Jól

Kassakvittun tryggir fullt verð

Viðbúið er að margir leggi leið sína í verslanir nú eftir jólin til að skila eða skipta illa heppnuðum jólagjöfum. Bregður þá sumum í brún að finna vörurnar sem keyptar voru á fullu verði fyrir jól, nú á útsöluprís. "Kassakvittun verður að fylgja öllum skilavörum. Það er ófrávíkjanleg regla ef fólk vill fá fullt verð fyrir vöruna," segir Jóhannes Jóhannesson framkvæmdastjóri Ikea. "Við tökum hins vegar við öllum vörum sem eru ósamsettar en ef skilað er án kvittunar gildir það verð sem er í gangi í búðinni á hverjum tíma." Bækur eru klassískar skiptavörur en að sögn Erlu Maríu Ólafsdóttur verslunarstjóra tekur Mál og menning með glöðu geði á móti öllum bókum. "Fólk þarf samt að greiða ákveðið skilagjald fyrir bækur sem ekki eru keyptar hjá okkur." Skilagjaldið er 250 krónur en Erla leggur áherslu á að þetta sé eingöngu kostnaður búðarinnar við að taka við bókunum og skila þeim aftur til útgefenda.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.