Viðskipti erlent

Danski seðlabankinn lækkaði stýrivexti í 3%

Danski seðlabankinn (Nationalbanken) tók aðeins dýpra í árinni en evrópski seðlabankinn og lækkaði stýrivexti sína um 0,75 prósentustig niður í 3%. Minnkaði þar með munurinn á vöxtum þessara banka eins og sérfræðingar höfðu raunar gert ráð fyrir.

Viðskipti erlent

Evrópski seðlabankinn lækkar stýrivexti

Evrópski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 50 punkta fyrir stundu og standa þeir nú í sléttum 2,0 prósentum. Þetta er í samræmi við væntingar. Stýrivextir á evrusvæðinu hafa ekki verið lægri síðan í jólamánuðinum 2005.

Viðskipti erlent

Hrun íslensku bankanna gæti breytt bankalöggjöf ESB

Hrun íslenska bankakerfisins gæti leitt til þess að bankalöggjöf Evrópusambandsins verði breytt. Töluverð umræða hefur verið um málið innan ESB, einkum þá staðreynd að íslensku bönkunum var leyft að blása út í nokkrum ESB löndum án þess að hafa nægilega sterkan bakhjarl heimafyrir.

Viðskipti erlent

Töluverð lækkun í Asíu

Hlutabréf á Asíumörkuðum féllu í verði í morgun. Lækkaði japanska Nikkei-vísitalan um 4,4 prósent og Hang Seng í Hong Kong um 5,4 og hefur ekki verið lægri síðan í nóvember.

Viðskipti erlent

Carnegie hættir við málsókn gegn FME í Svíþjóð

Ný stjórn móðurfélags Carnegie bankans í Svíþjóð hefur ákveðið að hætta við málsókn sína gegn fjármálaeftirliti landsins. Í staðinn er ætlunin að reyna að semja við Lánastofnun ríkisins (Riksgälden) um endurheimt Carnegie Investment Bank og tryggingarfélagsins Max Matthiessen.

Viðskipti erlent

Seldi 100.000 flugmiða á einum degi

Norska lágjaldflugfélagið Norwegian, fyrrum samstarfsaðili Sterling á Norðurlöndunum, seldi 100.000 flugmiða á einum degi nú eftir áramótin. Er þetta mesta flugmiðasala á einum degi í sex ára sögu félagsins.

Viðskipti erlent

Findus í þrot í Bretlandi vegna Landsbankans

Enn berast fréttir af vandræðum erlendra fyrirtækja vegna íslenska bankahrunsins í haust. Nú hefur matvælafyrirtækið Findus í Newcastle í Bretlandi óskað eftir greiðslustöðvun og eru 430 störf þar á bæ í hættu. Landsbankinn var helsti lánveitandi fyrirtækisins.

Viðskipti erlent

Alcoa greinir frá fyrsta tapi sínu í sex ár

Alcoa, stærsti álframleiðandi Bandaríkjanna, hefur greint frá fyrsta tapi sínu í sex ár. Samkvæmt uppgjöri fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs nam tap Alcoa 1,2 milljörðum dollara eða um 130 milljörðum kr.. Til samanburðar nam hagnaður Alcoa fyrir sama tímabil árið áður 632 milljónum dollara eða um 70 milljörðum kr..

Viðskipti erlent