Innlent

Héraðsdómur Reykjaness gagnrýndur

Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar gagnrýnir í ályktun harðlega nýlegan dóm Héraðsdóms Reykjaness þar sem refsingu manns sem dæmdur var fyrir líkamsárás gegn eiginkonu sinni var frestað. Í dómnum hafi verið látið að því liggja að hegðun konunnar hafi valdið ofbeldinu. Nefndin vonist til að dómurinn verði leiðréttur í Hæstarétti. "Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar telur dóminn senda hættuleg skilaboð til karla og kvenna og gera lítið úr alvarleik heimilisofbeldis í samfélagi okkar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×