Erlent

Dularfullur sjúkdómur í mörgæsum

Dularfullur sjúkdómur sem leggst á hálfstálpaða mörgæsaunga hefur gert mikinn usla í Suðureyjum Nýja-Sjálands í stofni mörgæsa með gul augu sem eru á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Áttatíu prósent unganna sem fæddust síðasta vor hafa drepist úr sjúkdómnum sem virðist ekki ógna fullorðnum fuglum. Einungis 5000 fuglar tilheyra stofninum en þrjár af sautján tegundum mörgæsa eru taldar í útrýmingarhættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×