Viðskipti innlent

KB banki hækkar vexti

KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra lána frá og með deginum í dag. Hækkunin kemur í kjölfar tilkynninga Seðlabankans um hækkun stýrivaxta. Vextir óverðtryggðra útlána hækka almennt um 0,45 prósent; þannig hækka kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa úr 7,95 prósentum í 8,40 prósent. Vextir óverðtryggðra innlána hækka um allt að 0,30 prósent eftir innlánsformum. Bankinn breytir ekki að sinni vöxtum verðtryggðra inn- og útlána, þrátt fyrir að ávöxtunarkrafa húsbréfa hafi hækkað mikið nýlega.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×