Mogginn flytur 10. desember 2004 00:01 Morgunblaðið flytur úr Kringlunni og upp í Hádegismóa við Rauðavatn þar sem ný prentsmiðja blaðsins er. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur selt fasteign sína við Kringluna fyrir 2,1 milljarð króna. Klasi hf., fasteignafélag í eigu Íslandsbanka, kaupir fasteignir Morgunblaðsins við Kringluna og í kaupsamningi kveður á um að Klasi byggi nýtt húsnæði undir skrifstofur og ritstjórn Morgunblaðsis við hlið nýju prenstmiðjunnar. Morgunblaðið gerir langtímasamning um leigu húsnæðisins. Að sögn Hallgríms B. Geirssonar, framkvæmdastjóra Árvakurs, kom það framkvæmdastjórn félagsins á óvart hve mikil verðmæti væru fólgin í húsakosti og lóð blaðsins. "Þetta var mjög ánægjuleg niðurstaða sem kom að því leyti til á óvart að við gerðum okkur ekki grein fyrir yfir hvaða verðmætum við byggjum," segir hann. Hann segir að þegar Morgunblaðsmenn hófu undirbúning á sölu gömlu prentsmiðjunnar, sem er í viðbyggingu við húsakynnir ritstjórnarinnar, hafi komið í ljós að ýmsir hefðu áhuga á að kaupa hana en auk þess sýnt áhuga á skrifsotufhúsnæðinu í heild sinni og lóðinni. Hann segir aðstæður á fasteignamarkaði um þessar mundir vera Morgunblaðinu hagstæðar og því hafi færi verið gripið til að flytja starfsemina. Hallgrímur segir sölu fasteignarinnar styrkja stöðu Morgunblaðsins í samkeppni og treysta rekstur blaðsins. Nýjar höfuðstöðvar Morgunblaðsins verða ögn minni en húsið við Kringluna. Hallgrímur segir að margt hafi breyst á þeim ellefu árum sem liðin eru síðan Morgunblaðshúsið við Kringluna var tekið í notkun. Gamla húsið var miðað við fleira starfsfólk en tækni og hagræðing hefur haft í för með sér að ekki hefur verið þörf á þeim fjölda sem áætlað var. Hallgrímur segir að starfsmenn Morgunblaðsins hafi tekið tíðindum um ætlaðan flutning vel. Margir starfsmenn sakni þó þess að vera nálægt miðbænum þar sem Morgunblaðið hafði lengstum höfuðstöðvar. "Fólkið tekur þessu mjög vel en það er náttúrlega mikill lúxus að vera hér við hliðina á Kringlunni," segir Hallgrímur en bendir þó á að fyrirhugaðar höfuðstöðvar séu í landfræðilegri miðju Stór-Reykjavíkursvæðsins. Framkvæmdir við nýtt skrifsotfuhúsnæði hefjast næsta vor og gert er ráð fyrir að allur rektur Morgunblaðsins verði kominn í Hádegismóa fyrir páska árið 2006. Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Morgunblaðið flytur úr Kringlunni og upp í Hádegismóa við Rauðavatn þar sem ný prentsmiðja blaðsins er. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur selt fasteign sína við Kringluna fyrir 2,1 milljarð króna. Klasi hf., fasteignafélag í eigu Íslandsbanka, kaupir fasteignir Morgunblaðsins við Kringluna og í kaupsamningi kveður á um að Klasi byggi nýtt húsnæði undir skrifstofur og ritstjórn Morgunblaðsis við hlið nýju prenstmiðjunnar. Morgunblaðið gerir langtímasamning um leigu húsnæðisins. Að sögn Hallgríms B. Geirssonar, framkvæmdastjóra Árvakurs, kom það framkvæmdastjórn félagsins á óvart hve mikil verðmæti væru fólgin í húsakosti og lóð blaðsins. "Þetta var mjög ánægjuleg niðurstaða sem kom að því leyti til á óvart að við gerðum okkur ekki grein fyrir yfir hvaða verðmætum við byggjum," segir hann. Hann segir að þegar Morgunblaðsmenn hófu undirbúning á sölu gömlu prentsmiðjunnar, sem er í viðbyggingu við húsakynnir ritstjórnarinnar, hafi komið í ljós að ýmsir hefðu áhuga á að kaupa hana en auk þess sýnt áhuga á skrifsotufhúsnæðinu í heild sinni og lóðinni. Hann segir aðstæður á fasteignamarkaði um þessar mundir vera Morgunblaðinu hagstæðar og því hafi færi verið gripið til að flytja starfsemina. Hallgrímur segir sölu fasteignarinnar styrkja stöðu Morgunblaðsins í samkeppni og treysta rekstur blaðsins. Nýjar höfuðstöðvar Morgunblaðsins verða ögn minni en húsið við Kringluna. Hallgrímur segir að margt hafi breyst á þeim ellefu árum sem liðin eru síðan Morgunblaðshúsið við Kringluna var tekið í notkun. Gamla húsið var miðað við fleira starfsfólk en tækni og hagræðing hefur haft í för með sér að ekki hefur verið þörf á þeim fjölda sem áætlað var. Hallgrímur segir að starfsmenn Morgunblaðsins hafi tekið tíðindum um ætlaðan flutning vel. Margir starfsmenn sakni þó þess að vera nálægt miðbænum þar sem Morgunblaðið hafði lengstum höfuðstöðvar. "Fólkið tekur þessu mjög vel en það er náttúrlega mikill lúxus að vera hér við hliðina á Kringlunni," segir Hallgrímur en bendir þó á að fyrirhugaðar höfuðstöðvar séu í landfræðilegri miðju Stór-Reykjavíkursvæðsins. Framkvæmdir við nýtt skrifsotfuhúsnæði hefjast næsta vor og gert er ráð fyrir að allur rektur Morgunblaðsins verði kominn í Hádegismóa fyrir páska árið 2006.
Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira