Viðskipti

Hagnaður Össurar eykst um ríflega fjórðung

Hagnaður Össurar jókst um 26% á þriðja fjórðungi miðað við sama tímabil árið á undan. Hagnaðurinn nam 16 milljónum Bandaríkjadala eða 13% af sölu, samanborið við 13 milljónir Bandaríkjadala og 12% af sölu á þriðja ársfjórðungi 2013.

Viðskipti innlent

Hafa lokað tæplega 40 útibúum

Viðskiptabankarnir þrír hafa lokað tæplega 40 útibúum á undanförnum árum. Einu útibúi á Suðurnesjum var lokað þar í síðustu viku og í gær tilkynnti Arionbanki um þá ákvörðun að loka afgreiðslu bankans á Hólmavík. Bankastjóri Arionbanka segir að þjónustan sé að mörgu leyti að færast yfir á netið.

Viðskipti innlent

Hagnaður Marel jókst um 63 prósent

Hagnaður Marel á þriðja ársfjórðungi nam 9,8 milljónum evra (um 1,5 milljarðar króna), en var 6 milljónir evra (918) milljónir á sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn hefur því aukist um 63% á milli ára.

Viðskipti innlent

Vaxtaokrið er myllusteinn um háls Íslands

Íslensk fyrirtæki geta ekki keppt á jafnréttisgrundvelli við erlend fyrirtæki. Á það jafnt við um samkeppni á erlendum mörkuðum og samkeppni á innanlandsmarkaði. Löggjafinn hefur reynt að styrkja samkeppnisstöðu innlendra matvælaframleiðenda gagnvart innflutningi með hvers kyns viðskiptahömlum og tollavernd. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að undanskilja einstaka þætti innlendrar matvælaframleiðslu almennum samkeppnisreglum.

Viðskipti innlent