Athyglin vex í London 14. október 2004 00:01 Umfang íslenskra fyrirtækja á breskum fjármálamarkaði hefur ekki farið framhjá neinum. Bresk stórblöð beindu í gær athygli sinni að íslenskum kaupsýslumönnum í London. Íslenskir kaupsýslumenn eru í kastljósi breskra fjölmiðla. Stórblöðin Financial Times og Guardian fjalla um áhuga Íslendinga á kaupum á breskum fyrirtækjum. Baugur kannar nú áreiðanleika reikninga Big Food Group og hefur stjórn Big Food samþykkt fyrir sitt leyti yfirtökutilboð Baugs. Heildarupphæð sem reiða þarf fram í þeim viðskiptum er 94 milljarðar. Þá er búist við yfirtökutilboði frá Bakkavör í Geest og KB banka í Singer and Friedlander. Kveikjan að umfjöllun nú er vel heppnað hlutafjárútboð KB banka og yfirlýsing frá verðbréfafyrirtækinu Numis sem hryggbraut Landsbankann. Landsbankinn kannast ekki við bónorðið, en viðurkennir að breski bankinn HSBC leiti að vænlegum fjármálafyrirtækjum til kaups fyrir bankann. Landsbankinn bætist í hóp íslenskra fyrirtækja sem breskir fjölmiðlar fjalla um. Baugur og KB banki eru hvort tveggja fyrirtæki sem breski fjármálaheimurinn þekkir vel. Bakkavör hefur einnig hægt og bítandi læðst inn í vitund fjármálalífsins og mun með yfirtöku á Geest verða enn þekktara fyrirtæki á breska markaðnum. Þá er stefnt að skráningu Actavis á markað í London eftir áramót. Blaðamaður Financial Times spyr hvernig standi á þessari miklu útþrá þjóðar sem telur 290 þúsund hræður. Færri en búa í Coventry. Blaðamaður Financial Times segir skýringa að leita í miklum hagvexti og ríkidæmi þjóðarinnar. Hlutabréfamarkaður og hátt verð félaga á markaði hafi auðveldað fjármögnun yfirtöku með hlutafjárútboði. Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss leggja til fleiri skýringar. Söfnunarkerfi lífeyrissjóðanna ýti undir fjárfestingar. "Við flytjum út allt sem við framleiðum og inn það sem við neytum. Það skapar alþjóðlegan hugsunarátt," hefur Financial Times eftir Ágústi. Björgólfur Thor telur útrásina skapast af nauðsyn. "Við erum eyja í Norður-Atlantshafi. Við eigum pening en skortir fjárfestingatækifæri." Grein Financial Times lýkur á þeim orðum að haldi fram sem horfi muni Baugur auka verulega hlut sinn í breskri smásöluverslun. Breski fjármálaheimurinn megi einnig búast við því að KB banki og Landsbankinn hafi ekki sagt sitt síðasta orð á breska markaðnum. Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Fleiri fréttir Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Sjá meira
Umfang íslenskra fyrirtækja á breskum fjármálamarkaði hefur ekki farið framhjá neinum. Bresk stórblöð beindu í gær athygli sinni að íslenskum kaupsýslumönnum í London. Íslenskir kaupsýslumenn eru í kastljósi breskra fjölmiðla. Stórblöðin Financial Times og Guardian fjalla um áhuga Íslendinga á kaupum á breskum fyrirtækjum. Baugur kannar nú áreiðanleika reikninga Big Food Group og hefur stjórn Big Food samþykkt fyrir sitt leyti yfirtökutilboð Baugs. Heildarupphæð sem reiða þarf fram í þeim viðskiptum er 94 milljarðar. Þá er búist við yfirtökutilboði frá Bakkavör í Geest og KB banka í Singer and Friedlander. Kveikjan að umfjöllun nú er vel heppnað hlutafjárútboð KB banka og yfirlýsing frá verðbréfafyrirtækinu Numis sem hryggbraut Landsbankann. Landsbankinn kannast ekki við bónorðið, en viðurkennir að breski bankinn HSBC leiti að vænlegum fjármálafyrirtækjum til kaups fyrir bankann. Landsbankinn bætist í hóp íslenskra fyrirtækja sem breskir fjölmiðlar fjalla um. Baugur og KB banki eru hvort tveggja fyrirtæki sem breski fjármálaheimurinn þekkir vel. Bakkavör hefur einnig hægt og bítandi læðst inn í vitund fjármálalífsins og mun með yfirtöku á Geest verða enn þekktara fyrirtæki á breska markaðnum. Þá er stefnt að skráningu Actavis á markað í London eftir áramót. Blaðamaður Financial Times spyr hvernig standi á þessari miklu útþrá þjóðar sem telur 290 þúsund hræður. Færri en búa í Coventry. Blaðamaður Financial Times segir skýringa að leita í miklum hagvexti og ríkidæmi þjóðarinnar. Hlutabréfamarkaður og hátt verð félaga á markaði hafi auðveldað fjármögnun yfirtöku með hlutafjárútboði. Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss leggja til fleiri skýringar. Söfnunarkerfi lífeyrissjóðanna ýti undir fjárfestingar. "Við flytjum út allt sem við framleiðum og inn það sem við neytum. Það skapar alþjóðlegan hugsunarátt," hefur Financial Times eftir Ágústi. Björgólfur Thor telur útrásina skapast af nauðsyn. "Við erum eyja í Norður-Atlantshafi. Við eigum pening en skortir fjárfestingatækifæri." Grein Financial Times lýkur á þeim orðum að haldi fram sem horfi muni Baugur auka verulega hlut sinn í breskri smásöluverslun. Breski fjármálaheimurinn megi einnig búast við því að KB banki og Landsbankinn hafi ekki sagt sitt síðasta orð á breska markaðnum.
Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Fleiri fréttir Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Sjá meira