frjálslynda flokksins fara með ósannindi í yfirlýsingum um brotthvarf hans úr flokknum þegar hann fullyrðir að hvergi hafi gætt misræmis í málefnalegum áherslum milli Gunnars og þingflokksins. Hann vísar til bréfs sem hann skrifaði formanninum 18. nóvember síðastliðinn. Í því segist Gunnar ekki eiga samleið með flokknum nema til grundvallarbreytinga komi á störfum hans. Hann segir flokkinn hafa einangrað sig frá almennri umræðu um þjóðmál og telur honum líkt við gamla Alþýðubandalagið vegna upphrópana í hvert sinn sem talsmenn fyrirtækja opni munninn. "Flokkurinn er miklu frekar vinstri sinnaður en nokkurn tímann hægra megin við miðju. Flokkurinn hefur elt skottið á Steingrími og Össuri frá fyrsta degi þessa kjörtímabils," segir í bréfinu. Í Gullkistunni, málgagni Frjálslynda flokksins, sem út kom í gær biður Guðjón A. Kristjánsson formaður flokksmenn afsökunar á brotthvarfi Gunnars og segir sinnaskipti hans hafa komið mjög á óvart "því tveim tímum áður höfðum við rætt saman um þátttöku hans í eldhúsdagsumræðu daginn eftir, 10. maí". Gunnar Örn segir fullyrðingar Guðjóns og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns frjálslyndra, rangar um að hvergi og aldrei hafi bólað á málefnalegum áherslumun milli hans og þeirra. "Báðir hafa ítrekað komið fram og fullyrt þessi ósannindi. Það verða þeir að eiga við sig og getur varla talist þeim til framdráttar. Ég bið kjósendur Frjálslynda flokksins afsökunar á hverflyndi þeirra sem eftir sitja í veikum þingflokki frjálslyndra," segir Gunnar Örn og telur flokkinn hafa brugðist kjósendum sínum. Þá gefur hann lítið fyrir vangaveltur um tímasetningu úrsagnar sinnar og áréttaði að Guðjón hefði fyrstur fengið að vita af ákvörðun sinni. Þó freistandi hafi verið segist Gunnar hafa ákveðið að birta ekki umrætt bréf til Guðjóns þegar umskiptingarnar stóðu yfir. "Ég leyfði mér að trúa að forsvarsmenn frjálslyndra og sérstaklega Guðjón myndu mæta þessari ákvörðun minni með reisn. Því miður hefur hið öndverða komið í ljós. Ég vona að birting bréfsins muni hreinsa mig af þeim ósannindum sem eftirstandandi þingflokkur frjálslyndra hefur haldið uppi og afhjúpi þá um leið sem rangt höfðu við." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Gunnar Örn Örlygsson þingmaður segir formann Frjálslynda flokksins fara með ósannindi í yfirlýsingum um brotthvarf hans úr flokknum þegar hann fullyrðir að hvergi hafi gætt misræmis í málefnalegum áherslum milli Gunnars og þingflokksins. Hann vísar til bréfs sem hann skrifaði formanninum 18. nóvember síðastliðinn. Í því segist Gunnar ekki eiga samleið með flokknum nema til grundvallarbreytinga komi á störfum hans. Hann segir flokkinn hafa einangrað sig frá almennri umræðu um þjóðmál og telur honum líkt við gamla Alþýðubandalagið vegna upphrópana í hvert sinn sem talsmenn fyrirtækja opni munninn. "Flokkurinn er miklu frekar vinstri sinnaður en nokkurn tímann hægra megin við miðju. Flokkurinn hefur elt skottið á Steingrími og Össuri frá fyrsta degi þessa kjörtímabils," segir í bréfinu. Í Gullkistunni, málgagni Frjálslynda flokksins, sem út kom í gær biður Guðjón A. Kristjánsson formaður flokksmenn afsökunar á brotthvarfi Gunnars og segir sinnaskipti hans hafa komið mjög á óvart "því tveim tímum áður höfðum við rætt saman um þátttöku hans í eldhúsdagsumræðu daginn eftir, 10. maí". Gunnar Örn segir fullyrðingar Guðjóns og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns frjálslyndra, rangar um að hvergi og aldrei hafi bólað á málefnalegum áherslumun milli hans og þeirra. "Báðir hafa ítrekað komið fram og fullyrt þessi ósannindi. Það verða þeir að eiga við sig og getur varla talist þeim til framdráttar. Ég bið kjósendur Frjálslynda flokksins afsökunar á hverflyndi þeirra sem eftir sitja í veikum þingflokki frjálslyndra," segir Gunnar Örn og telur flokkinn hafa brugðist kjósendum sínum. Þá gefur hann lítið fyrir vangaveltur um tímasetningu úrsagnar sinnar og áréttaði að Guðjón hefði fyrstur fengið að vita af ákvörðun sinni. Þó freistandi hafi verið segist Gunnar hafa ákveðið að birta ekki umrætt bréf til Guðjóns þegar umskiptingarnar stóðu yfir. "Ég leyfði mér að trúa að forsvarsmenn frjálslyndra og sérstaklega Guðjón myndu mæta þessari ákvörðun minni með reisn. Því miður hefur hið öndverða komið í ljós. Ég vona að birting bréfsins muni hreinsa mig af þeim ósannindum sem eftirstandandi þingflokkur frjálslyndra hefur haldið uppi og afhjúpi þá um leið sem rangt höfðu við."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira