Sjónvarpsstjóra í hvern sófa 26. september 2004 00:01 Fyrir tíu árum hefði flestum þótt hæpinn sá spádómur að árið 2004 yrði farsímaeign orðin svo algeng að það þætti til sérstakra tíðinda ef féttist af manni sem ekki gengi með einn slíkan á sér. Flestir hefðu sett spurningarmerki við þann spádóm að fólk gæti náð sambandi við næstum því hvern sem er í gegnum tölvu eða síma sama hvar þeir væru í heiminum. En þróunin var hröð á síðari hluta tíunda áratugarins. Árið 1999 hefði enginn kippt sér upp við það þótt spáð yrði að hvert einasta heimili yrði nettengt árið 2004 og raunar er óhætt að fullyrða að hraði þróunarinnar hafi verið töluvert hægari á síðustu fimm árum en flestir gerðu ráð fyrir. Engum hefði brugðið við það að því yrði spáð að fólk yrði hætt að nota vídeóleigur árið 2004, eða að fólk keypti alla matvöru í gegnum netið. Þetta hefur ekki orðið raunin - að minnsta kosti ekki enn. Fólk notar netið að mestu leyti með sama hætti í dag og það gerði fyrir fimm árum og enn horfir fólk á sjónvarp í gegnum sjónvarpstæki, sækir myndbönd á vídeóleigur, talar í síma við fólk án þess að sjá samtímis myndir af því, og enn fer fólk út í búð að versla. Upplýsingatæknin hefur að sönnu breytt ýmsu í daglegu lífi fólks en þó ekki eins miklu og spár gerðu ráð fyrir. Hægt á upplýsingabyltingunni Uppýsingabyltingin hefur því hægt á sér á síðustu árum - í staðinn fyrir að sífellt háþróaðri tækni hafi rutt hinni gömlu úr vegi hefur þróunin átt sér stað með þeim hætti að sífellt fleiri hafa tileinkað sér þá tækni sem er til staðar og þannig hefur notagildi tækninnar vaxið. Í upplýsingatæknigeiranum er stundum talað um að tækni þurfi að ná ákveðinni útbreiðslu til þess að unnt sé að nýta möguleika hennar til fulls. Með mikilli útbreiðslu háhraðatenginga á Ísland og víðar kann sá tími að nálgast að vonirnar sem bundnar voru í svokölluðum netbólufyrirtækjum fari loks að rætast. Næsta stökk yfirvofandi Það eru því margir sem veðja á að næsta stökk sé yfirvofandi. Meðal þeirra eru frumkvöðlarnir í Industria sem í næstu viku halda stóra ráðstefnu upplýsingatæknisérfræðinga á Íslandi. Ráðstefnan heitir Digital Reykjavík og er haldin á Nordica hótelinu og þar verða yfir þrjátíu fyrirlesarar sem fjalla munu um helstu viðfangsefnin í fjarskiptageiranum. Industria er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í hönnun, uppbyggingu og rekstri fjarskiptafyrirtækja. Þar á bæ telja menn að símaþjónusta, afþreying og netþjónusta renni saman í eitt og hefur félagið nú þegar tekið að sér uppbyggingu og rekstur slíkrar þjónustu á Írlandi. Alþjóðleg ráðstefna á Íslandi Lárus Páll Ólafsson er einn af forsvarsmönnum Industria. Hann segir að á ráðstefnunni í næstu viku verði leiddir saman margir af helstu leiðtogum og hugmyndasmiðum í næstu byltingu í fjarskiptum. "Við fáum fjölda leiðandi aðila til að ræða það sem þeir eru að gera á sínu sviði," segir Lárus. Hann segir að um þessar mundir séu að opnast tækifæri til að nýta aukna gagnaflutningsgetu til þess að gera verulegar breytingar á því hvernig fólk nýtir sér fjarskipti. "Það eru símafyrirtæki og orkuveitur sem eru að standa fyrir þessum breytingum. Það er að eiga sér stað gífurleg tæknibylting og hún er að gerast hratt. Tæknin er til staðar í dag til að gera hluti sem menn ætluðu að gera með þriðju kynslóð farsíma árið 1999. Nú er staðan hins vegar orðin þannig að öll kerfi virka vel og þá snýst þetta um að skila áhugaverðu efni til notenda og auka samskipti," segir Lárus. Sjónvarp, sími og net í einum pakka Nú þegar hefur verið þróuð tækni sem gerir heimilum kleift að panta margs konar afþreyingu í gegnum gagnvirkt sjónvarp. Tilraunaverkefni á vegum Orkuveitu Reykjavíkur gerir notendum kleift að panta bíómyndir úr safni með því að nota fjarstýringu á sjónvarpinu. Þetta er aðeins einn angi af þeirri breytingu sem Lárus Páll sér fyrir sér á næstu árum hér á landi og er þegar orðin að veruleika sums staðar í nágrannalöndunum til dæmis á norður Ítalíu þar sem fjögur hundruð þúsund heimili eru tengd á einu neti fyrir stafrænt sjónvarp, síma og Internet. "Þjónustan sem er veitt er kölluð "Triple play." Það er sími, sjónvarp og háhraða Internet. Mörkin á milli þessara hluta eru alltaf að minnka," segir Lárus Páll. Þetta skýrir að hans mati ástæðu þess að símafyrirtæki og orkuveitur hafa víða um heim tekið frumkvæði í þróun fjarskiptalausna sem ekki byggjast eingöngu á samskiptum á milli einstaklinga heldur einnig miðlun á ýmis konar upplýsingum og afþreyingu í gegnum tölvur, síma og sjónvörp. "Þegar við tölum um sjónvarp þá erum við ekki bara að tala um sjónvarpsútsendingu til þín heldur stafrænt og gagnvirkt sjónvarp. Þá er hægt að panta efni með fjarstýringunni og fá það sent samstundis með DVD gæðum. Með sama hætti er hægt að panta fréttatíma vikunnar til dæmis ef menn koma seint heim á daginn geta þeir fengið fréttatímann þegar þeir koma heim. Notandinn verður í raun eigin dagskrárstjóri," segir Lárus Páll. Unnið úr laga- og tækniflækjum Gagnaflutningsgeta á heimilum hefur aukist stórlega á undanförnum árum og lítið hægir á þeirri þróun. Það sem helst hefur staðið áframhaldandi framþróun fyrir þrifum eru hins vegar flókin lagaleg úrlausnarefni sem meðal annars snúast um höfundarrétt. Á ráðstefnunni verður því bæði fjallað um lagalegar og tæknilega hindranir sem yfirstíga þarf til þess að næsta skrefið í upplýsingabyltingunni verði að veruleika. Viðskipti Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Sjá meira
Fyrir tíu árum hefði flestum þótt hæpinn sá spádómur að árið 2004 yrði farsímaeign orðin svo algeng að það þætti til sérstakra tíðinda ef féttist af manni sem ekki gengi með einn slíkan á sér. Flestir hefðu sett spurningarmerki við þann spádóm að fólk gæti náð sambandi við næstum því hvern sem er í gegnum tölvu eða síma sama hvar þeir væru í heiminum. En þróunin var hröð á síðari hluta tíunda áratugarins. Árið 1999 hefði enginn kippt sér upp við það þótt spáð yrði að hvert einasta heimili yrði nettengt árið 2004 og raunar er óhætt að fullyrða að hraði þróunarinnar hafi verið töluvert hægari á síðustu fimm árum en flestir gerðu ráð fyrir. Engum hefði brugðið við það að því yrði spáð að fólk yrði hætt að nota vídeóleigur árið 2004, eða að fólk keypti alla matvöru í gegnum netið. Þetta hefur ekki orðið raunin - að minnsta kosti ekki enn. Fólk notar netið að mestu leyti með sama hætti í dag og það gerði fyrir fimm árum og enn horfir fólk á sjónvarp í gegnum sjónvarpstæki, sækir myndbönd á vídeóleigur, talar í síma við fólk án þess að sjá samtímis myndir af því, og enn fer fólk út í búð að versla. Upplýsingatæknin hefur að sönnu breytt ýmsu í daglegu lífi fólks en þó ekki eins miklu og spár gerðu ráð fyrir. Hægt á upplýsingabyltingunni Uppýsingabyltingin hefur því hægt á sér á síðustu árum - í staðinn fyrir að sífellt háþróaðri tækni hafi rutt hinni gömlu úr vegi hefur þróunin átt sér stað með þeim hætti að sífellt fleiri hafa tileinkað sér þá tækni sem er til staðar og þannig hefur notagildi tækninnar vaxið. Í upplýsingatæknigeiranum er stundum talað um að tækni þurfi að ná ákveðinni útbreiðslu til þess að unnt sé að nýta möguleika hennar til fulls. Með mikilli útbreiðslu háhraðatenginga á Ísland og víðar kann sá tími að nálgast að vonirnar sem bundnar voru í svokölluðum netbólufyrirtækjum fari loks að rætast. Næsta stökk yfirvofandi Það eru því margir sem veðja á að næsta stökk sé yfirvofandi. Meðal þeirra eru frumkvöðlarnir í Industria sem í næstu viku halda stóra ráðstefnu upplýsingatæknisérfræðinga á Íslandi. Ráðstefnan heitir Digital Reykjavík og er haldin á Nordica hótelinu og þar verða yfir þrjátíu fyrirlesarar sem fjalla munu um helstu viðfangsefnin í fjarskiptageiranum. Industria er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í hönnun, uppbyggingu og rekstri fjarskiptafyrirtækja. Þar á bæ telja menn að símaþjónusta, afþreying og netþjónusta renni saman í eitt og hefur félagið nú þegar tekið að sér uppbyggingu og rekstur slíkrar þjónustu á Írlandi. Alþjóðleg ráðstefna á Íslandi Lárus Páll Ólafsson er einn af forsvarsmönnum Industria. Hann segir að á ráðstefnunni í næstu viku verði leiddir saman margir af helstu leiðtogum og hugmyndasmiðum í næstu byltingu í fjarskiptum. "Við fáum fjölda leiðandi aðila til að ræða það sem þeir eru að gera á sínu sviði," segir Lárus. Hann segir að um þessar mundir séu að opnast tækifæri til að nýta aukna gagnaflutningsgetu til þess að gera verulegar breytingar á því hvernig fólk nýtir sér fjarskipti. "Það eru símafyrirtæki og orkuveitur sem eru að standa fyrir þessum breytingum. Það er að eiga sér stað gífurleg tæknibylting og hún er að gerast hratt. Tæknin er til staðar í dag til að gera hluti sem menn ætluðu að gera með þriðju kynslóð farsíma árið 1999. Nú er staðan hins vegar orðin þannig að öll kerfi virka vel og þá snýst þetta um að skila áhugaverðu efni til notenda og auka samskipti," segir Lárus. Sjónvarp, sími og net í einum pakka Nú þegar hefur verið þróuð tækni sem gerir heimilum kleift að panta margs konar afþreyingu í gegnum gagnvirkt sjónvarp. Tilraunaverkefni á vegum Orkuveitu Reykjavíkur gerir notendum kleift að panta bíómyndir úr safni með því að nota fjarstýringu á sjónvarpinu. Þetta er aðeins einn angi af þeirri breytingu sem Lárus Páll sér fyrir sér á næstu árum hér á landi og er þegar orðin að veruleika sums staðar í nágrannalöndunum til dæmis á norður Ítalíu þar sem fjögur hundruð þúsund heimili eru tengd á einu neti fyrir stafrænt sjónvarp, síma og Internet. "Þjónustan sem er veitt er kölluð "Triple play." Það er sími, sjónvarp og háhraða Internet. Mörkin á milli þessara hluta eru alltaf að minnka," segir Lárus Páll. Þetta skýrir að hans mati ástæðu þess að símafyrirtæki og orkuveitur hafa víða um heim tekið frumkvæði í þróun fjarskiptalausna sem ekki byggjast eingöngu á samskiptum á milli einstaklinga heldur einnig miðlun á ýmis konar upplýsingum og afþreyingu í gegnum tölvur, síma og sjónvörp. "Þegar við tölum um sjónvarp þá erum við ekki bara að tala um sjónvarpsútsendingu til þín heldur stafrænt og gagnvirkt sjónvarp. Þá er hægt að panta efni með fjarstýringunni og fá það sent samstundis með DVD gæðum. Með sama hætti er hægt að panta fréttatíma vikunnar til dæmis ef menn koma seint heim á daginn geta þeir fengið fréttatímann þegar þeir koma heim. Notandinn verður í raun eigin dagskrárstjóri," segir Lárus Páll. Unnið úr laga- og tækniflækjum Gagnaflutningsgeta á heimilum hefur aukist stórlega á undanförnum árum og lítið hægir á þeirri þróun. Það sem helst hefur staðið áframhaldandi framþróun fyrir þrifum eru hins vegar flókin lagaleg úrlausnarefni sem meðal annars snúast um höfundarrétt. Á ráðstefnunni verður því bæði fjallað um lagalegar og tæknilega hindranir sem yfirstíga þarf til þess að næsta skrefið í upplýsingabyltingunni verði að veruleika.
Viðskipti Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Sjá meira