Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til stóraukna verndartolla á innflutning stáls. EES-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein eru undanþegin tollunum. Íslendingar framleiða ekki stál en hin ríkin tvö flytja lítilræði af stáli til Evrópusambandslanda. Viðskipti innlent 7.10.2025 16:26
Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Bankastjóri Arion banka segir verðtryggingu hafa mikil áhrif á vaxtastigið hér á landi. Tímabært sé að ræða með opnum hug hvort rétt sé að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku hagkerfi og laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ sem farið hafi af stað árið 1979. Það myndi kalla á breytingar á uppbyggingu réttindakerfis lífeyrissjóðanna. Viðskipti innlent 7.10.2025 14:06
Gamalt ráðuneyti verður hótel Íslenska fjárfestinga- og þróunarfyrirtækið Alva Capital hefur undirritað samning við alþjóðlegu hótelkeðjuna IHG Hotels & Resorts um að opna fyrsta Candlewood Suites íbúðahótelið á Norðurlöndum í Reykjavík. Hótelið verður að Rauðarárstíg 27, þar sem utanríkisráðuneytið var áður til húsa. Viðskipti innlent 7.10.2025 13:46
„Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent 6.10.2025 12:21
Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Jón Skafti Kristjánsson hefur verið ráðinn forstöðumaður erlendra viðskipta á viðskiptavinasviði Póstsins þar sem hlutverk hans verður að efla erlend viðskiptasambönd. Viðskipti innlent 6.10.2025 10:17
Gengi Skaga rýkur upp Gengi hlutabréfa í Skaga, móðurfélagi VÍS og Fossa, hefur hækkað um tíu prósent það sem af er degi. Tilkynnt var í nótt að stjórnir Skaga og Íslandsbanka hefðu samþykkt að hefja formlegar samrunaviðræður. Viðskipti innlent 6.10.2025 10:01
Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Anna Bára Teitsdóttir og Ari Elísson hafa verið ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement. Anna Bára tekur við sviði markaðs- og viðskiptaþróunar og Ari tekur við framleiðslusviði. Viðskipti innlent 6.10.2025 08:29
Fimm prósenta aukning í september Icelandair flutti alls 479 þúsund farþega í september sem er aukning um fimm prósent á milli ára. Vöxturinn var mikill á markaðnum til Íslands, þar sem farþegafjöldi jókst um 15 prósent milli ára, og á markaðnum frá Íslandi þar sem aukningin var 12 prósent, sem er sagt endurspegla áherslu félagsins á þá markaði. Viðskipti innlent 6.10.2025 08:11
Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Stjórnir Íslandsbanka hf. og Skaga hf. hafa samþykkt að hefja formlegar samrunaviðræður og hefur skilmálaskjal verið undirritað af hálfu beggja aðila. Viðskipti innlent 6.10.2025 06:25
Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Búið er að opna veitingastaðinn Ylju í nýju baðlóni í Laugarási í Biskupstungum. Baðlónið opnar síðar í þessum mánuði. Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson er yfirkokkur og hannaði matseðil veitingastaðarins. Baðlónið er sjálft á tveimur hæðum og er aldursviðmið átta ára. Viðskipti innlent 4.10.2025 14:01
Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Vörumerki súkkulaðigerðarinnar Omnom eru komin í eigu Helga Más Gíslasonar, barnabarns Helga Vilhjálmssonar í Góu. Góa hefur þegar tekið yfir framleiðslu súkkulaðsins. Omnom hf. er gjaldþrota og Helgi Már hefur stofnað félagið Omnom ehf. Kröfuhafar sem Vísir hefur rætt við óttast að fá ekkert upp í milljónakröfur í þrotabúið. Skiptastjóri segir mikið verk að gera upp búið. Viðskipti innlent 4.10.2025 08:02
Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Fólk úr atvinnulífinu lagði leið sína í Silfurberg í Hörpu í gær þar sem Ársfundur atvinnulífsins fór fram. Viðskipti innlent 3.10.2025 21:00
Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Innanstokksmunir úr höfuðstöðvum Play hafa þegar verið auglýstir til sölu, aðeins fjórum dögum eftir að tilkynnt var um að rekstri félagsins væri hætt. Uppgefið verð fyrir allt það sem hefur verið auglýst til sölu er 13,5 milljónir króna. Enn á þó eftir að verðleggja stóran sófa. Viðskipti innlent 3.10.2025 15:59
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Steinþór Gunnarsson, sem hlaut dóm í Ímon-málinu svokallaða en var sýknaður eftir endurupptöku mörgum árum síðar, segir réttarkerfið hafa brugðist í málinu. Sautján ár eru í dag síðan hann framkvæmdi sín síðustu viðskipti í kauphöllinni sem verðbréfamiðlari. Viðskipti sem áttu eftir að reynast örlagarík. Viðskipti innlent 3.10.2025 14:56
Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Eva Brink hefur verið ráðin forstöðumaður rekstrarstýringar hjá Icelandair og Guðrún Olsen hefur verið ráðin forstöðumaður stefnu og umbreytinga. Viðskipti innlent 3.10.2025 12:59
Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Innviðaráðherra hefur breytt reglum um afskráningu loftfara þannig að framvegis þarf umráðamaður loftfara að leggja fram staðfestingu á að flugvallagjöld hafi verið greidd. Viðskipti innlent 3.10.2025 12:28
Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins greiða fasta yfirvinnu í stað tímamældrar yfirvinnu líkt og tíðkast á almenna vinnumarkaðnum að sögn Viðskiptaráðs. Hagfræðingur ráðsins segir að falla ætti með öllu frá fastri yfirvinnu í stað þess að hún aukist með árunum. Viðskipti innlent 3.10.2025 12:25
Davíð Ernir til liðs við Athygli Davíð Ernir Kolbeins hefur gengið til liðs við ráðgjafafyrirtækið Athygli þar sem hann mun leiða þróun gervigreindarlausna á sviði almannatengsla og samskipta. Viðskipti innlent 3.10.2025 10:01
Netvís tekur við af SAFT Netvís – Netöryggismiðstöð Íslands hefur hafið formlega starfsemi og tekur við hlutverki SAFT sem íslenskt Safer Internet Centre. Í tilkynningu segir að með stofnun miðstöðvarinnar hafi verið stigið mikilvægt skref í átt að öruggara, ábyrgara og heilbrigðara stafrænu samfélagi. Viðskipti innlent 3.10.2025 08:50
Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskiptagreining Landsvirkjunar stendur fyrir opnum fundi í Grósku í dag, föstudag, klukkan níu. Fundurinn ber yfirskriftina Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi í fréttinni. Viðskipti innlent 3.10.2025 08:31
Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill að Ísland sé ekki aðeins þátttakandi heldur gegni leiðandi hlutverki um þróun viðskipta og hvernig varnarmálum verði háttað á Norðurslóðum. Þjóðaröryggisráð kemur saman í dag til að ræða drónaárásir og aðrar fjölþáttaógnir en viðfangsefnið var fyrirferðarmikið á leiðtogafundi sem hún sótti í Danmörku í gær. Kristrún segist þó ekki aðeins hafa mætt til Kaupmannahafnar til að ræða varnarmál. Viðskipti innlent 3.10.2025 06:47
Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Níu af hverjum tíu ríkisstofnunum greiða starfsfólki svokallaða fasta yfirvinnu, það er laun fyrir ótímamælda yfirvinnu. Þá er slíkt fyrirkomulag algengast hjá ráðuneytum og stjórnsýslustofnunum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs sem telur tímabært að taka á fyrirkomulaginu og greiða einungis fyrir tímamælda yfirvinnu. Viðskipti innlent 3.10.2025 06:02
„Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Lögfræðingur segir tilfærslu á starfsemi félags frá einu til annars vera skilgreint sem kennitöluflakk samkvæmt gjaldþrotalögum. Forstjóri Play sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem hann hafnar sögusögnum um fyrirfram ákveðna fléttu. Viðskipti innlent 2.10.2025 19:04
Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Fyrrverandi forstjóri Play segir eðilegt að sögusagnir og getgátur fari á flug þegar stórt og þekkt félag fellur. Fólk telji að að baki maltneska dótturfélagi Play sé mikil og úthugsuð flétta. Málið sé þó allt mun einfaldara og því miður dapurlegra en kenningarnar bera með sér. Viðskipti innlent 2.10.2025 17:08
Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins „Krafturinn sem knýr samfélagið“ er yfirskrift Ársfundar atvinnulífsins sem haldinn er í Hörpu í dag milli 15 og 17. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. Viðskipti innlent 2.10.2025 14:17