Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Ísfélagið í Vestmannaeyjum tapaði milljarði króna á fyrri helmingi ársins, helst vegna veikingar Bandaríkjadals, uppgjörsmynt félagsins. Forstjórinn segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af viðhorfi valdhafanna til sjávarútvegs. Greinilegt sé að þeir kæri sig kollótta um verri samkeppnisstöðu greinarinnar. Viðskipti innlent 29.8.2025 16:57
„Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir félagið hafa þurft að loka fiskvinnslu og segja upp fimmtíu starfsmönnum vegna hækkunar veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Líklegt sé að til svipaðra aðgerða verði gripið víða á landsbyggðinni á næstunni. Viðskipti innlent 29.8.2025 16:32
Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Forsvarsmenn Samtaka gagnavera og Samtaka iðnaðarins hafna alfarið ummælum forstöðumanns netöryggissveitar Íslands, CERT-IS, um að íslenskur gagnversiðnaður og íslensk gagnaver séu meira aðlaðandi en önnur fyrir peningaþvætti. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá samtökunum segir að allir félagsmenn Samtaka gagnvera, sem reki alhliða gagnaver, hafi sótt sér alþjóðlegar öryggisvottanir. Viðskipti innlent 29.8.2025 16:24
Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólga hjaðnaði þvert á spár viðskiptabanka. Hagfræðingur segir þetta ánægjuleg tíðindi en telur að stýrivextir verði samt sem áður ekki lækkaðir frekar á árinu. Viðskipti innlent 28.8.2025 11:31
Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Verðbólga hjaðnaði úr fjögur prósent í 3,8 prósent milli mánaða þvert á spár viðskiptabanka, sem höfðu spáð óbreyttri verðbólgu. Viðskipti innlent 28.8.2025 09:21
Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Erlendur eigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri segir að það verði líklega lagt niður og starfsmönnum sagt upp vegna efnahagslega þvingana sem það sætir vegna tengsla við Rússland. Hann gagnrýnir harðlega utanríkisráðuneytið og Arion banka. Viðskipti innlent 28.8.2025 07:49
Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Þeir Þorsteinn Bachmann, Gunnar Björn Guðmundsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Jonathan Devaney hafa verið ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskóla Íslands. Viðskipti innlent 28.8.2025 07:18
Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Landeldisfyrirtækið First Water hefur tekið í notkun fyrstu 25 metra áframeldistankana á athafnasvæði sínu í Þorlákshöfn og hefur fiskur verið settur í þrjá tanka. Viðskipti innlent 27.8.2025 14:20
Ráðin markaðsstjóri Prís Hildur Björk Scheving hefur verið ráðin markaðsstjóri lágvöruverðsverslunarinnar Prís. Viðskipti innlent 27.8.2025 12:56
Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Helga Elíasdóttir hefur tekið við starfi fjármálastjóra hjá Ísorku. Hún tekur við keflinu af Reyni Valbergssyni sem hverfur til annarra verkefna. Viðskipti innlent 27.8.2025 11:56
Stefna á gervigreindarver við Húsavík Norðurþing hefur undirritað viljayfirlýsingu við breskt-norskt félag um uppbyggingu gagnavers á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Viðskipti innlent 27.8.2025 10:48
Arnar og Eiríkur til Fossa Arnar Friðriksson og Eiríkur Jóhannsson hafa verið ráðnir til Fossa fjárfestingarbanka. Þar segir að Arnar hafi verið ráðinn í teymi fjárstýringar en Eiríkur í teymi markaðsviðskipta. Viðskipti innlent 27.8.2025 09:48
„Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sviðsstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ekki hefði verið ákært fyrir netverslun með áfengi nema lögregla væri fullviss um að salan væri ólögmæt. Engu máli skipti þótt áfengi sé í eigu erlends fyrirtæki ef það er ekki erlendis þegar það er selt. Viðskipti innlent 27.8.2025 06:45
Hermann tekur við söluarmi Samherja Hermann Stefánsson tók við sem framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood ehf. í júní þegar Gústaf Baldvinsson lét af störfum eftir að hafa stýrt félaginu frá stofnun, árið 2007. Ice Fresh Seafood er sölu- og markaðsfyrirtæki Samherja. Viðskipti innlent 26.8.2025 15:39
Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er hætt sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar eftir sjö ára starf. Skammt er frá því að Kári Stefánsson lét af störfum sem forstjóri fyrirtækisins sem hann stofnaði. Þóra Kristín segist fegin að snúa sér að öðru eftir breytingar sem hafi átt sér stað á vinnustaðnum. Viðskipti innlent 26.8.2025 14:48
Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Fasteignafélagið Heimar og Smáralind hafa skrifað undir samning við þrettán veitingaaðila um opnun veitingastaða á nýju veitingasvæði í austurenda Smáralindar sem opnar í haust. Viðskipti innlent 26.8.2025 14:19
Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf. Viðskipti innlent 26.8.2025 11:12
Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? 32 ára karl spyr: Geturðu talað um heimilisbókhald (for dummies)? Hvernig heldur maður utan um heimilisfjárhaginn án þess að gera það yfirþyrmandi? Viðskipti innlent 26.8.2025 07:05
Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins var samþykktur í dag. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi var 66 milljónir krónur. Viðskipti innlent 25.8.2025 21:57
Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Flugfélagið Fly Play hf. hefur lokið við útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára en umframeftirspurn var eftir bréfunum. Fjórar vélar verða starfræktar frá Íslandi í vetur, undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Viðskipti innlent 25.8.2025 17:31
Gunnar Ágúst til Dineout Gunnar Ágúst Thoroddsen hefur verið ráðinn forstöðumaður sölu og þjónustu hjá Dineout. Viðskipti innlent 25.8.2025 13:11
Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Vilhjálmur Forberg Ólafsson, forsvarsmaður áfengisnetverslunarinnar Smáríkisins, hefur verið ákærður fyrir að hafa selt eina þriggja lítra belju af chardonnay í lok maí í fyrra. Viðskipti innlent 25.8.2025 11:01
Þrjú ráðin til Landsbyggðar Landsbyggð hefur ráðið þau Andri Þór Arinbjörnsson, Friðjón Sigurðarson og Ragnheiður M. Ólafsdóttir til starfa hjá félaginu til að styðja við áframhaldandi uppbyggingu félagsins. Viðskipti innlent 25.8.2025 07:28
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Forstjóri Póstsins segir breytingar á tollgjöldum Bandaríkjamanna hafa „snúið öllu á hvolf“ en frá og með mánudeginum verður tímabundið ekki hægt að senda vörusendingar vestur um haf. Lausnin felst í tækni sem þurfi sérstaklega að búa til vegna málsins. Hún segir enga aðra lausn fyrir íslensk fyrirtæki nema að hækka vöruverð sitt í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 22.8.2025 17:03