Jól

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Jólajóga fyrir krakka - Friður

Þóra Rós Guðbjartsdóttir gerði jólajógaþætti fyrir Vísi og æfing dagsins nefnist Friður. Æfinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Jól
Fréttamynd

Ketkrókur kom til byggða í nótt

Ketkrókur er tólfti jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann stakk löngum stjaka með króki á niður um strompana til að krækja í kjötlærin sem héngu í eldhúsloftinu.

Jól
Fréttamynd

Að­eins einn hlutur á óska­lista Ragnars Jónas­sonar þessi jólin

Rithöfundurinn Ragnar Jónasson hefur haft í nógu að snúast fyrir þessi jólin. Hann og Katrín Jakobsdóttir hafa fylgt eftir metsölubók sinni, glæpasögunni Reykjavík. Ragnar segir það þó hægara sagt en gert að finna lausan tíma í dagatali forsætisráðherra. Ragnar er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Gáttaþefur kom í nótt

Gáttaþefur er ellefti jólasveinninn sem kemur til byggða. Með sitt heljarstóra nef gat hann fundið lykt af nýsteiktu brauði langar leiðir og runnið þannig á sinn uppáhaldsmat, laufabrauð.

Jól
Fréttamynd

Helvítis jólakokkurinn: Reyktur göltur í Bolabaði

Ívar Örn Hansen, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn, er kominn í jólaskap. Hann ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ fram að jólum í þáttunum Helvítis jólakokkurinn.

Jól
Fréttamynd

Gluggagægir kom til byggða í nótt

Gluggagægir er sjötti jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann gægðist inn um hvern glugga til að reyna að koma auga á eitthvað sem hann gæti hnuplað.

Jól
Fréttamynd

Jólajóga fyrir krakka: „Það getur verið krefjandi að vera öll heima“

„Þættirnir eru hugsaðir fyrir leikskólabörn og fyrstu stig grunnskóla en auðvitað geta allir í fjölskyldunni haft gaman af þáttunum. Þetta getur verið kósý fjölskyldustund yfir hátíðarnar,“ segir Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Hún gerði krakkajógainnslög sem sýnd verða á Vísi og Stöð 2 Vísi um hátíðarnar. 

Jól
Fréttamynd

Jóla­daga­tal Vísis: Skíta­mórall meðal ferða­langa

Upp er runninn 20. Desember. Óveðrið síðustu daga hefur líklega ekki farið fram hjá nokkrum landsmanni, en ein af afleiðingum þess var sú að fjölmargir sátu eftir með sárt ennið og komust ekki í flug. Spenntir strandaglópar sem þyrsti í sól og sumaril eiga hug okkar allan og lag dagsins í Jóladagatali Vísis er tileinkað þeim. Við vonum að veðurguðirnir veiti þeim vægð og allir komist á áfangastað.

Jól
Fréttamynd

„Alltaf svo gaman að sjá hvað fólki finnst eiga við mann“

Leikarinn Villi Neto hefur verið áberandi í íslensku grínsenunni síðustu ár og sló eftirminnilega í gegn í áramótaskaupinu. Á þessu ári gekk hann svo til liðs við Borgarleikhúsið og hefur farið með hlutverk í sýningunum Emil í Kattholti og Bara smástund. Villi Neto er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Skyrgámur kom til byggða í nótt

Skyrgámur er áttundi jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann var ægilegur rumur sem þefaði upp skyrtunnur og át þar til hann stóð á blístri.

Jól
Fréttamynd

Börnin sem slógu í gegn í jóla­myndum: Hvar eru þau nú?

Í dag er fjórði í aðventu og eiga því eflaust einhverjir eftir að setja jólamynd í tækið. Jólin eru oft nefnd hátíð barnanna og eru það oft börn sem fara með lykilhlutverk í jólamyndunum. Vísir tók saman lista yfir tíu barnastjörnur sem birtast okkur á skjánum hver einustu jól.

Jól
Fréttamynd

Hurðaskellir kom til byggða í nótt

Hurðaskellir er sjöundi jólasveinninn sem kemur til byggða. Honum fannst ekkert skemmtilegra en að skella hurðum og notaði til þess hvert tækifæri sem gafst.

Jól
Sjá næstu 50 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.