Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum hrynur um 21 prósent

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum féll um rétt tæpt 21 prósent við opnun Kauphallarinnar í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Straumi, sem féll um 5,92 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa Össurar um 0,65 prósent og Marel Food Systems um 0,59 prósent.

Viðskipti innlent

Fyrstu tekjur Atlantic Petroleum skila sér í hús

Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum tapaði 89,7 milljónum danskra króna í fyrra, sem er 13,7 milljónum meira en í hitteðfyrra. Þetta jafngildir rúmum 1,7 milljarði íslenskra króna. Þetta er engu að síður fyrsta árið sem tekjur af olíuframleiðslu skila sér í kassa fyrirtækisins.

Viðskipti innlent

Veljum leiðinlegan bankastjóra

Seðlabankastjóri á að vera grár og gugginn, helst leiðinlegur og með áhuga á hagfræði. Á þessum nótum lýsti Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fyrirmyndarbankastjóra Seðlabankans, á fundi Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki í Háskólanum í gær.

Viðskipti innlent

Svein Harald Öygard ráðinn seðlabankastjóri

Forsætisráðherra hefur í dag í samræmi við ákvæði II til bráðabirgða með lögum um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands sett Svein Harald Öygard, tímabundið í embætti seðlabankastjóra og Arnór Sighvatsson tímabundið í embætti aðstoðarseðlabankastjóra. Þeir hafa þegar hafið störf.

Viðskipti innlent

Fleiri bogna en Baugur...

Willams-liðið í Formúlu eitt kappakstrinum finnur, eins og væntanlega fleiri keppnislið, rækilega fyrir fjármálakreppunni sem ríður yfir heiminn. Um daginn missti liðið samninginn við leikfangaverslunina Hamley‘s eitt dótturfélaga Baugs í Bretlandi og nú í gær var tilkynnt að ekki ómerkara fyrirtæki en Royal Bank of Scotland (RBS) myndi ekki endurnýja auglýsingasamning sinn við Williams.

Viðskipti innlent

Dohop nær samningum við Emirates

Íslenska tæknifyrirtækið Dohop hefur gert samning við Emirates-flugfélagið um rekstur á flugupplýsingakerfi fyrir vefsíðu Emirates. Kerfið gerir viðskiptavinum Emirates kleift að finna framhaldsflug á einfaldan og þægilegan hátt en Emirates hefur á sama tíma gengið til samstarfs við leiðandi lággjaldaflugfélög á helstu markaðssvæðum Emirates um tengiflug.

Viðskipti innlent

Kaupþing yfirtekur Mosaic Fashion

Kaupþing mun að öllum líkindum yfirtaka Mosaic Fashion á næstu dögum. Félagið, sem er í 49 prósenta eigu Baugs, hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum undanfarið og nam tap á síðasta ári 8,6 milljörðum króna. Félagið hefur verið í viðræðum við skilanefnd Kaupþings um

Viðskipti innlent

Fimmtán milljarða afskrift vegna Kaupþingsforstjóra

Kaupþing gæti þurft að afskrifa tæpa 15 milljarða vegna hlutabréfakaupa Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns bankans, og Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra. Sigurður tók sjálfur ákvörðun um að aflétta persónulegri ábyrgð sinni á láninu.

Viðskipti innlent

Mesti samdráttur kaupmáttar síðan 1989

Kaupmáttur dróst saman um 9,4% á árinu 2008. Hefur hann ekki áður dregist jafn mikið saman frá því að Hagstofan fór að birta vísitölu launa árið 1989. Þetta kemur fram í Hagvísum Seðlabankans sem gefnir voru út í dag.

Viðskipti innlent

Cosser hætti við

Ástralski fjárfestirinn Steve Cosser sem komst nýlega í fréttir þegar hann gerði kauptilboð í Árvakur, Útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur afboðað komu sína í Markaðinn á Stöð 2 í kvöld.

Viðskipti innlent

Hermann aftur forstjóri Tals

Fjármálaráðuneytið úrskurðaði í gær að fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra bæri að afmá tilkynningu um breytingu á framkvæmdastjórn og prókúruhafa IP-fjarskipta ehf. (Tals) frá 12. janúar.

Viðskipti innlent

Vísitala framleiðsluverðs lækkar um 7,3%

Vísitala framleiðsluverðs í janúar 2009 var 169,7 stig og lækkaði um 7,3% frá desember 2008. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 220,0 stig, sem er lækkun um 5,4% frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 172,2 stig, lækkaði um 17,0%.

Viðskipti innlent

Markaðir á Wall Street lækkuðu

Hlutabréfavísitölu á Wall Street féllu í dag og er ástæðan rakin til slæmra tíðinda af fasteignamarkaðnum. Dow Jones lækkaði um 1,09%, Standard & Poor´s lækkaði um 1,07% og Nasdaq lækkaði um 1,14%.

Viðskipti innlent