Hópur forstjóra ræður Íslandsbanka 12. október 2004 00:01 Lífeyrissjóður Verslunarmanna seldi í gær fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka fyrir tæpa fimm milljarða króna. Kaupendur voru annars vegar hópur einstaklinga sem eru stórir hluthafar í bankanum og hinsvegar Straumur fjárfestingarbanki. Hvor hópur um sig kaupir tveggja prósenta hlut. Þessir aðilar munu tilbúnir til þessa að vinna saman að stjórn bankans. Þar með er hópur bankaráðsmannanna Einars Sveinssonar, Karls Wernerssonar og Jóns Snorrasonar með undirtökin í stjórn Íslandsbanka. Þessir bankaráðsmenn hafa stutt forstjóra bankans Bjarna Ármannsson. Auk þeirra kaupir Steinunn Jónsdóttir hlut í bankanum. Hún er af Bykófjölskyldunni og má búast við að sú fjölskylda komi í framhaldinu í auknum mæli að stjórn bankans og vinni með þessum hópi. Hópurinn ræður nú um þriðjungi atkvæða hluthafa. Andstæð fylking innan bankans hefur verið undir forystu Víglundar Þorsteinssonar sem situr fyrir hönd Lífeyrissjóðs verslunarmanna í bankaráðinu. Þessi hópur fjögurra bankaráðsmanna mun fara út úr stjórn bankans á hluthafafundi sem verður boðaður fljótlega. Stjórn Lífeyrissjóðs Verslunamanna barst tilboð um kaup á tveggja prósenta hlut í Íslandsbanka. Innan stjórnarinnar hefur verið andstaða við að fulltrúar sjóðsins skipi sér í fylkingar innan bankarðas Íslandsbaka. Tekist var á í stjórn sjóðsins um söluna, en einróma niðurstaða varð að selja allt að fjögurra prósenta hlut til hæstbjóðanda. Efir söluna á lífeyrisjsóðurinn 2,77 prósenta hlut í bankanum. Einar Sveinsson stjórnarformaður Íslandsbanka segir að með kaupunum sé komin góður kjölfestuhópur að bankanum sem geti unnið saman að hagsmunum bankans. "Mér finnst ekki slæmt að Straumur eigi þarna sinn hlut. Það er þá komið andlit á bakvið þann hlut og eðlilegt að í framhaldinu ræði menn hvernig stjórn verði sett saman." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Lífeyrissjóður Verslunarmanna seldi í gær fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka fyrir tæpa fimm milljarða króna. Kaupendur voru annars vegar hópur einstaklinga sem eru stórir hluthafar í bankanum og hinsvegar Straumur fjárfestingarbanki. Hvor hópur um sig kaupir tveggja prósenta hlut. Þessir aðilar munu tilbúnir til þessa að vinna saman að stjórn bankans. Þar með er hópur bankaráðsmannanna Einars Sveinssonar, Karls Wernerssonar og Jóns Snorrasonar með undirtökin í stjórn Íslandsbanka. Þessir bankaráðsmenn hafa stutt forstjóra bankans Bjarna Ármannsson. Auk þeirra kaupir Steinunn Jónsdóttir hlut í bankanum. Hún er af Bykófjölskyldunni og má búast við að sú fjölskylda komi í framhaldinu í auknum mæli að stjórn bankans og vinni með þessum hópi. Hópurinn ræður nú um þriðjungi atkvæða hluthafa. Andstæð fylking innan bankans hefur verið undir forystu Víglundar Þorsteinssonar sem situr fyrir hönd Lífeyrissjóðs verslunarmanna í bankaráðinu. Þessi hópur fjögurra bankaráðsmanna mun fara út úr stjórn bankans á hluthafafundi sem verður boðaður fljótlega. Stjórn Lífeyrissjóðs Verslunamanna barst tilboð um kaup á tveggja prósenta hlut í Íslandsbanka. Innan stjórnarinnar hefur verið andstaða við að fulltrúar sjóðsins skipi sér í fylkingar innan bankarðas Íslandsbaka. Tekist var á í stjórn sjóðsins um söluna, en einróma niðurstaða varð að selja allt að fjögurra prósenta hlut til hæstbjóðanda. Efir söluna á lífeyrisjsóðurinn 2,77 prósenta hlut í bankanum. Einar Sveinsson stjórnarformaður Íslandsbanka segir að með kaupunum sé komin góður kjölfestuhópur að bankanum sem geti unnið saman að hagsmunum bankans. "Mér finnst ekki slæmt að Straumur eigi þarna sinn hlut. Það er þá komið andlit á bakvið þann hlut og eðlilegt að í framhaldinu ræði menn hvernig stjórn verði sett saman."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira