Barist um íbúðalánin 22. nóvember 2004 00:01 Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær um lækkun vaxta úr 4,30 í 4,15 prósent. Þar með eru íbúðalán á ný orðin ódýrari hjá Íbúðalánasjóði heldur en hjá bönkunum en þeir bjóða nú flestir 4,2 prósent vexti. Vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs kemur í kjölfar útboðs bréfa á markaði. Þar var ávöxtunarkrafan 3,55 prósent en á það leggjast 0,6 prósentustig vegna uppgreiðsluáhættu. Hallur Magnússson hjá Íbúðalánasjóði segir að vextir sjóðsins ákvarðist af vel skilgreindum forsendum og þurfi því ekki að koma á óvart. Hann segir ekkert hæft í því að vaxtalækkanir Íbúðalánasjóðs tengist aukinni samkeppni á markaðinum. "Við lítum ekki svo á að við séum í samkeppni við bankana. Við höfum ákveðið hlutverk sem er innan ákveðins ramma og það er ekki markmið okkar að halda áttatíu prósent af markaðinum. Okkar markmið er einungis að tryggja þessi félagslegu markmið sem okkur eru sett. Til þess þurfum við ákveðna stærð en markaðurinn er að stækka og okkar hlutur er að minnka. Það er þróun sem við erum mjög sáttir við," segir Hallur. Í bankaheiminum heyrist hins vegar kurr. Þar telja margir að Íbúðalánasjóður sé mjög frekur til lánsfjárins og bent er á að hvergi annars staðar hafi opinber aðili slíka stöðu á lánamarkaði eins og hér á landi. Bankarnir eiga sumir erfitt með að fara mikið neðar í vöxtum. Smærri bankarnir telja sig ekki geta annað en svarað allri samkeppni frá stóru bönkunum af ótta við að missa viðskiptavini. Guðjón Rúnarsson hjá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja telur að með þessari vaxtalækkun gefi Íbúðalánasjóður til kynna að hann hyggist taka þátt í beinni samkeppni við bankana. "Af þessum viðbrögðum Íbúðalánasjóðs er ljóst að þessi opinberi sjóður hyggst keppa við einkafyrirtæki sem eru þegar í mjög harðri samkeppni sín á milli," segir hann. Hann segir að í ljósi samkeppninnar séu aukin rök fyrir því að endurskoða hlutverk Íbúðalánasjóðs. "Það er spurning hvort það sé eðlilegt að opinber sjóður stundi slíka samkeppni og velta má fyrir sér hvort hlutverk sjóðsins verði endurskoðað í ljósi gjörbreyttra aðstæðna," segir hann. Guðjón bendir einnig á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði til slíka endurskoðun til í nýlegri skýrslu sinni um ástand efnahagsmála á Íslandi. Guðjón segir að hlutdeild Íbúðalánasjóðs í lánveitingum til einstkalinga sé rúmlega 50 prósent. "Þetta á sér enga hliðstæðu. Það eina sem hægt er að bera saman við íslenska Íbúðalánasjóðinn er Husbanken í Noregi sem er með 3,7 prósent af lánamarkaði einstaklinga," segir hann. Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær um lækkun vaxta úr 4,30 í 4,15 prósent. Þar með eru íbúðalán á ný orðin ódýrari hjá Íbúðalánasjóði heldur en hjá bönkunum en þeir bjóða nú flestir 4,2 prósent vexti. Vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs kemur í kjölfar útboðs bréfa á markaði. Þar var ávöxtunarkrafan 3,55 prósent en á það leggjast 0,6 prósentustig vegna uppgreiðsluáhættu. Hallur Magnússson hjá Íbúðalánasjóði segir að vextir sjóðsins ákvarðist af vel skilgreindum forsendum og þurfi því ekki að koma á óvart. Hann segir ekkert hæft í því að vaxtalækkanir Íbúðalánasjóðs tengist aukinni samkeppni á markaðinum. "Við lítum ekki svo á að við séum í samkeppni við bankana. Við höfum ákveðið hlutverk sem er innan ákveðins ramma og það er ekki markmið okkar að halda áttatíu prósent af markaðinum. Okkar markmið er einungis að tryggja þessi félagslegu markmið sem okkur eru sett. Til þess þurfum við ákveðna stærð en markaðurinn er að stækka og okkar hlutur er að minnka. Það er þróun sem við erum mjög sáttir við," segir Hallur. Í bankaheiminum heyrist hins vegar kurr. Þar telja margir að Íbúðalánasjóður sé mjög frekur til lánsfjárins og bent er á að hvergi annars staðar hafi opinber aðili slíka stöðu á lánamarkaði eins og hér á landi. Bankarnir eiga sumir erfitt með að fara mikið neðar í vöxtum. Smærri bankarnir telja sig ekki geta annað en svarað allri samkeppni frá stóru bönkunum af ótta við að missa viðskiptavini. Guðjón Rúnarsson hjá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja telur að með þessari vaxtalækkun gefi Íbúðalánasjóður til kynna að hann hyggist taka þátt í beinni samkeppni við bankana. "Af þessum viðbrögðum Íbúðalánasjóðs er ljóst að þessi opinberi sjóður hyggst keppa við einkafyrirtæki sem eru þegar í mjög harðri samkeppni sín á milli," segir hann. Hann segir að í ljósi samkeppninnar séu aukin rök fyrir því að endurskoða hlutverk Íbúðalánasjóðs. "Það er spurning hvort það sé eðlilegt að opinber sjóður stundi slíka samkeppni og velta má fyrir sér hvort hlutverk sjóðsins verði endurskoðað í ljósi gjörbreyttra aðstæðna," segir hann. Guðjón bendir einnig á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði til slíka endurskoðun til í nýlegri skýrslu sinni um ástand efnahagsmála á Íslandi. Guðjón segir að hlutdeild Íbúðalánasjóðs í lánveitingum til einstkalinga sé rúmlega 50 prósent. "Þetta á sér enga hliðstæðu. Það eina sem hægt er að bera saman við íslenska Íbúðalánasjóðinn er Husbanken í Noregi sem er með 3,7 prósent af lánamarkaði einstaklinga," segir hann.
Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira