Sjávarútveginum blæðir 8. desember 2004 00:01 Styrking íslensku krónunnar hefur veruleg áhrif á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, telur að hækkunin í ár muni kosta fyrirtæki sitt um tvö hundruð milljónir í ár. "Við höfum verið að flytja út fyrir þrjá og hálfan milljarð á ári og ef gengið styrkist um sex eða sjö prósent þá er bara hægt að reikna það beint út í tekjutapi hjá okkur," segir Sigurgeir. Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF, segir að styrkingin hafi augljós áhrif á samkeppnishæfni íslenskra fiskframleiðenda gagnvart útlenskri samkeppni. Þótt fjárhagur SÍF sé vel varinn gagnvart gengissveiflum hefur afkoma íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja áhrif á SÍF. "Við erum hluti af þessari keðju," segir Jakob. "Allir þeir sem við skiptum við á Íslandi eru með allan sinn kostnað í krónum og eru að selja í erlendri mynt þannig að það gefur auga leið að það er þrýstingur á framlegðina í allri þessari keðju. Á endanum kemur þetta niður á samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs," segir Jakob. Sigurgeir segir að slakt aðhald í fjármálum ríkis og sveitarfélaga sé nú að koma í bakið á mönnum og þar verði sjávarútvegurinn fyrir barðinu á ástandinu. "Það er augljóst mál að Seðlabankinn er að verjast þenslunni og verðbólgunni. Ég sé ekki annað en að eðli málsins samkvæmt verði opinberir aðilar, ekki bara ríkið heldur sveitarfélögin, að draga saman. Það er því miður ekki að gerast eins og sést í öllum þessum launahækkunum," segir Sigurgeir. Hann segir engin ráð önnur en niðurskurð vera tiltæk. "Þetta er mjög slæm staða og hefur versnað mikið. Kostnaður hjá okkur hefur hækkað og við getum ekki brugðist öðruvísi við en að skera niður kostnað. Það bitnar á starfsfólki okkar og ekki er ríkið að hjálpa okkur þegar það leggur sérstakan skatt á sjávarútveg," segir Sigurgeir og vísar til auðlindaskattsins sem nú kemur til framkvæmda í fyrsta sinn. Viðskipti Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Styrking íslensku krónunnar hefur veruleg áhrif á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, telur að hækkunin í ár muni kosta fyrirtæki sitt um tvö hundruð milljónir í ár. "Við höfum verið að flytja út fyrir þrjá og hálfan milljarð á ári og ef gengið styrkist um sex eða sjö prósent þá er bara hægt að reikna það beint út í tekjutapi hjá okkur," segir Sigurgeir. Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF, segir að styrkingin hafi augljós áhrif á samkeppnishæfni íslenskra fiskframleiðenda gagnvart útlenskri samkeppni. Þótt fjárhagur SÍF sé vel varinn gagnvart gengissveiflum hefur afkoma íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja áhrif á SÍF. "Við erum hluti af þessari keðju," segir Jakob. "Allir þeir sem við skiptum við á Íslandi eru með allan sinn kostnað í krónum og eru að selja í erlendri mynt þannig að það gefur auga leið að það er þrýstingur á framlegðina í allri þessari keðju. Á endanum kemur þetta niður á samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs," segir Jakob. Sigurgeir segir að slakt aðhald í fjármálum ríkis og sveitarfélaga sé nú að koma í bakið á mönnum og þar verði sjávarútvegurinn fyrir barðinu á ástandinu. "Það er augljóst mál að Seðlabankinn er að verjast þenslunni og verðbólgunni. Ég sé ekki annað en að eðli málsins samkvæmt verði opinberir aðilar, ekki bara ríkið heldur sveitarfélögin, að draga saman. Það er því miður ekki að gerast eins og sést í öllum þessum launahækkunum," segir Sigurgeir. Hann segir engin ráð önnur en niðurskurð vera tiltæk. "Þetta er mjög slæm staða og hefur versnað mikið. Kostnaður hjá okkur hefur hækkað og við getum ekki brugðist öðruvísi við en að skera niður kostnað. Það bitnar á starfsfólki okkar og ekki er ríkið að hjálpa okkur þegar það leggur sérstakan skatt á sjávarútveg," segir Sigurgeir og vísar til auðlindaskattsins sem nú kemur til framkvæmda í fyrsta sinn.
Viðskipti Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira