Bush í vandræðum? 26. október 2004 00:01 Það er vika til kosninganna í Bandaríkjunum. Flestir virðast gera ráð fyrir því að Bush vinni. Hann hefur forskot í flestum skoðanakönnunum. Þetta er þó ekki víst. Kosningaspeki í Bandaríkjunum segir að sitjandi forseti geti verið í vandræðum ef hann hefur ekki yfir 50 af hundraði í skoðanakönnunum. Bush virðist eiga erfitt með að ná því. Hér má lesa grein úr The Guardian þar sem því er haldið fram að óákveðnir kjósendur hafi tilhneigingu til að sveiflast frekar til mótframbjóðandans. Einnig er það að athuga að baráttan snýst í raun bara um örfá ríki. Úrslitin eru talin ráðin annars staðar, það má hérumbil fullyrða að atkvæðin þar skipti ekki máli. Ríkin sem "sveiflast" eru Ohio, Flórida, Iowa, Arkansas, Pennsylvanía, Minnesota, Nevada, Oregon, Vestur-Virginía, Nýja-Mexíkó, Nýja-Hampshire og Wisconsin. Í mörgum þessara mikilvægu ríkja virðist Bush ekki vera í sérlega góðri stöðu. Til dæmis er sagt að menn hans séu næstum búnir aðð gefa Ohio upp á bátinn. --- --- --- Ég stakk því að vini mínum, ritstjóra dagblaðs, að hann gerði skoðanakönnun meðal þingmannanna sem sitja á Alþingi og spyrði hvern þeir myndu kjósa ef þeir hefðu kosningarétt í Bandaríkjunum. Maður þarf svosem ekki að velta þessu mikið fyrir sér - en það væri gaman að sjá það svart á hvítu. Hvað ætli Bush myndi fá mikið fylgi - 10 prósent, 20 prósent? Hvað hugsa ungu mennirnir í Sjálfstæðisflokknum? Er Kerry kannski Framsóknarmaður? Myndu Vinstri grænir vilja kjósa Nader? Eða eru menn kannski svo varkárir að þeir gefi sig ekki? Bush er fyrirlitinn og hataður víðast í Evrópu. Maður heyrir fólk segja að það verði fyrir áfalli ef hann vinnur. Það er víst bara í Póllandi sem hann hefur meirihluta - mér er afar hlýtt til Pólverja, en þeir virðast ekki geta fengið nóg af vandræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun
Það er vika til kosninganna í Bandaríkjunum. Flestir virðast gera ráð fyrir því að Bush vinni. Hann hefur forskot í flestum skoðanakönnunum. Þetta er þó ekki víst. Kosningaspeki í Bandaríkjunum segir að sitjandi forseti geti verið í vandræðum ef hann hefur ekki yfir 50 af hundraði í skoðanakönnunum. Bush virðist eiga erfitt með að ná því. Hér má lesa grein úr The Guardian þar sem því er haldið fram að óákveðnir kjósendur hafi tilhneigingu til að sveiflast frekar til mótframbjóðandans. Einnig er það að athuga að baráttan snýst í raun bara um örfá ríki. Úrslitin eru talin ráðin annars staðar, það má hérumbil fullyrða að atkvæðin þar skipti ekki máli. Ríkin sem "sveiflast" eru Ohio, Flórida, Iowa, Arkansas, Pennsylvanía, Minnesota, Nevada, Oregon, Vestur-Virginía, Nýja-Mexíkó, Nýja-Hampshire og Wisconsin. Í mörgum þessara mikilvægu ríkja virðist Bush ekki vera í sérlega góðri stöðu. Til dæmis er sagt að menn hans séu næstum búnir aðð gefa Ohio upp á bátinn. --- --- --- Ég stakk því að vini mínum, ritstjóra dagblaðs, að hann gerði skoðanakönnun meðal þingmannanna sem sitja á Alþingi og spyrði hvern þeir myndu kjósa ef þeir hefðu kosningarétt í Bandaríkjunum. Maður þarf svosem ekki að velta þessu mikið fyrir sér - en það væri gaman að sjá það svart á hvítu. Hvað ætli Bush myndi fá mikið fylgi - 10 prósent, 20 prósent? Hvað hugsa ungu mennirnir í Sjálfstæðisflokknum? Er Kerry kannski Framsóknarmaður? Myndu Vinstri grænir vilja kjósa Nader? Eða eru menn kannski svo varkárir að þeir gefi sig ekki? Bush er fyrirlitinn og hataður víðast í Evrópu. Maður heyrir fólk segja að það verði fyrir áfalli ef hann vinnur. Það er víst bara í Póllandi sem hann hefur meirihluta - mér er afar hlýtt til Pólverja, en þeir virðast ekki geta fengið nóg af vandræðum.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun