Viðskipti innlent

Eignast meiri­hluta í Streifene­der

Embla Medical, móðurfélag Össurar, eignaðist í dag 51 prósenta hlut í þýska stoðtækjafyrirtækinu Streifeneder ortho.production GmbH (“Streifeneder”) eftir að kaupin voru samþykkt af eftirlitsaðilum í Þýskalandi.

Viðskipti innlent

Rekstur Árborgar já­kvæður og bæjar­stjóri fagnar

Rekstur Árborgar var jákvæðir um 352 milljónir samkvæmt nýju sex mánaða árshlutauppgjöri. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að samkvæmt uppgjörinu hafi áfram tekist að bæta rekstrarstöðu sveitarfélagsins og það skili sér í betri fjárhagslegri stöðu og auknum stöðugleika.

Viðskipti innlent

Arnar og Ei­ríkur til Fossa

Arnar Friðriksson og Eiríkur Jóhannsson hafa verið ráðnir til Fossa fjárfestingarbanka. Þar segir að Arnar hafi verið ráðinn í teymi fjárstýringar en Eiríkur í teymi markaðsviðskipta.

Viðskipti innlent

Her­mann tekur við söluarmi Sam­herja

Hermann Stefánsson tók við sem framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood ehf. í júní þegar Gústaf Baldvinsson lét af störfum eftir að hafa st‎ýrt félaginu frá stofnun, árið 2007. Ice Fresh Seafood er sölu- og markaðsfyrirtæki Samherja.

Viðskipti innlent

Hætt hjá Ís­lenskri erfða­greiningu eftir sjö ára starf

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er hætt sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar eftir sjö ára starf. Skammt er frá því að Kári Stefánsson lét af störfum sem forstjóri fyrirtækisins sem hann stofnaði. Þóra Kristín segist fegin að snúa sér að öðru eftir breytingar sem hafi átt sér stað á vinnustaðnum.

Viðskipti innlent

Pósturinn hættir að senda til Banda­ríkjanna: Geti ekki sett fimm­tán prósenta toll á allt

Forstjóri Póstsins segir breytingar á tollgjöldum Bandaríkjamanna hafa „snúið öllu á hvolf“ en frá og með mánudeginum verður tímabundið ekki hægt að senda vörusendingar vestur um haf. Lausnin felst í tækni sem þurfi sérstaklega að búa til vegna málsins. Hún segir enga aðra lausn fyrir íslensk fyrirtæki nema að hækka vöruverð sitt í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent

Samherjahjónin fyrr­verandi langtekjuhæst

Hjónin fyrrverandi Þorsteinn Már Baldvinsson og Helga S. Guðmundsdóttir, fyrrverandi eigendur Samherja, voru langtekjuhæst Íslendinga í fyrra. Þorsteinn hafði heildartekjur upp á 4,7 milljarða króna og Helga upp á 4,56 milljarða.

Viðskipti innlent