Lántökur heimilanna aukast um 100% 9. desember 2004 00:01 Erlend lán íslenskra heimila hafa aukist um meira en eitt hundrað prósent síðan í byrjun september og eru nú tíundi hluti af lánum heimilanna. KB banki varar við þessari þróun og segir að greiðslubyrði heimilanna geti stóraukist, lækki gengi krónunnar. Gengislækkun sé hins vegar nauðsynleg til að draga úr viðskiptahallanum. Gengi krónunnar var umfjöllunarefni á morgunverðarfundi KB banka í morgun. Og efnið virðist heitt því salurinn á Nordica hóteli sprengdi utan af sér gestafjöldann sem var nálægt 400 manns. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, fór í upphafi yfir þá þætti sem ógna starfsemi fjármálafyrirtækjanna og velmegun í samfélaginu. Mesta ógnin væri þó óskaplegur viðskiptahalli sem Íslendingar byggju við. Sigurður telur að eina leiðin til að draga úr viðskiptahalla sé að lækka eða fella íslensku krónuna og að nauðsynlegt sé að hefja veikingu krónunnar nú þegar. Höggið verði stærra ef viðskiptahallinn fái tíma til að hlaðast upp. Á fundinum í morgun kom fram að íslensk heimili juku erlendar lántökur um 100 prósent frá september byrjun fram til loka október og nema þær nú 10 prósentum af lántökum heimilanna. Á fundinum var varað við því að heimilin tækju erlend lán eins og staðan er núna, því einsýnt sé að krónan muni fara lækkandi. Eins er viðbúið að vextir erlendis, sem eru mjög lágir nú, hækki að sögn Ásgeirs Jónssonar, lektors við Háskóla Íslands, og segir hann að það þýði að greiðslubyrðin muni vaxa hjá þeim sem tekið hafi erlend lán. Sem dæmi um hversu hratt skuldir þeirra sem taka lán í erlendri mynt geta vaxið skulum við taka lítið dæmi. Maður sem tekur milljóna lán í erlendum gjaldeyri á 3 prósenta vöxtum er með rúmlega 35 þúsund króna greiðslubyrði á mánuði. Verði lítilsháttar gengislækkun, eða 5 prósent, og vextir hækka um tvö stig, þá eykst greiðslubyrðin um næstum 50 prósent og fer í rúman 50 þúsund kall. Lækki gengið um 10 af hundraði og vextir fari í 7 prósent, þá tvöfaldast greiðslubyrðin og fer í tæplega 70 þúsund krónur. Gengisfelling getur því haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þetta fólk. Sigurður Einarsson segir hana auðveldlega geta leitt til þess að fólk eigi ekkert í fasteignum sem það fjármagnar í í erlendum myntum, til skemmri tíma litið. Fólk ætti því að íhuga það mjög vel að breyta erlendum fasteignalánum í innlend. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Erlend lán íslenskra heimila hafa aukist um meira en eitt hundrað prósent síðan í byrjun september og eru nú tíundi hluti af lánum heimilanna. KB banki varar við þessari þróun og segir að greiðslubyrði heimilanna geti stóraukist, lækki gengi krónunnar. Gengislækkun sé hins vegar nauðsynleg til að draga úr viðskiptahallanum. Gengi krónunnar var umfjöllunarefni á morgunverðarfundi KB banka í morgun. Og efnið virðist heitt því salurinn á Nordica hóteli sprengdi utan af sér gestafjöldann sem var nálægt 400 manns. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, fór í upphafi yfir þá þætti sem ógna starfsemi fjármálafyrirtækjanna og velmegun í samfélaginu. Mesta ógnin væri þó óskaplegur viðskiptahalli sem Íslendingar byggju við. Sigurður telur að eina leiðin til að draga úr viðskiptahalla sé að lækka eða fella íslensku krónuna og að nauðsynlegt sé að hefja veikingu krónunnar nú þegar. Höggið verði stærra ef viðskiptahallinn fái tíma til að hlaðast upp. Á fundinum í morgun kom fram að íslensk heimili juku erlendar lántökur um 100 prósent frá september byrjun fram til loka október og nema þær nú 10 prósentum af lántökum heimilanna. Á fundinum var varað við því að heimilin tækju erlend lán eins og staðan er núna, því einsýnt sé að krónan muni fara lækkandi. Eins er viðbúið að vextir erlendis, sem eru mjög lágir nú, hækki að sögn Ásgeirs Jónssonar, lektors við Háskóla Íslands, og segir hann að það þýði að greiðslubyrðin muni vaxa hjá þeim sem tekið hafi erlend lán. Sem dæmi um hversu hratt skuldir þeirra sem taka lán í erlendri mynt geta vaxið skulum við taka lítið dæmi. Maður sem tekur milljóna lán í erlendum gjaldeyri á 3 prósenta vöxtum er með rúmlega 35 þúsund króna greiðslubyrði á mánuði. Verði lítilsháttar gengislækkun, eða 5 prósent, og vextir hækka um tvö stig, þá eykst greiðslubyrðin um næstum 50 prósent og fer í rúman 50 þúsund kall. Lækki gengið um 10 af hundraði og vextir fari í 7 prósent, þá tvöfaldast greiðslubyrðin og fer í tæplega 70 þúsund krónur. Gengisfelling getur því haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þetta fólk. Sigurður Einarsson segir hana auðveldlega geta leitt til þess að fólk eigi ekkert í fasteignum sem það fjármagnar í í erlendum myntum, til skemmri tíma litið. Fólk ætti því að íhuga það mjög vel að breyta erlendum fasteignalánum í innlend.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira