78 ára í framboði 22. október 2004 00:01 Skúli byrjaði sextán ára til sjós. Það þætti kornungt í dag en ekki í gamla daga enda dugði þá ekkert elsku mamma. Starfsferilinn hóf hann hins vegar í landi, hjá frænda sínum Jóhannesi Jósefssyni á Borg. "Það var gott að vinna hjá Jóhannesi en maður lagði nú ekki í að boxa við hann," segir Skúli sem fyrst var pikkaló en síðar kjallaravörður og enn síðar í eldhúsinu. Svo tók sjórinn við og það af hreinni ævintýraþrá. Skúli var á margs konar skipum um ævina, flutningaskipum, togurum og hvalskipum. "Ég var á Dettifossi en var í fríi í landi þegar skipið var skotið niður." Það var undir lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Fimmtán fórust, þar á meðal nokkrir af bestu félögum Skúla. Kennderí í erlendum höfnum Sjómenn lentu gjarnan í ævintýrum á siglingum sínum um heimshöfin. Heimsóknir í fjarlægar hafnir urðu oft ansi skrautlegar en Skúli vill sem minnst um það tala. "Ég var nú einnar konu maður en það voru svo sem ekki allir. Það var óskaplega mikið kennderí á mönnum í erlendum höfnum. Sérstaklega á togurunum, sem auðvitað var von, menn búnir að vera á fiskiríi í kannski vitlausum veðrum og eðlilegt að þeir slettu úr klaufunum. Fyrsta hugsun manna var þó alltaf að kaupa gjafir handa sínum nánustu og eitt og annað til heimilisins. Svo var dottið í það." Skúli var ekki alltaf einn síns liðs á sjónum, konan hans, Inga Guðrún Ingimarsdótir, sigldi stundum með honum. "Við fórum víða saman, til dæmis til allra Norðurlandanna, Þýskalands, Grænlands, Rússlands og Nígeríu." Inga Guðrún lést fyrir tveimur árum eftir erfiða baráttu við krabbamein. "Hún háði stríðið heima og ég hugsaði um hana sjálfur. Fékk svo stúlku til aðstoða mig og svo fengum við heimahlynningu." Saman áttu þau sjö börn og í ár var hálf öld liðin frá því þau giftust. Ilúks pylsur á Lækjartorgi Skúli Einarsson var 53 ár á sjó. Kom í land fyrir tæpum áratug og hefur unnið síðustu ár á sameiginlegri skrifstofu Matsveinafélags Íslands og Sjómannafélags Reykjavíkur. Þar sinnir hann ýmsum störfum í náinni samvinnu við þá Jónas Garðarsson og Birgi Hólm Björgvinsson hjá Sjómannafélaginu. "Það er mikið fjör hérna hjá okkur og við skiptumst á skoðunum um margvísleg mál." Af gamansemi kallar Skúli þá félagana hina heilögu þrenningu. "Ég var nú ekki alltaf á sjónum heldur kom stundum í land og vann aðeins á hótelum. Ég var á KEA, Laugarvatni og Þrestinum í Hafnarfirði. Svo átti ég pulsuvagn á Lækjartorgi um skeið, ansi hreint góðan. Ég kallaði hann Ilúks sem er Skúli aftur á bak, nafnið gerði stormandi lukku." Hann segir reksturinn hafa gengið ágætlega, pulsurnar hafi selst vel, ekki síst á 17. júní. "Svo dróst þetta saman þegar fólk fór í úthverfin." Samkeppnin var hörð, þrír vagnar voru á torginu þegar mest var en Skúli kvartaði ekki. Og hann stóð oft vaktina sjálfur og gætti þess að allt gengi vel fyrir sig. "Stúlkunum sem unnu hjá mér fannst ég standa of mikið yfir þeim og kvörtuðu meira að segja við konuna mína. En maður verður að veita fólki aðhald. Þetta er þannig bisness." Veiðum hval og seljum inn Skúli var á tíu hvalvertíðum og langar út aftur. "Minn æðsti draumur er að fara einn túr á hvalbáti áður en yfir lýkur hjá mér," segir hann og vill helst byrja að skjóta eins og skot. "Það var reyndar tóm vitleysa að hætta hvalveiðunum á sínum tíma. Ég skil það bara ekki." Skúli blæs á sjónarmið þeirra sem segja ferðaþjónustuna hrynja verði hvalveiðar hafnar á ný. "Það var alltaf fjölmennt við Hvalstöðina og stundum var ekki hægt að skera hvalinn fyrir rútum og fólki sem var að forvitnast um þetta, sjá hvernig þetta var gert. Þarna átti bara að setja upp bekki og veitingasölu og selja svo aðgang. Það væri alltaf fullt þarna. Fólki þykir gaman að sjá þegar verið er að verka hvalinn." Skúli gefur kost á sér í embætti formanns Matsveinafélags Íslands. Ekki hefur borist mótframboð og ólíklegt að það gerist. Það má því telja líklegt að hann hreppi hnossið. "Ég ætla að láta ferska vinda leika um félagið og vil efla það. Ég vil fá fleiri félagsmenn, menn sem vinna þessi störf en búa úti á landi eiga að vera í félaginu. Að því mun ég vinna." Kjarasamningar hafa verið lausir frá áramótum og er unnið að gerð nýrra en gengur hægt. Mun meiri hraði er á Skúla sem byrjar daginn á að fara í laugarnar og hellir sér svo upp á góðan kaffisopa þegar á skrifstofuna er komið. Að afloknum fjörlegum samræðum hinnar heilögu þrenningar um landsins gagn og nauðsynjar tekur við daglegt amstur. "Svo fer ég heim og elda og hugsa. Ég hugsa um framtíðina og það er engan bilbug á mér að finna," segir Skúli Einarsson matsveinn. Fréttir Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Skúli byrjaði sextán ára til sjós. Það þætti kornungt í dag en ekki í gamla daga enda dugði þá ekkert elsku mamma. Starfsferilinn hóf hann hins vegar í landi, hjá frænda sínum Jóhannesi Jósefssyni á Borg. "Það var gott að vinna hjá Jóhannesi en maður lagði nú ekki í að boxa við hann," segir Skúli sem fyrst var pikkaló en síðar kjallaravörður og enn síðar í eldhúsinu. Svo tók sjórinn við og það af hreinni ævintýraþrá. Skúli var á margs konar skipum um ævina, flutningaskipum, togurum og hvalskipum. "Ég var á Dettifossi en var í fríi í landi þegar skipið var skotið niður." Það var undir lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Fimmtán fórust, þar á meðal nokkrir af bestu félögum Skúla. Kennderí í erlendum höfnum Sjómenn lentu gjarnan í ævintýrum á siglingum sínum um heimshöfin. Heimsóknir í fjarlægar hafnir urðu oft ansi skrautlegar en Skúli vill sem minnst um það tala. "Ég var nú einnar konu maður en það voru svo sem ekki allir. Það var óskaplega mikið kennderí á mönnum í erlendum höfnum. Sérstaklega á togurunum, sem auðvitað var von, menn búnir að vera á fiskiríi í kannski vitlausum veðrum og eðlilegt að þeir slettu úr klaufunum. Fyrsta hugsun manna var þó alltaf að kaupa gjafir handa sínum nánustu og eitt og annað til heimilisins. Svo var dottið í það." Skúli var ekki alltaf einn síns liðs á sjónum, konan hans, Inga Guðrún Ingimarsdótir, sigldi stundum með honum. "Við fórum víða saman, til dæmis til allra Norðurlandanna, Þýskalands, Grænlands, Rússlands og Nígeríu." Inga Guðrún lést fyrir tveimur árum eftir erfiða baráttu við krabbamein. "Hún háði stríðið heima og ég hugsaði um hana sjálfur. Fékk svo stúlku til aðstoða mig og svo fengum við heimahlynningu." Saman áttu þau sjö börn og í ár var hálf öld liðin frá því þau giftust. Ilúks pylsur á Lækjartorgi Skúli Einarsson var 53 ár á sjó. Kom í land fyrir tæpum áratug og hefur unnið síðustu ár á sameiginlegri skrifstofu Matsveinafélags Íslands og Sjómannafélags Reykjavíkur. Þar sinnir hann ýmsum störfum í náinni samvinnu við þá Jónas Garðarsson og Birgi Hólm Björgvinsson hjá Sjómannafélaginu. "Það er mikið fjör hérna hjá okkur og við skiptumst á skoðunum um margvísleg mál." Af gamansemi kallar Skúli þá félagana hina heilögu þrenningu. "Ég var nú ekki alltaf á sjónum heldur kom stundum í land og vann aðeins á hótelum. Ég var á KEA, Laugarvatni og Þrestinum í Hafnarfirði. Svo átti ég pulsuvagn á Lækjartorgi um skeið, ansi hreint góðan. Ég kallaði hann Ilúks sem er Skúli aftur á bak, nafnið gerði stormandi lukku." Hann segir reksturinn hafa gengið ágætlega, pulsurnar hafi selst vel, ekki síst á 17. júní. "Svo dróst þetta saman þegar fólk fór í úthverfin." Samkeppnin var hörð, þrír vagnar voru á torginu þegar mest var en Skúli kvartaði ekki. Og hann stóð oft vaktina sjálfur og gætti þess að allt gengi vel fyrir sig. "Stúlkunum sem unnu hjá mér fannst ég standa of mikið yfir þeim og kvörtuðu meira að segja við konuna mína. En maður verður að veita fólki aðhald. Þetta er þannig bisness." Veiðum hval og seljum inn Skúli var á tíu hvalvertíðum og langar út aftur. "Minn æðsti draumur er að fara einn túr á hvalbáti áður en yfir lýkur hjá mér," segir hann og vill helst byrja að skjóta eins og skot. "Það var reyndar tóm vitleysa að hætta hvalveiðunum á sínum tíma. Ég skil það bara ekki." Skúli blæs á sjónarmið þeirra sem segja ferðaþjónustuna hrynja verði hvalveiðar hafnar á ný. "Það var alltaf fjölmennt við Hvalstöðina og stundum var ekki hægt að skera hvalinn fyrir rútum og fólki sem var að forvitnast um þetta, sjá hvernig þetta var gert. Þarna átti bara að setja upp bekki og veitingasölu og selja svo aðgang. Það væri alltaf fullt þarna. Fólki þykir gaman að sjá þegar verið er að verka hvalinn." Skúli gefur kost á sér í embætti formanns Matsveinafélags Íslands. Ekki hefur borist mótframboð og ólíklegt að það gerist. Það má því telja líklegt að hann hreppi hnossið. "Ég ætla að láta ferska vinda leika um félagið og vil efla það. Ég vil fá fleiri félagsmenn, menn sem vinna þessi störf en búa úti á landi eiga að vera í félaginu. Að því mun ég vinna." Kjarasamningar hafa verið lausir frá áramótum og er unnið að gerð nýrra en gengur hægt. Mun meiri hraði er á Skúla sem byrjar daginn á að fara í laugarnar og hellir sér svo upp á góðan kaffisopa þegar á skrifstofuna er komið. Að afloknum fjörlegum samræðum hinnar heilögu þrenningar um landsins gagn og nauðsynjar tekur við daglegt amstur. "Svo fer ég heim og elda og hugsa. Ég hugsa um framtíðina og það er engan bilbug á mér að finna," segir Skúli Einarsson matsveinn.
Fréttir Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira