Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Laganemar við Háskóla Íslands munu áfram bjóða leigjendum upp á ókeypis ráðgjöf eftir að samkomulag náðist um áframhaldandi starfsemi Leigjendalínunnar svokölluðu. Alls leituðu um sjötíu leigjendur aðstoðar hjá Leigjendalínunni á síðasta skólaári og hafa algengustu spurningarnar um riftun leifusamninga og kröfur um tryggingafé. Viðskipti innlent 17.9.2025 10:36
Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Heiður Anna Helgadóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Félagsstofnunar stúdenta. Hún tekur formlega við starfinu í lok nóvember. Viðskipti innlent 17.9.2025 10:28
Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Monika Hjálmtýsdóttir hefur tekið við stöðu framkvæmastjóra Landmarks fasteignamiðlunar. Hún tekur við af Andra Sigurðssyni, meðeiganda og löggiltum fasteignasala. Viðskipti innlent 17.9.2025 10:03
Birgir til Banana Birgir Hrafn Hafsteinsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Banana, dótturfélags Haga hf., og hefur þegar tekið til starfa. Viðskipti innlent 15.9.2025 15:41
Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Fyrrverandi ríkisendurskoðandi segir að munur á útboðsgengi hlutabréfa Íslandsbanka og núverandi markaðsvirði sé álíka mikill og gert sé ráð fyrir að fáist í ríkiskassann vegna veiðgjalda fyrir árið 2024. Hann spyr því hvort tilefni sé til þeirrar miklu ánægju sem mælst hefur með söluna. Viðskipti innlent 15.9.2025 13:42
Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Icelandair mun hefja flug til Feneyja á Ítalíu næsta sumar. Flogið verður þrisvar í viku frá 22. maí til 18. október, á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum. Borgin er þriðji áfangastaður Icelandair á Ítalíu, ásamt Róm og Mílanó. Viðskipti innlent 15.9.2025 13:11
Loka verslun Útilífs í Smáralind Útilíf hefur lokað verslun sinni í Smáralind. Verslunin var opnuð 2016 og sameinaðist þar starfsemi Útilífs sem áður hafði verið í Glæsibæ og á öðrum stað í Smáralind. Viðskipti innlent 15.9.2025 10:39
Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðskipti innlent 15.9.2025 09:06
Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Eigendur Arnarlands ehf., Landey ehf. og Fasteignafélagsins Akurey ehf., hafa ákveðið að ganga til samningaviðræðna við fasteignaþróunarfélagið Arcus ehf. um kaup félagsins á öllu hlutafé Arnarlands, sem á níu hektara land á Arnarneshálsi í Garðabæ. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði á svæðinu. Viðskipti innlent 13.9.2025 13:40
Play sé ekki að fara á hausinn Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Sérfræðingur skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála. Viðskipti innlent 12.9.2025 20:02
Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, boðaði til starfsmannafundar í morgun þar sem hann fór yfir starfsmannamál og þær breytingar sem þegar hafa verið boðaðar á rekstri félagsins. Hann segir í sjálfu sér ekkert markvert hafa komið fram á fundinum. Aflýsing flugs til Parísar með fimmtán mínútna fyrirvara í morgun var vegna veikinda áhafnarmeðlims og tengist fundinum ekki. Viðskipti innlent 12.9.2025 11:23
Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Advania í kjölfar breytinga á skipuriti fyrirtækisins. Margrét Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri vaxtar og viðskiptaþróunar, og Hinrik Sigurður Jóhannesson, framkvæmdastjóri mannauðs og ferla, yfirgefa fyrirtækið. Viðskipti innlent 12.9.2025 11:12
Sammála um aukna verðbólgu í september Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki spá því að verðbólga fari á ný yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í næstu mælingu. Landsbankinn spáir 4,1 prósents verðbólgu en Íslandsbanki 4,2 prósenta. Viðskipti innlent 12.9.2025 11:02
Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Júlíus Andri Þórðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Viðskipti innlent 12.9.2025 10:16
Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Kristín Friðgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eflu. Viðskipti innlent 12.9.2025 10:03
Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Icelandair hefur gert nýja leigusamninga við flugvélaleigusalann CALC um tvær glænýjar Airbus A321LR flugvélar. Þetta markar upphaf nýs langtímasamstarfs milli Icelandair og CALC, sem byggir á sameiginlegri framtíðarsýn og langtímasamstarfi. Viðskipti innlent 11.9.2025 16:49
Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Veitingamaðurinn margreyndi Stefán Melsted hefur fengið lyklana að jarðhæð Eimskipafélagshússins í Pósthússtræti afhenta og stefnir á að opna þar bæði veitingastað og kaffihús fyrir jól. Viðskipti innlent 11.9.2025 16:26
Vilja selja Landsbankann Tíu þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingmannafrumvarp um sölu ríkisins á Landsbankanum. Viðskipti innlent 11.9.2025 11:07
Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Lísbet Sigurðardóttir hefur verið ráðin lögfræðingur Viðskiptaráðs. Viðskipti innlent 11.9.2025 10:11
Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október. Viðskipti innlent 11.9.2025 08:29
Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Samdráttur er hafinn í byggingariðnaði eftir fjögurra ára samfellt vaxtarskeið og við blasir mögulegur efnahagslegur vítahringur vegna sveiflna í greininni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins á stöðu í byggingariðnaði sem byggir meðal annars á gögnum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS. Samtökin vænta þess að um sautján prósent samdráttur verði í fjölda íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Viðskipti innlent 11.9.2025 08:11
Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Verðbréfagreinandi segir mikla áhætta fólgna í því að fjárfesta í rafmyntum. Sveiflur á virðinu séu slíkar að það geti verið fljótt að taka á sálina, séu háar fjárhæðir í spilinu. Fasteignir séu þó ekki endilega skynsamlegasta fjárfestingin. Viðskipti innlent 10.9.2025 22:02
Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Herrafataverslunin Kormákur og Skjöldur hverfur úr Leifsstöð síðustu mánaðamót eftir þriggja ára veru. Verslunin hefur verið með svokallað „pop-up“ á þremur ólíkum stöðum á flugstöðinni frá júlí 2022. Viðskipti innlent 10.9.2025 14:30
Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Egill Örn Sigurjónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Solid Clouds hf. framleiðanda tölvuleiksins Starborne Frontiers. Hann tekur við starfinu af Stefáni Gunnarssyni sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár en lét af störfum í síðustu viku með samkomlagi við stjórn Solid Clouds. Viðskipti innlent 10.9.2025 13:38