Stórmeistarajafntefli á Highbury 12. desember 2004 00:01 Einum stærsta leik ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð, leik meistara Arsenal og Chelsea, lauk með jafntefli 2-2 eftir æsispennandi 90 mínútur á Highbury í gær. Gríðarlegur hraði einkenndi leikinn frá upphafi til enda og verður að telja úrslitin sanngjörn miðað við gang hans. Henry skoraði bæði mörk heimaliðsins en Terry og Eiður Smári jöfnuðu fyrir þá bláklæddu. Fyrri hálfleikur gat ekki byrjað með betri hætti þegar Thierry Henry skoraði fyrsta markið fyrir Arsenal þegar aðeins rúm mínúta var liðin af leiknum. Markið kom nánast út úr engu þegar boltinn endaði hjá Henry eftir skyndisókn og lyfti hann knettinum af ísköldu öryggi fram hjá Cech, markverði Chelsea. Markið galopnaði leikinn og er langt síðan jafnmikill hraði sást í knattspyrnuleik á enskri grund. Hófu leikmenn Chelsea strax gagnsókn og sextán mínútum seinna endaði knötturinn í neti Arsenal eftir skalla frá markamaskínunni John Terry. Kom markið eftir hornspyrnu Robben en enginn vaktaði Terry sem þó hefur skorað grimmt undanfarið. Aðdáendur Arsenal gátu þó fljótlega andað léttar á ný á 29. mínútu þegar Henry skoraði aftur og kom liði sínu yfir á ný. Skoraði hann beint úr aukaspyrnu fyrir framan vítateig Chelsea meðan Cech markvörður var enn að stilla upp varnarveggnum. Urðu hinir bláklæddu æfir en dómaranum varð ekki haggað og markið stóð. Það tók Eið Guðjónssen aðeins tólf sekúndur að skora annað jöfnunarmark Chelsea strax í upphafi seinni hálfleiks. Aftur kom markið eftir fast leikatriði. Lampard tók aukaspyrnu fyrir sem Gallas skallaði svo fyrir markið þar sem Eiður beið færis og jafnaði. Leikurinn jafnaðist aðeins eftir mark Eiðs og fór að bera meira á tæklingum og harðari leik en lið Chelsea var þó meira með boltann og sköpuðu sér hættulegri færi en þó ekkert sem olli Almunia markverði Arsenal vandræðum. Í lok leiksins blésu leikmenn Arsenal til sóknar en vörn Chelsea stóðst pressuna. Stórmeistarajafntefli var niðurstaðan. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Sjá meira
Einum stærsta leik ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð, leik meistara Arsenal og Chelsea, lauk með jafntefli 2-2 eftir æsispennandi 90 mínútur á Highbury í gær. Gríðarlegur hraði einkenndi leikinn frá upphafi til enda og verður að telja úrslitin sanngjörn miðað við gang hans. Henry skoraði bæði mörk heimaliðsins en Terry og Eiður Smári jöfnuðu fyrir þá bláklæddu. Fyrri hálfleikur gat ekki byrjað með betri hætti þegar Thierry Henry skoraði fyrsta markið fyrir Arsenal þegar aðeins rúm mínúta var liðin af leiknum. Markið kom nánast út úr engu þegar boltinn endaði hjá Henry eftir skyndisókn og lyfti hann knettinum af ísköldu öryggi fram hjá Cech, markverði Chelsea. Markið galopnaði leikinn og er langt síðan jafnmikill hraði sást í knattspyrnuleik á enskri grund. Hófu leikmenn Chelsea strax gagnsókn og sextán mínútum seinna endaði knötturinn í neti Arsenal eftir skalla frá markamaskínunni John Terry. Kom markið eftir hornspyrnu Robben en enginn vaktaði Terry sem þó hefur skorað grimmt undanfarið. Aðdáendur Arsenal gátu þó fljótlega andað léttar á ný á 29. mínútu þegar Henry skoraði aftur og kom liði sínu yfir á ný. Skoraði hann beint úr aukaspyrnu fyrir framan vítateig Chelsea meðan Cech markvörður var enn að stilla upp varnarveggnum. Urðu hinir bláklæddu æfir en dómaranum varð ekki haggað og markið stóð. Það tók Eið Guðjónssen aðeins tólf sekúndur að skora annað jöfnunarmark Chelsea strax í upphafi seinni hálfleiks. Aftur kom markið eftir fast leikatriði. Lampard tók aukaspyrnu fyrir sem Gallas skallaði svo fyrir markið þar sem Eiður beið færis og jafnaði. Leikurinn jafnaðist aðeins eftir mark Eiðs og fór að bera meira á tæklingum og harðari leik en lið Chelsea var þó meira með boltann og sköpuðu sér hættulegri færi en þó ekkert sem olli Almunia markverði Arsenal vandræðum. Í lok leiksins blésu leikmenn Arsenal til sóknar en vörn Chelsea stóðst pressuna. Stórmeistarajafntefli var niðurstaðan.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Sjá meira