Innlent

Borgin tekur á andaveiðum

"Við höfum ekki orðið vör við stórfelldan andaþjófnað en það virðist tíðkast í einhverjum mæli," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar. Nokkrum öndum var stolið af hópi manna með net við litla tjörn í Laugardal í fyrradag, en margir lesendur hafa hringt í Fréttablaðið vegna fréttar þess um málið og sagst hafa orðið varir við slíkt atferli. "Veiðar eru ekki leyfðar í lendum borgarinnar og það ætti öllum að vera ljóst," segir Katrín. "Við hljótum að skoða þessi mál nánar, en ég veit ekki hvaða tök við höfum á að bregðast við þessu." Hún segir að af og til fái borgaryfirvöld kvartanir um andaþjófnað en ekki mikið og segir að kannski viti fólk ekki hvert það eigi að leita. Þetta sé hins vegar eitthvað sem borgaryfirvöld vilji fá að vita til að geta brugðist við



Fleiri fréttir

Sjá meira


×