Íslenskar vörur ódýrari 7. september 2004 00:01 Verðkönnun sem gerð var fyrir Samtök iðnaðarins (SI) í fjórum verslunum á höfuðborgarsvæðinu í júlí síðastliðnum leiddi í ljós að samanlagt meðalverð íslenskra vara í könnuninni var 10,3% lægra en þeirra erlendu. Samtökin segja niðurstöðuna athyglisverða í ljósi niðurstaðna könnunar IMG Gallups fyrir Samtök iðnaðarins frá í vor þar sem 83,7% töldu verð íslenskra matvara almennt hærra en á hliðstæðum erlendum matvörum. Í tilkynningu samtakanna segir að verðkönnunin hafi verið gerð í verslunum Hagkaupa, Nóatúns, Fjarðarkaupa og Samkaupa. Valdar voru almennar neysluvörur til heimilisnota í ýmsum vöruflokkum og þess vandlega gætt að velja eins sambærilegar vörur og kostur var. Reiknað var meðalverð hverrar vöru í verslununum fjórum. Þegar um þyngdarmun eða mismunandi magn var að ræða var verð varanna umreiknað til að það yrði samanburðarhæft. Kannað var verð á 23 vörutegundum og reyndist meðalverð íslensku varanna lægra í 13 tilvikum. Heildarverð innkaupakörfunnar með íslensku vörunum var 4.710 krónur en verð erlendu körfunnar 5.195 krónur. Mismunurinn var 485 krónur eða 10,3%. Í könnun IMG Gallups frá því í vor var spurt: Telur þú að verð á íslenskum matvörum sé almennt hærra eða lægra en verð á hliðstæðum erlendum matvörum? Þá töldu 83,7% að íslensku vörurnar væru dýrari, 13,8% töldu verðið svipað en 2,5% að íslensku vörurnar væru ódýrari. Þótt hér sé spurt um matvörur gefur könnunin vísbendingar um viðhorf Íslendinga. Verðkönnun SI frá í sumar gefur hins vegar vísbendingar um hið gagnstæða. Árið 1995 var sams konar verðkönnun gerð á vegum átaksins Íslenskt, já takk. Tilefnið þá var, eins og nú, könnun IMG Gallups sem sýndi að 70% íslenskra neytenda töldu að íslenskar vörur væru dýrari en erlendar. Niðurstaða verðkönnunarinnar 1995 leiddi í ljós að íslensku vörurnar reyndust 17% ódýrari að meðaltali. Þótt heildarverðmunurinn sé minni nú en 1995 segja Samtök iðnaðarins vert að líta til þeirrar staðreyndar að gengi krónunnar er mun sterkara nú og samkeppnisstaða innlendrar framleiðslu erfiðari en fyrir níu árum. Neytendur Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Verðkönnun sem gerð var fyrir Samtök iðnaðarins (SI) í fjórum verslunum á höfuðborgarsvæðinu í júlí síðastliðnum leiddi í ljós að samanlagt meðalverð íslenskra vara í könnuninni var 10,3% lægra en þeirra erlendu. Samtökin segja niðurstöðuna athyglisverða í ljósi niðurstaðna könnunar IMG Gallups fyrir Samtök iðnaðarins frá í vor þar sem 83,7% töldu verð íslenskra matvara almennt hærra en á hliðstæðum erlendum matvörum. Í tilkynningu samtakanna segir að verðkönnunin hafi verið gerð í verslunum Hagkaupa, Nóatúns, Fjarðarkaupa og Samkaupa. Valdar voru almennar neysluvörur til heimilisnota í ýmsum vöruflokkum og þess vandlega gætt að velja eins sambærilegar vörur og kostur var. Reiknað var meðalverð hverrar vöru í verslununum fjórum. Þegar um þyngdarmun eða mismunandi magn var að ræða var verð varanna umreiknað til að það yrði samanburðarhæft. Kannað var verð á 23 vörutegundum og reyndist meðalverð íslensku varanna lægra í 13 tilvikum. Heildarverð innkaupakörfunnar með íslensku vörunum var 4.710 krónur en verð erlendu körfunnar 5.195 krónur. Mismunurinn var 485 krónur eða 10,3%. Í könnun IMG Gallups frá því í vor var spurt: Telur þú að verð á íslenskum matvörum sé almennt hærra eða lægra en verð á hliðstæðum erlendum matvörum? Þá töldu 83,7% að íslensku vörurnar væru dýrari, 13,8% töldu verðið svipað en 2,5% að íslensku vörurnar væru ódýrari. Þótt hér sé spurt um matvörur gefur könnunin vísbendingar um viðhorf Íslendinga. Verðkönnun SI frá í sumar gefur hins vegar vísbendingar um hið gagnstæða. Árið 1995 var sams konar verðkönnun gerð á vegum átaksins Íslenskt, já takk. Tilefnið þá var, eins og nú, könnun IMG Gallups sem sýndi að 70% íslenskra neytenda töldu að íslenskar vörur væru dýrari en erlendar. Niðurstaða verðkönnunarinnar 1995 leiddi í ljós að íslensku vörurnar reyndust 17% ódýrari að meðaltali. Þótt heildarverðmunurinn sé minni nú en 1995 segja Samtök iðnaðarins vert að líta til þeirrar staðreyndar að gengi krónunnar er mun sterkara nú og samkeppnisstaða innlendrar framleiðslu erfiðari en fyrir níu árum.
Neytendur Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira