Prentsmiðjan rifin 21. desember 2004 00:01 Prentsmiðja Morgunblaðsins í Kringlunni verður rifin og í staðinn byggt verslunarhúsnæði með atvinnustarfsemi og íbúðum ef áætlanir kaupandans, Klasa hf., ganga eftir. Hugsanlegt er að ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins verði nýttar undir sameinaðan skóla þegar sameining Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík hefur komið til framkvæmda. Stjórn Árvakurs lýsti nýlega yfir að ákveðið hefði verið að flytja alla starfsemi Morgunblaðsins í nýtt húsnæði í Hádegismóa og gamla húsnæðið selt fasteignafélaginu Klasa hf. Hin selda eign er 7.000 fermetrar á stærð auk eignarlóðar í Kringlunni. Kaupverðið er samtals tveir milljarðar króna. Klasar greiða 1,5 milljarða fyrir fasteignir og lóðarrétt í Kringlunni eða um 215 þúsund krónur á fermetrann. Til viðbótar mun Klasi reisa nýtt 3.900 fermetra húsnæði í Hádegismóum fyrir 570 milljónir króna, eða rúmlega 146 milljónir á fermetrann. Gjarnan er talað um að viðmiðunarverð á nýbyggingu sé 150 þúsund krónur þannig að ljóst er að verðið í Kringlunni er hátt. Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Klasa, segir að verðið fyrir lóð og fasteignir Morgunblaðsins sé vissulega hátt en þarna sé um eina verðmætustu lóðina á landinu að ræða. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignsala, segir að staðsetning skipti stöðugt meira máli í fasteignaviðskiptum og lóðin hafi meiri áhrif á verð en áður. "Staðsetning skiptir miklu meira máli í verðlagningu í dag en hún hefur gert á liðnum árum. Þetta á bæði við um atvinnuhúsnæði og íbúðir. Við sjáum um þrefaldan mun á hæsta og lægsta fermetraverði á höfuðborgarsvæðinu í dag." Klasi hf. er nýstofnað fasteignafélag í eigu Íslandsbanka. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Prentsmiðja Morgunblaðsins í Kringlunni verður rifin og í staðinn byggt verslunarhúsnæði með atvinnustarfsemi og íbúðum ef áætlanir kaupandans, Klasa hf., ganga eftir. Hugsanlegt er að ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins verði nýttar undir sameinaðan skóla þegar sameining Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík hefur komið til framkvæmda. Stjórn Árvakurs lýsti nýlega yfir að ákveðið hefði verið að flytja alla starfsemi Morgunblaðsins í nýtt húsnæði í Hádegismóa og gamla húsnæðið selt fasteignafélaginu Klasa hf. Hin selda eign er 7.000 fermetrar á stærð auk eignarlóðar í Kringlunni. Kaupverðið er samtals tveir milljarðar króna. Klasar greiða 1,5 milljarða fyrir fasteignir og lóðarrétt í Kringlunni eða um 215 þúsund krónur á fermetrann. Til viðbótar mun Klasi reisa nýtt 3.900 fermetra húsnæði í Hádegismóum fyrir 570 milljónir króna, eða rúmlega 146 milljónir á fermetrann. Gjarnan er talað um að viðmiðunarverð á nýbyggingu sé 150 þúsund krónur þannig að ljóst er að verðið í Kringlunni er hátt. Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Klasa, segir að verðið fyrir lóð og fasteignir Morgunblaðsins sé vissulega hátt en þarna sé um eina verðmætustu lóðina á landinu að ræða. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignsala, segir að staðsetning skipti stöðugt meira máli í fasteignaviðskiptum og lóðin hafi meiri áhrif á verð en áður. "Staðsetning skiptir miklu meira máli í verðlagningu í dag en hún hefur gert á liðnum árum. Þetta á bæði við um atvinnuhúsnæði og íbúðir. Við sjáum um þrefaldan mun á hæsta og lægsta fermetraverði á höfuðborgarsvæðinu í dag." Klasi hf. er nýstofnað fasteignafélag í eigu Íslandsbanka.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira