Viðskipti innlent

Novator að yfirgefa símamarkaðinn

Erlendir fjölmiðlar herma að Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hafi selt 10,8 prósenta hlut sinn, um helmingseign sína, í gríska símafélaginu Forthnet til þarlendra stofnanafjárfesta og annarra aðila. Novator er sagt vera að hverfa af símamarkaði í A-Evrópu.

Viðskipti innlent

Íslenskir fjárfestar atkvæðamiklir í Svíþjóð

Íslenskir fjárfestar hafa verið atkvæðamiklir á sænskum hlutabréfamarkaði á árinu og fjárfest grimmt í sænskum stórfyrirtækjum. Í Dagens Industri kemur fram að Landsbankinn hefur tekið hlutabréfastöður í Nordea, Electrolux, tóbaksframleiðandanum Swedish Match og leikjafyrirtækinu Net Entertainmet.

Viðskipti innlent

Meðalupphæð kaupsamninga hæst á Árborgarsvæðinu

291 kaupsamningi var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu, á Árborgarsvæðinu og á Akureyri í vikunni. Meðalupphæð samninganna var hæst á Árborgarsvæðinu, 32,4 milljónir króna, næsthæst á höfuðborgarsvæðinu, 30,2 milljónir króna, en lægst á Akureyri þar sem meðalupphæðin var 19,9 milljónir króna á Akureyri, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins.

Viðskipti innlent

Svefnlyf frá Actavis á markað í Bandaríkjunum

Actavis hefur fengið samþykki bandarísku Matvæla og lyfjastofnunarinnar (FDA) fyrir skráningu á svefnlyfinu Zolpidem Tartrate á markað í Bandaríkjunum. Lyfið verður markaðssett í samvinnu við Carlsbad Technology, Inc., og hefst dreifing lyfsins nú þegar.

Viðskipti innlent

Hagnaður FL Group jókst um 158 prósent

Fjárfestingafélagið FL Group skilaði 15,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 158 prósenta aukning á milli fjórðunga. Hannes Smárason, forstjóri félagsins, segist afar ánægður með niðurstöðuna og er þess fullviss að núverandi aðferðafræði félagsins gefi möguleika á að nýta þau tækifæri sem kunni að koma upp í framtíðinni.

Viðskipti innlent

FL Group kaupir í Commerzbank

FL Group hefur eignast 2,99 prósenta hlut í Commerzbank, öðrum stærsta banka Þýskalands. Markaðsvirði hlutarins nemur 63,5 milljörðum króna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir markaðsvirði bankans ekki endurspegla þann bata sem hafi orðið á starfseminni í Þýskalandi og í öðrum löndum þar sem bankinn hefur starfsemi.

Viðskipti innlent

Vísitala framleiðsluverðs óbreytt milli mánaða

Vísitala framleiðsluverðs í mars hélst óbreytt frá því í mánuðinum á undan en þá lækkaði hún um 3,1 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir lækkar um 0,3 prósent og vísitala fyrir stóriðju hækkar á móti um 0,4, svo eitthvað sé nefnt.

Viðskipti innlent

Kjaraskertir forstjórar

Í nýjasta tölublaði Vísbendingar er góðlátlegt grín gert að flýtisvillu mbl.is fyrir helgi þar sem svissneskir forstjórar voru sagðir hæst launaðir í Evrópu. Það er satt og rétt þótt í fréttinni væri haft eftir ráðgjafarfyrirtæki að þeir væru með rétt rúma milljón á mánuði, samkvæmt sömu frétt voru franskir forstjórar með 325 þúsund kall á mánuði.

Viðskipti innlent

Samkeppni um athygli

Aflýst var óvænt í gær töluvert auglýstum fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga undir yfirskriftinni „Samkeppnishæft viðskiptaumhverfi eftir kosningar?“ Stórkanónur stjórnmálanna áttu að sitja fyrir svörum á hádegisverðarfundi undir fundarstjórn Ólafs Ísleifssonar, lektors við viðskiptadeild Háskólans i Reykjavík.

Viðskipti innlent

Lundúnir kalla

Starfsmenn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis halda upp á árshátíð fyrirtækisins í Lundúnum um helgina og glæstan árangur á síðasta ári þegar hagnaðurinn nam níu milljörðum króna. Yfir 200 manns vinna hjá SPRON.

Viðskipti innlent

Minni hagnaður hjá Mosaic Fashions

Tískuverslanakeðjan Mosaic Fashions skilaði hagnaði upp á 10,7 milljón pund, jafnvirði 1.377 milljóna íslenskra króna, á fjórða rekstrarfjórðungi sem lauk í enda mars. Þetta er nokkur samdráttur á milli ára en keðjan, sem rekur nokkrar tískuvöruverslanir undir fyrirtækjahatti sínum víða um heim, skilaði 12,6 milljóna punda hagnaði í fyrra eða 1.621 milljónum króna.

Viðskipti innlent

Stærsta sambankalán í sögu Icebank

Icebank undirritaði í dag 217 milljóna evra sambankalán til þriggja ára hjá 34 evrópskum bönkum. Lánið samsvarar 19 milljörðum íslenskra króna. Fénu verður varið til endurfjármögnunar eldri lána og fjármögnunar áframhaldandi vaxtar bankans. Lánið var undirritað í Berchtesgaden í Þýskalandi.

Viðskipti innlent

Hagnaður Bakkavarar 1,2 milljarðar króna

Bakkavör Group skilaði 1,2 milljarða króna hagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Afkoman á fjórðungnum er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna. Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir fjórðunginn lofa góðu enda sé búist við miklum vexti á markaði með ferskar matvörur í Evrópu og Kína á næstu fjórum árum.

Viðskipti innlent

Exista selur hlut sinn í IGI Group

Exista hefur selt hlut sinn í breska tryggingafélaginu IGI Group Ltd, 54,4 prósent hlutafjár, til alþjóðlega tryggingafélagsins AmTrust Insurance. Salan mun hafa óveruleg áhrif á rekstur og efnahag samstæðunnar en samkvæmt samningi er söluverðið trúnaðarmál, að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Viðskipti innlent

Systirin selur bræðrum sínum

Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir hafa keypt ríflega fjórðungshlut Ingunnar, systur þeirra, í alþjóðlega fjárfestingarfélaginu Milestone og eiga þar með félagið að öllu leyti. „Við höfum verið í farsælu samstarfi í nokkur ár. Það lá fyrir tilboð frá henni til okkar bræðra sem við tókum. Tímapunkturinn var því ágætur fyrir alla,“ segir Karl.

Viðskipti innlent

Afkoma Árborgar langt umfram áætlanir

Sveitarfélagið Árborg skilaði 83,6 milljóna króna rekstrarafgangi á síðasta ári. Þetta er talsvert yfir áætlun sem gerð var í október í fyrra en þá var gert ráð fyrir tapi upp á 137 milljónir króna. Hagnaðurinn er því 199,7 milljónum yfir áætlunum.

Viðskipti innlent

Hagnaður Exista 57,2 milljarðar króna

Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista skilaði 57,2 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er nokkuð yfir væntingum greiningardeilda viðskiptabankanna sem spáðu því að hagnaður félagsins myndi nema á bilinu 52 til 54,5 milljörðum króna á tímabilinu. Þetta er langmesti hagnaður íslensks félags á einum fjórðungi.

Viðskipti innlent

Starfsmenn Milestone verða um 900

Gangi áform Milestone eftir um yfirtöku á sænska fjármálafyrirtækinu Invik & Co. verða starfsmenn innan samstæðunnar um 900 talsins. Ríflega helmingur eigna Milestone verður erlendis og vægi tryggingastarfsemi og sérhæfðrar fjármálaþjónustu mun aukast til muna. Heildareignir Milestone verða um 341 milljarður króna.

Viðskipti innlent

Milestone gerir 70 milljarða yfirtökutilboð í Invik í Svíþjóð

Fjárfestingafélagið Milestone hefur lagt fram 70 milljarða króna yfirtökutilboð í sænska fjármálafyrirtækið Invik og Co. eftir kaup á 26 prósenta hlut í dag sem tryggir Milestone 63 prósent atkvæða í Invik. Stjórn Invik mælir með að hluthafar taki tilboðinu, en þetta er ein stærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar. Kaupin eru háð blessun fjármálayfirvalda í þremur löndum.

Viðskipti innlent

Sjálfkjörið í stjórn Glitnis

Framboðsfrestur til setu í stjórn Glitnis banka hf. rann út í dag. Nokkrar breytingar verða á stjórninni, sem er sjálfkjörin, en einungis tveir af fyrrum stjórnarmönnum bankans gáfu kost á sér að nýju eftir sviptingar í hluthafahópi bankans um páskana. Ný stjórn tekur við á hluthafafundi bankans á mánudag í næstu viku.

Viðskipti innlent

Þjóðarbúskapurinn aldrei næmari en nú

Íslenskur þjóðarbúskapur hefur aldrei jafn næmur fyrir breytingum á alþjóðlegum mörkuðum og nú. Þetta sést á tengslum á milli gengis íslensku krónunnar, annarra hávaxtagjaldmiðla og erlendrar vaxtaþróunar. Tengslin má rekja til mikils viðskiptahalla,sem erlendir fjárfestar og lánardrottnar fjármagna að nokkru leyti. Þetta kemur fram í riti Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleikann á þessu ári, sem kom út fyrir stundu.

Viðskipti innlent

Skipulagsbreytingar hjá FL Group

FL Group hefur ákveðið að gera breytingar á skipulagi félagsins. Þannig verður starfssvið eigin viðskipta félagsins útvíkkað, heiti þess breytt og mun það eftirleiðis hafa umsjón með skammtíma fjárfestingum á verðbréfamörkuðum um heim allan og stöðutöku félagsins í gjaldeyri. Á sama tíma hafa mannabreytingar orðið í stjórnendastöðu starfssviðsins.

Viðskipti innlent