Kristján lætur af störfum hjá Samherja Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja hf. mun láta af störfum um næstu mánaðamót. Viðskipti innlent 21.11.2025 10:56
Steinar Waage opnar á Akureyri Skóverslunin Steinar Waage opnaði nýja verslun á Glerártorgi á Akureyri í dag. Á sama tíma munu Ellingsen og AIR flytja verslanir sínar frá Hvannavöllum yfir í sama húsnæði á Glerártorgi. Viðskipti innlent 21.11.2025 10:30
Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Gunnar Kristinn Sigurðsson hefur tekið við stöðu markaðsstjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco. Viðskipti innlent 21.11.2025 10:23
Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Lánskjör heimilanna hafa versnað verulega vegna vaxtamálsins svokallaða að sögn Seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd hafi því ákveðið að lækka stýrivexti þrátt fyrir þráláta verðbólgu. Áhrif áfalla sem dunið hafa á hagkerfinu undanfarið eigi hins vegar eftir að koma í ljós. Hagvaxtarspá fyrir næsta ár hafi versnað verulega og sé svipuð og í Covid. Viðskipti innlent 19.11.2025 20:02
Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki lækkar vexti inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi þann 24. nóvember, næsta mánudag. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að vaxtatafla Ergo muni taka gildi 21. nóvember, á föstudag. Viðskipti innlent 19.11.2025 19:41
Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur ákvörðun peningastefnunefndar að lækka stýrivexti skref í rétta átt nú þegar skýr merki eru um kólnun í hagkerfinu. Í tilkynningu segir að peningalegt aðhald þrengi nú þegar verulega að skuldsettum heimilum og geti ýtt undir hraðari kólnun hagkerfisins og stuðlað að auknu atvinnuleysi. Miðstjórn minnir í tilkynningu á skuldbindingar atvinnulífs að halda aftur af verðhækkunum og loforð stjórnvalda um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum Viðskipti innlent 19.11.2025 17:26
Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Fyrrverandi framkvæmdastjóri Megna, sem áður hét Glerborg og framleiddi gler og spegla, hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Fjármálastjóri fyrirtækisins var sýknaður en þeir tveir bentu hvor á annan fyrir dómi spurðir um ábyrgð. Viðskipti innlent 19.11.2025 16:46
Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Hagfræðingar Íslandsbanka telja nokkuð harðan tón í framsýnni leiðsögn peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands bera minni vigt en ella og spá því að nefndin lækki stýrivexti um fimmtíu punkta á hverjum ársfjórðungi næsta árs. Viðskipti innlent 19.11.2025 15:55
Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Lagaviti hefur gert samstarfssamning við Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseta Hæstaréttar. Samstarfið felur meðal annars í sér að Markús mun veita endurgjöf á gæði röksemda og úrlausna hjá Lagavita á sviði réttarfars og nauðungarsölu. Markús vinnur þessi misserin að riti á síðarnefnda sviðinu. Viðskipti innlent 19.11.2025 13:19
Indó ríður á vaðið Í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands í dag hefur Indó sparisjóður ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum sínum. Viðskipti innlent 19.11.2025 12:37
Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu eru sammála um að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða hafi verið meginástæða stýrivaxtalækkunar peningastefnunefndar. Áhrif áfalla sem dunið hafa á raunhagkerfinu eigi eftir að koma í ljós. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:59
„Aumingjalegt skref“ í rétta átt Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, hefði viljað sjá að lágmarki fimmtíu punkta lækkun hjá peningastefnunefnd Seðlabankans. Honum finnst 25 punkta lækkun ekki nóg. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:41
Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fagnar mjög að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi lækkað stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. Þrálát verðbólga hafi komið í veg fyrir meiri lækkun. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:32
Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að útfærsla verndaraðgerða vegna kísilmálms eigi að vera hagstæð Íslandi og Noregi. Þrír fjórðu hlutar útflutnings Íslands og Noregs verði áfram tollfrjálsir og mögulega meira ef verð á honum verður yfir ákveðnu viðmiði. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:25
Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Fulltrúar peningastefnunefndar Seðabankans munu gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar um að lækka stýrivexti um 25 punkta á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Viðskipti innlent 19.11.2025 09:00
Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 25 punkta og fara því þeir úr því að vera 7,5 prósent og í 7,25 prósent. Viðskipti innlent 19.11.2025 08:31
Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir ferðatöskur skildar eftir á áfangastað ef vélin er orðin of þung og það sé spá um mikinn og kröftugan mótvind. Það gerist ekki oft en líklegra sé að það gerist ef flugin eru löng. Viðskipti innlent 18.11.2025 23:15
Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Forsætisráðherra segir tíðindi dagsins í tollamálum vera mikil vonbrigði en að varnarsigur hafi þó unnist. Þrátt fyrir að efnahagslegt tjón af verndarráðstöfunum vegna kísiljárns verði lítið, ef nokkuð, hafi prinsipp EES-samningsins verið þverbrotin. Öll samtöl við ráðamenn Evrópusambandsríkja bendi til þess að aðgerðirnar séu ekki forsmekkur að því sem koma skal. Viðskipti innlent 18.11.2025 17:23
„ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit með því að staðfesta ákvörðun um verndartolla á kísilmálm þar sem Ísland og Noregur fá enga undanþágu,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við upphaf þingfundar dagsins. Viðskipti innlent 18.11.2025 14:23
Frá Sýn til Fastus Elín Edda Angantýsdóttir hefur tekið við stöðu fjármálastjóra sölu- og þjónustufyrirtækisins Fastus. Hún starfaði áður hjá Sýn. Viðskipti innlent 18.11.2025 13:51
Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Þrír nýir forstöðumenn hafa gengið til liðs við Íslandsbanka. Sverrir Már Jónsson tekur við sem forstöðumaður eigin viðskipta, Bjarney Anna Bjarnadóttir sem forstöðumaður samskipta og greiningar og Guðmundur Böðvar Guðjónsson hefur störf sem forstöðumaður markaðsmála. Viðskipti innlent 18.11.2025 13:45
Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Landsmenn eyða sífellt meira og verðbólga er enn of mikil. Afar litlar líkur eru því á vaxtalækkun á morgun þrátt fyrir röð áfalla í efnahagslífinu, segir hagfræðingur. Viðskipti innlent 18.11.2025 12:49
„Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Utanríkisráðherra segir það mikil vonbrigði að aðildarríki Evrópusambandsins hafi samþykkt tillögu um verndartolla á innflutt kísiljárn á fundi í morgun. Hún hafi frestað undirritun varnarmálayfirlýsingar Íslands og ESB vegna málsins. Viðskipti innlent 18.11.2025 12:17
„Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Forstjóri Elkem á Íslandi lýsir því sem varnarsigri að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætli að eiga í samráði við íslensk og norsk stjórnvöld um áhrif verndartolla á kísilmálm. Áhrif aðgerðanna á fyrirtækið ráðist af viðbrögðum markaða. Viðskipti innlent 18.11.2025 12:13