Lífið

Júlí Heiðar vaktaður á tónleikum

"Ég var alls ekki sáttur við þetta og fannst þetta einum of mikið af hinu góða,“ segir poppstjarnan Júlí Heiðar sem var vaktaður af lögreglu og barnaverndaryfirvöldum á tónleikum hans á Apótekinu í febrúar.

Tónlist

Óvænt niðurgreiðsla skýrslunnar

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er rannsóknarskýrslan mest selda ritið á Íslandi í dag. Óneitanlega er hins vegar komin svolítið sérstök staða upp á bókamarkaðinum. Rannsóknarskýrslan er gefin út af Alþingi sem er auðvitað ekki bókaútgefandi en hins vegar eru þess mýmörg dæmi að fólk noti bókaávísunina sem heimili landsins fengu senda frá Félagi bókaútgefenda og bóksala í þessari viku til að kaupa skýrsluna. Þannig að bókaútgefendur og bóksalar eru farnir að niðurgreiða skýrsluna sem gefin er út af aðila sem tilheyrir hvorugu félaganna.

Lífið

Opið hús á Korpúlfsstöðum

Á morgun verður vorhátíð í Sjónlistamiðstöðinni á Korpúlfsstöðum þar sem tugir myndlistarmanna hafa haft aðstöðu um árabil í skjóli Reykjavíkurborgar. Það eru fjörutíu myndlistarmenn sem hafa þar aðsetur og reka Sjónlistamiðstöðina.

Lífið

Nýtt lag frá Eminem

Rapparinn Eminem hefur sent frá sér nýtt smáskífulag sem nefnist Not Afraid. Lagið verður að finna á væntanlegri plötu hans, Recovery, sem kemur út 21. júní.

Tónlist

Ísafoldarkvartett með tónleika

Ein af ungu grúppunum sem starfa hér á landi úr klassíska geiranum er Ísafoldarkvartettinn sem er skipaður þeim Elfu Rún Kristinsdóttur, Helgu Þóru Björgvinsdóttur, Þórarni M. Baldurssyni og Margréti Árnadóttur. Hann hefur leikið saman frá stofnun Kammersveitarinnar Ísafoldar árið 2003 og er sprottinn úr því frjósama umhverfi og samstarfi sem kammersveitin hefur reynst. Kammersveitin Ísafold hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2008 sem flytjandi ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar og sama ár var hún valin Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar.

Tónlist

Gosið stoppaði Yesmine

„Nei, ég komst ekki út á hátíðina. Mér þótti það mjög leiðinlegt en á sama tíma var þetta kannski ekki svo slæmt því ég gat slappað aðeins af og eytt tíma með fjölskyldunni,“ segir Yesmine Olsson sem átti að fara til London fyrr í mánuðinum til að kynna matreiðslubók sína, Framandi og freistandi – indversk og arabísk matreiðsla.

Lífið

Áhugamálið tengist vinnunni

Björn Árnason opnar ljósmyndasýningu í Sjoppunni við Bankastræti 14 á laugardag. Þetta er önnur einkasýning Björns en áður hélt hann sýningu í Gallerí Gel fyrir tveimur árum.

Lífið

Lag Hafdísar Huldar keppir á BBC

Lagið Action Man er önnur smáskífan af Synchronised Swimmers plötu Hafdísar Huldar í Bretlandi, en lagið kemur út 31. maí. Lagið er þegar komið í spilun ytra og er núna eitt af eitt af þremur nýjum lögum sem keppa um að verða lag vikunnar í þættinum The Radcliffe and Maconie show.

Tónlist

Downey og Rourke: Ólátabelgir mætast

Robert Downey Jr. og Mickey Rourke eiga eitt sameiginlegt. Þeir reyndu báðir að rústa eigin feril á sínum tíma en tókst það aldrei til fulls. Þeir eru því aftur komnir á lista meðal skærustu stjarna kvikmyndaborgarinnar.

Bíó og sjónvarp

Russell Crowe ætlaði að drepa mann

Russell Crowe hótaði að drepa kvikmyndaframleiðandann Branko Lustig á tökustað kvikmyndarinnar Gladiator. Crowe hafði komist að því að aðstoðar­menn á tökustaðnum væru að vinna fyrir skítalaun og vildi að Lustig lagaði hlutina í snatri. „Helvítis fíflið þitt, ég drep þig með berum höndum,“ á Crowe að hafa sagt en þetta kemur fram í bók eftir rithöfundinn Nicole Laporte sem á að koma út á næstunni.

Lífið

Hver þolir dagsljósið?

Elísabet Brekkan gagnrýnandi var hrifin af Glerlaufunum og segir þau klassíska, litla vel sagða sögu í leikmynd sem hentaði innihaldinu.

Gagnrýni

Bubbi er kolbrjálaður

Ísland í dag fór á stúfana og tók saman stórskemmtilega Nærmynd af Bubba Morthens þar sem talað er við fjölda fólks og farið yfir ferilinn.

Lífið