Innlent

Eru ekki að skipta um skoðun

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gær samhljóða tillögu þar sem skorað er á ríkisvaldið að efla tekjustofna sveitarfélaga. Þetta þýðir þó ekki að borgarstjórn telji að ríkisvaldið eigi að koma að lausn kennaradeilunnar, segir borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins. Tillagan í gær var mjög í anda tillögu frjálslynda flokksins, sem lagð var fram á fundinum í gær, þar sem skorað var á ríkisvaldið að auka tekjustofn sveitarfélaga og sérstaklega tekið fram að ríkið þyrfti að koma fjárhagslega að kennaradeilunni. Þó að hvergi hafi verið minnst á kennaraverkfallið í tillögunni sem samþykkt var í gær, væri auðvelt að draga þá ályktun að í henni fælist áskorun á ríkisvaldið að koma að kennaradeilunni. Það væri rangt að draga slíka ályktun segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Kjartan segir mikið hafa verið rætt um tekjuskiptingu sveitafélaga og ríkis almennt, en hvergi hafi verið minnst á kennaraverkfallið. Hann segir sjálfsagt að endurskoða tekjustofna sveitarfélaga, en það sé enn eindregin skoðun sjálfstæðismanna í borginni að ríkisvaldið eigi ekki að koma fjárhagslega að kennaradeilunni Forsvarsmenn kennara og launanefnd sveitafélaga funduðu í gær og fyrradag, en að sögn deiluaðila ganga viðræðurnar afar hægt. Ásmundur Stefánsson sáttasemjari hefur þó enn boðað til fundar í dag. Kennarar ætla í kröfugöngu klukkan þrjú í dag og munu þeir ganga frá Hlemmi að Ingólfstorgi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×