Stóraukinn útflutningur lambakjöts 10. desember 2004 00:01 Alls verða flutt út um 230 brúttó tonn af fersku íslensku lambakjöti til Bandaríkjanna á þessu ári og er það 30 prósenta aukning miðað við árið 2003. Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms sem hefur unnið að markaðssetningu lambakjöts í Bandaríkjunum, segist búast við enn meiri aukningu á næsta ári. Íslenska lambakjötið hefur verið markaðssett sem lúxusvara í Bandaríkjunum undanfarin ár. Baldvin segir að áralangt markaðsstarf sé nú að bera ávöxt. Hann segist ekki geta sagt hversu miklar tekjur fáist af sölunni í ár en tekur fram að mikil lækkun dollars undanfarin misseri hafi sett strik í reikninginn. Hins vegar hafi það að nokkru leyti verið vegið upp með því að flytja kjötið með gámum í skipum í stað þess að senda það með flugvél. Við það hafi kostnaðurinn við útflutninginn minnkað. Baldvin segir samstarfið við bandarísku verslunarkeðjuna Whole Foods Markets gríðarlega mikilvægt. Verslunin reki 180 verslanir í Bandaríkjunum og stefni að því að fjölga þeim um 50 á næstu tveimur árum. Íslenska lambakjötið sé selt í 111 verslunum Whole Foods Markets og stefnt sé að því að selja það í 180 á næsta ári. Baldvin segir að verslanirnar séu dýrar en hafi mikla sérstöðu. Fyrirtækið leggi mikla áherslu á að vist- og dýravernd. Verslanir þess selji til að mynda ekki kjöt af dýrum sem hafi sætt illri meðferð. Hann segir Whole Foods Markets vera á móti verksmiðjubúskap og því hafi það styrkt bændur til að hætta slíkum búskap og taka upp blandaðan búskap. Baldvin segir að þessi sjónarmið verslunarkeðjunnar henti íslenskum búskap vel. Auk þess að selja ferskt lambakjöt til verslana Whole Foods Markets segir Baldvin að kjötið hafi verið selt í auknu mæli til fimm stjörnu veitingahúsa. Til að mynda haf nýlega verið samið við nokkur slík í Washington og New York. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Alls verða flutt út um 230 brúttó tonn af fersku íslensku lambakjöti til Bandaríkjanna á þessu ári og er það 30 prósenta aukning miðað við árið 2003. Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms sem hefur unnið að markaðssetningu lambakjöts í Bandaríkjunum, segist búast við enn meiri aukningu á næsta ári. Íslenska lambakjötið hefur verið markaðssett sem lúxusvara í Bandaríkjunum undanfarin ár. Baldvin segir að áralangt markaðsstarf sé nú að bera ávöxt. Hann segist ekki geta sagt hversu miklar tekjur fáist af sölunni í ár en tekur fram að mikil lækkun dollars undanfarin misseri hafi sett strik í reikninginn. Hins vegar hafi það að nokkru leyti verið vegið upp með því að flytja kjötið með gámum í skipum í stað þess að senda það með flugvél. Við það hafi kostnaðurinn við útflutninginn minnkað. Baldvin segir samstarfið við bandarísku verslunarkeðjuna Whole Foods Markets gríðarlega mikilvægt. Verslunin reki 180 verslanir í Bandaríkjunum og stefni að því að fjölga þeim um 50 á næstu tveimur árum. Íslenska lambakjötið sé selt í 111 verslunum Whole Foods Markets og stefnt sé að því að selja það í 180 á næsta ári. Baldvin segir að verslanirnar séu dýrar en hafi mikla sérstöðu. Fyrirtækið leggi mikla áherslu á að vist- og dýravernd. Verslanir þess selji til að mynda ekki kjöt af dýrum sem hafi sætt illri meðferð. Hann segir Whole Foods Markets vera á móti verksmiðjubúskap og því hafi það styrkt bændur til að hætta slíkum búskap og taka upp blandaðan búskap. Baldvin segir að þessi sjónarmið verslunarkeðjunnar henti íslenskum búskap vel. Auk þess að selja ferskt lambakjöt til verslana Whole Foods Markets segir Baldvin að kjötið hafi verið selt í auknu mæli til fimm stjörnu veitingahúsa. Til að mynda haf nýlega verið samið við nokkur slík í Washington og New York.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur