
Með þrjú jólatré og jólakúlublæti
Metsölu og verðlauna rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir er með nett blæti fyrir jólakúlum að eigin sögn.
Metsölu og verðlauna rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir er með nett blæti fyrir jólakúlum að eigin sögn.
Þóra Rós Guðbjartsdóttir gerði jólajógaþætti fyrir Vísi og æfing dagsins nefnist Friður. Æfinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Þetta stefnir í eftirminnileg jól hjá tónlistarkonunni Guðrúnu Ýr Eyfjörð eða GDRN. Ekki nóg með það að hún sé að fara halda sín fyrstu jól erlendis, þá eru þetta einnig hennar fyrstu jól sem móðir. Guðrún er viðmælandi í Jólamola dagsins.
Ketkrókur er tólfti jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann stakk löngum stjaka með króki á niður um strompana til að krækja í kjötlærin sem héngu í eldhúsloftinu.
Förðunarfræðingurinn Embla Wigum, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok, heldur úti afar skemmtilegu jóladagatali á samfélagsmiðlum sínum.
Rithöfundurinn Ragnar Jónasson hefur haft í nógu að snúast fyrir þessi jólin. Hann og Katrín Jakobsdóttir hafa fylgt eftir metsölubók sinni, glæpasögunni Reykjavík. Ragnar segir það þó hægara sagt en gert að finna lausan tíma í dagatali forsætisráðherra. Ragnar er viðmælandi í Jólamola dagsins.
Það er óumflýjanleg staðreynd að Jóhanna Guðrún er ein allra færasta söngkona landsins og þótt víðar væri leitað. Hér er hún með gæsahúðarflutning á laginu Vetrarsól á jólatónleikum Fíladelfíu árið 2016.
Gáttaþefur er ellefti jólasveinninn sem kemur til byggða. Með sitt heljarstóra nef gat hann fundið lykt af nýsteiktu brauði langar leiðir og runnið þannig á sinn uppáhaldsmat, laufabrauð.
Ívar Örn Hansen, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn, er kominn í jólaskap. Hann ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ fram að jólum í þáttunum Helvítis jólakokkurinn.
Tónlistarkonan Klara Elias gaf nýverið út jólalag og hélt sína eigin jólatónleika um síðustu helgi. Þrátt fyrir það segist hún vera heldur mikill Grinch og finnst henni jólin vera stressandi alveg fram á aðfangadagskvöld. Klara er viðmælandi í Jólamola dagsins.
Eftir þunga daga undanfarið teljum við þörf á því að létta lund landans. Lag dagsins í Jóladagatali Vísis er líklega ekki það jólalegasta né hátíðlegasta, en það gleður. Það ætti í það minnsta að gleðja alla í kringum fimm ára aldurinn og vonandi fleiri.
Gluggagægir er sjötti jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann gægðist inn um hvern glugga til að reyna að koma auga á eitthvað sem hann gæti hnuplað.
Þær eru ófáar jólamyndirnar sem fjalla um ástina á einn eða annan hátt. Ástarsérfræðingurinn Brynhildur Björnsdóttir mætti í Bítið í morgun og ræddi um ástina, jólin og kvikmyndirnar sem tengja þessi tvö fyrirbæri saman.
„Þættirnir eru hugsaðir fyrir leikskólabörn og fyrstu stig grunnskóla en auðvitað geta allir í fjölskyldunni haft gaman af þáttunum. Þetta getur verið kósý fjölskyldustund yfir hátíðarnar,“ segir Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Hún gerði krakkajógainnslög sem sýnd verða á Vísi og Stöð 2 Vísi um hátíðarnar.
Árið 2022 hefur verið stórt í lífi tónlistarmannsins Arons Can. Hann var valinn söngvari ársins á Hlustendaverðlaununum, opnaði sinn eigin veitingastað og tilkynnti að hann ætti von á sínu fyrsta barni. Eftir þetta annasama ár ætlar Aron að nýta hátíðirnar í algjöra slökun. Aron er viðmælandi í Jólamola dagsins.
Upp er runninn 20. Desember. Óveðrið síðustu daga hefur líklega ekki farið fram hjá nokkrum landsmanni, en ein af afleiðingum þess var sú að fjölmargir sátu eftir með sárt ennið og komust ekki í flug. Spenntir strandaglópar sem þyrsti í sól og sumaril eiga hug okkar allan og lag dagsins í Jóladagatali Vísis er tileinkað þeim. Við vonum að veðurguðirnir veiti þeim vægð og allir komist á áfangastað.
Bjúgnakrækir er níundi jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann var fimur við að klifra uppi í rjáfri og stal þar reyktum hrossabjúgum.
Leikarinn Villi Neto hefur verið áberandi í íslensku grínsenunni síðustu ár og sló eftirminnilega í gegn í áramótaskaupinu. Á þessu ári gekk hann svo til liðs við Borgarleikhúsið og hefur farið með hlutverk í sýningunum Emil í Kattholti og Bara smástund. Villi Neto er viðmælandi í Jólamola dagsins.
Skyrgámur er áttundi jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann var ægilegur rumur sem þefaði upp skyrtunnur og át þar til hann stóð á blístri.
Í dag er fjórði í aðventu og eiga því eflaust einhverjir eftir að setja jólamynd í tækið. Jólin eru oft nefnd hátíð barnanna og eru það oft börn sem fara með lykilhlutverk í jólamyndunum. Vísir tók saman lista yfir tíu barnastjörnur sem birtast okkur á skjánum hver einustu jól.
Athafnakonan og tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir hefur upplifað jólin í hinum ýmsu löndum og er hún óhrædd við að skapa sínar eigin jólahefðir með fjölskyldu sinni. Elísabet er viðmælandi í Jólamola dagsins.
Mugison á lag dagsins í Jóladagatali Vísis. Lagið sem um ræðir er Kletturinn, sem hann tók á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð fyrir rétt rúmu ári.
Hurðaskellir er sjöundi jólasveinninn sem kemur til byggða. Honum fannst ekkert skemmtilegra en að skella hurðum og notaði til þess hvert tækifæri sem gafst.
Íslendingar eru duglegir að skreyta hús sín og lýsa upp skammdegið vel. Vísir setti því af stað sérstaka jólaskreytingarkeppni.