Síungur en geðstirður andarsteggur 13. júní 2004 00:01 Það er sjálfsagt ekki á neitt fiðurfé hallað þó fullyrt sé að Andrés Önd sé frægasta önd allra tíma en þetta magnaða hugarfóstur Walt Disney fagnar 70 ára afmæli sínu í dag. Andrés, eða Donald Duck eins og hann heitir á frummálinu, kom fyrst fram á sjónarsviðið þann 9. júní 1934 í teiknimyndinni The Wise Little Hen, eða Skynsama hænan. Þessi titill er auðvitað alveg galinn í ljósi þess hvernig persóna Andrésar þróaðist en öll heilbrigð skynsemi er iðulega víðs fjarri þegar Andrés er annars vegar. Illskiljanlegt kvak verður að visku Andrés er sjálfsagt flóknasta og dýpsta persónan í Disneygalleríinu og gæddur miklu fleiri mannlegum eiginleikum en hinn leiðinlega klári Mikki Mús sem hefur skyggt á Drésa frá fyrsta degi. Andrésinn í teiknimyndunum var latur og uppstökkur slæpingi og nánast óskiljanlegt kvakið í honum þótti einna fyndnast í fari hans. Það féll síðan í hlut Carl Barks að útfæra persónu Andrésar á pappír í Andrésblöðunum sem hafa stytt fólki á öllum aldri stundir áratugum saman. Barks dýpkaði persónu andarinnar geðvondu og lét hann tala mannamál. Þá bjó Barks til Andabæ þar sem söguhetjan gat vitaskuld ekki lifað í lausu lofti. Bæinn fyllti hann síðan af litskrúðugum íbúum sem hafa fylgt Andrési síðan, bæði til ánægju en oftar til ama og óþæginda. Fremstir í þessum flokki eru vitaskuld litlu frændurnir hans, þeir Rip, Rap og Rup, forríki frændinn Jóakim Aðalönd, kærastan Andrésína, Hábeinn, hinn óþolandi heppni samkeppnisaðili Andrésar um hylli Andrésínu, og uppfinningamaðurinn Georg gírlausi. Barks hélt því statt og stöðugt fram að enga dýpri merkingu væri að finna í sögum hans um Andrés en það er þó ekki hægt að líta fram hjá því að oftast er Andrés að takast á við vandamál og aðstæður sem eru dæmigerðar fyrir hið daglega streð hins alþjóðlega meðaljóns. Önd glímir við mannlegan breyskleika "Mér hefur alltaf fundist ég vera óheppinn eins og Andrés sem er fórnarlamb svo margra aðstæðna," sagði Barks einhverju sinni um sig og afmælisbarn dagsins. "En það fyrirfinnst ekki sú manneskja í Bandaríkjunum sem getur ekki samsamað sig Andrési. Hann er allt og allir; hann gerir sömu mistök og við öll. Stundum er hann vondur en oftast er hann góður náungi og gaur sem á það til að klúðra sínum málum eins og hver annar meðalmaður og það held ég sé ein af ástæðunum fyrir því að fólki líkar við öndina." Það er varla miklu við þessa greiningu að bæta. Andrés er við öll í hnotskurn, hégómagjarn, uppstökkur, gramur, afbrýðisamur, leggur sig allan fram í uppeldinu og verður fyrir stöðugum áföllum í brauðstritinu og missir sig í aðstæðum sem hann ræður ekki við. Hann nýtur því samúðar lesandans um leið og hann gerir fólki kleift að hlæja að sjálfu sér og gráglettni eigin örlaga. Andrés er því ekki einungis flöt teiknimyndafígúra heldur ein af nafntoguðustu persónum heimsbókmenntanna í öllum sínum endalausa fjölbreytileika. Síungur í anda Það eina sem Andrés hefur umfram okkur hin og við getum öfundast út í hann fyrir er að þrátt fyrir óholla lifnaðarhætti, þunga lund og vont skap eldist hann ákaflega vel og segist alls ekki finna fyrir því að hann sé orðinn sjötugur. Afmælisdeginum ætlar hann að eyða í faðmi fjölskyldunnar heima í Andabæ og stefnir fyrst og fremst að því að slaka á. "Já, ég ætla að sofa út og síðan á ég von á því að Rip, Rap og Rup haldi veislu og bjóði nánustu ættingjum og vinum eða geri eitthvað annað skemmtilegt, fari til dæmis með mér að veiða," segir afmælisbarnið. "Ég vona að minnsta kosti að Andrésína og Jóakim frændi komi... og glomm... ég var næstum búinn að gleyma Ömmu Önd." Sá kvittur er kominn á kreik að Andrés sé á leiðinni til Íslands í tilefni stórafmælisins og hann staðfestir að svo sé. "Já, þetta er alveg dagsatt, ég hef ferðast víða um heim og lent í mörgum ævintýrum en aldrei komið til Íslands. Ég ætla að halda heljarinnar afmælisveislu í Kringlunni helgina 12. og 13. júní og bjóða öllum Íslendingum. Þetta verður mikið fjör og ég vona að sem flestir komi." Menning Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Sjá meira
Það er sjálfsagt ekki á neitt fiðurfé hallað þó fullyrt sé að Andrés Önd sé frægasta önd allra tíma en þetta magnaða hugarfóstur Walt Disney fagnar 70 ára afmæli sínu í dag. Andrés, eða Donald Duck eins og hann heitir á frummálinu, kom fyrst fram á sjónarsviðið þann 9. júní 1934 í teiknimyndinni The Wise Little Hen, eða Skynsama hænan. Þessi titill er auðvitað alveg galinn í ljósi þess hvernig persóna Andrésar þróaðist en öll heilbrigð skynsemi er iðulega víðs fjarri þegar Andrés er annars vegar. Illskiljanlegt kvak verður að visku Andrés er sjálfsagt flóknasta og dýpsta persónan í Disneygalleríinu og gæddur miklu fleiri mannlegum eiginleikum en hinn leiðinlega klári Mikki Mús sem hefur skyggt á Drésa frá fyrsta degi. Andrésinn í teiknimyndunum var latur og uppstökkur slæpingi og nánast óskiljanlegt kvakið í honum þótti einna fyndnast í fari hans. Það féll síðan í hlut Carl Barks að útfæra persónu Andrésar á pappír í Andrésblöðunum sem hafa stytt fólki á öllum aldri stundir áratugum saman. Barks dýpkaði persónu andarinnar geðvondu og lét hann tala mannamál. Þá bjó Barks til Andabæ þar sem söguhetjan gat vitaskuld ekki lifað í lausu lofti. Bæinn fyllti hann síðan af litskrúðugum íbúum sem hafa fylgt Andrési síðan, bæði til ánægju en oftar til ama og óþæginda. Fremstir í þessum flokki eru vitaskuld litlu frændurnir hans, þeir Rip, Rap og Rup, forríki frændinn Jóakim Aðalönd, kærastan Andrésína, Hábeinn, hinn óþolandi heppni samkeppnisaðili Andrésar um hylli Andrésínu, og uppfinningamaðurinn Georg gírlausi. Barks hélt því statt og stöðugt fram að enga dýpri merkingu væri að finna í sögum hans um Andrés en það er þó ekki hægt að líta fram hjá því að oftast er Andrés að takast á við vandamál og aðstæður sem eru dæmigerðar fyrir hið daglega streð hins alþjóðlega meðaljóns. Önd glímir við mannlegan breyskleika "Mér hefur alltaf fundist ég vera óheppinn eins og Andrés sem er fórnarlamb svo margra aðstæðna," sagði Barks einhverju sinni um sig og afmælisbarn dagsins. "En það fyrirfinnst ekki sú manneskja í Bandaríkjunum sem getur ekki samsamað sig Andrési. Hann er allt og allir; hann gerir sömu mistök og við öll. Stundum er hann vondur en oftast er hann góður náungi og gaur sem á það til að klúðra sínum málum eins og hver annar meðalmaður og það held ég sé ein af ástæðunum fyrir því að fólki líkar við öndina." Það er varla miklu við þessa greiningu að bæta. Andrés er við öll í hnotskurn, hégómagjarn, uppstökkur, gramur, afbrýðisamur, leggur sig allan fram í uppeldinu og verður fyrir stöðugum áföllum í brauðstritinu og missir sig í aðstæðum sem hann ræður ekki við. Hann nýtur því samúðar lesandans um leið og hann gerir fólki kleift að hlæja að sjálfu sér og gráglettni eigin örlaga. Andrés er því ekki einungis flöt teiknimyndafígúra heldur ein af nafntoguðustu persónum heimsbókmenntanna í öllum sínum endalausa fjölbreytileika. Síungur í anda Það eina sem Andrés hefur umfram okkur hin og við getum öfundast út í hann fyrir er að þrátt fyrir óholla lifnaðarhætti, þunga lund og vont skap eldist hann ákaflega vel og segist alls ekki finna fyrir því að hann sé orðinn sjötugur. Afmælisdeginum ætlar hann að eyða í faðmi fjölskyldunnar heima í Andabæ og stefnir fyrst og fremst að því að slaka á. "Já, ég ætla að sofa út og síðan á ég von á því að Rip, Rap og Rup haldi veislu og bjóði nánustu ættingjum og vinum eða geri eitthvað annað skemmtilegt, fari til dæmis með mér að veiða," segir afmælisbarnið. "Ég vona að minnsta kosti að Andrésína og Jóakim frændi komi... og glomm... ég var næstum búinn að gleyma Ömmu Önd." Sá kvittur er kominn á kreik að Andrés sé á leiðinni til Íslands í tilefni stórafmælisins og hann staðfestir að svo sé. "Já, þetta er alveg dagsatt, ég hef ferðast víða um heim og lent í mörgum ævintýrum en aldrei komið til Íslands. Ég ætla að halda heljarinnar afmælisveislu í Kringlunni helgina 12. og 13. júní og bjóða öllum Íslendingum. Þetta verður mikið fjör og ég vona að sem flestir komi."
Menning Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Sjá meira