Innlent

Allt að 92% kostnaðar í fræðslumál

Dæmi eru um að 92% af heildartekjum aðalsjóðs sveitarfélaga renni til fræðslumála. Þetta kemur fram í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Kristjáns L. Möllers, þingmanns Samfylkingarinnar. Kristján óskaði eftir sundurliðuðum upplýsingum um hversu hátt hlutfall af tekjum aðalsjóðs sveitarfélaga hafi runnið til fræðslumála árin 2002 og 2003. Undir fræðuslumál heyra útgjöld leikskólaog dagvistunnar, grunnskóla, framhaldsskóla og annarara fræðslustarfsemi svo sem tónlistarskóla. Flest sveitarfélögin láta á bilinu 50-60% af heildartekjum aðalsjóðs renna til fræðslumálanna. Sum fara þó yfir sjötíu prósent eins og sveitarfélagið álftanes þar sem hlutfallið er 73% prósent og eyjafjarðarsveit þar sem hlutfallið var í fyrra 72,5%. Tvö sveitarfélög fara þó enn lengra eða yfir nítíu prósent af heildartekjum. Saurbæjarhreppur gerði þetta á síðasta ári með 92,3% heildartekna aðalsjóðs í fræðslumál og eins bæjarhreppur sem var með 90,6%.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×