Lífið Elton John bálreiður Elton John segir löngu tímabært að fólk hætti að tengja sjúkdóminn AIDS við samkynhneigða, slíkar tengingar heyri sögunni til og eigi lítið skylt við staðreyndir. Það séu í raun bara fasistar og hálfvitar sem haldi slíku fram. Lífið 3.12.2011 18:30 Langar í barn Russell Brand viðurkenndi í spjallþætti Ellen DeGeneres að hann langaði að eignast barn með eiginkonu sinni, bandarísku söngkonunni Katy Perry. Þær sögusagnir hafa lengi verið á kreiki að hjónaband þeirra tveggja stæði á brauðfótum en annað hefur komið á daginn því Fréttablaðið greindi nýverið frá því að þau hefðu fengið sér húðflúr saman. Lífið 3.12.2011 18:00 Fiðlustelpan á kantinum stígur fram í sviðsljósið "Ég var tilbúin með lag, dúett með mér og Jónsa í Svörtum fötum. Og mér var einfaldlega ráðlagt að senda það inn. Hitt lagið var ég búin að vinna með Þorvaldi Bjarna og ég mat hlutina þannig að það væri skynsamlegast að senda lagið inn í keppnina í stað þess að bíða með útgáfu þess í viku,“ segir Greta Salóme Stefánsdóttir, fiðluleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Lífið 3.12.2011 17:30 Líkja The Charlies við Britney Spears Tónlist íslensku stúlknasveitarinnar The Charlies hefur vakið eftirtekt víða eftir að þær Klara, Alma og Steinunn sendu frá sér mixteipið Start a Fire í byrjun nóvember. Í vikunni útnefndi MTV bloggarinn Bradley Stern lag sveitarinnar, Let That Body Breathe, sem eitt af lögum vikunnar. Stern nefnir fimm lög og eru stúlkurnar í The Charlies þar í hópi með Britney Spears, Rihönnu, bresku sveitinni The Saturdays og sænska dúóinu Rebecca og Fiona. Lífið 3.12.2011 17:00 Gibson á batavegi Samkvæmt vefsíðunni TMZ.com er Mel Gibson í góðum bata. Það er að minnsta kosti álit dómara í Los Angeles, en Gibson og fyrrverandi eiginkona hans, Oksana Grigorieva, hafa átt í harðvítugum deilum um forræði dóttur þeirra. Lífið 3.12.2011 16:30 Opna nýja verslun á Laugavegi „Það jafnast ekkert á við jólastemminguna í miðbænum í desember svo við erum að opna á besta tíma,“ segir Svava Halldórsdóttir fatahönnuður um búðina Verzlunarfjelagið sem opnar á næstu dögum á Laugaveginum. Lífið 3.12.2011 16:00 Grafík fagnaði í Austurbæ Grafík hélt útgáfutónleika í Austurbæ á dögunum til að fagna nýrri safnplötu. Ný heimildarmynd um hljómsveitina var einnig sýnd. Lífið 3.12.2011 15:30 Radcliffe er sóði Kærasta Daniels Radcliffe, Rosie Coker, hefur gefið Harry Potter-leikaranum tvö ár til að bæta umgengni sína. Hann sé nefnilega ótrúlegur sóði heima fyrir. Radcliffe viðurkennir þennan ókost sinn í viðtali nýlega. „Ég held að þetta þýði að ég verði að geta eldað sjálfur og að ég geti ekki leyft mér að skilja við húsið okkar eins og ég geri þessa dagana. Hún hefur gefið mér þennan frest þannig að ég geti fúnkerað heima fyrir,“ bætir Radcliffe við. Lífið 3.12.2011 15:00 Hámaði í sig mat Gary Barlow, söngvari í strákabandinu Take That, segist hafa leitað sér huggunar í mat eftir að sólóferill hans fór illa af stað árið 1998. „Það er eitt að fyrirlíta sjálfan sig í huganum. En þegar þú horfir í spegilinn og fyrirlítur líkamann þinn líka, hvað gerirðu þá?“ sagði Barlow, sem var orðinn 105 kíló á þessum tíma. Lífið 3.12.2011 14:30 Ritstjórar verða fyrirsætur Hlutverkum hefur verið víxlað í tískuheiminum þar sem ritstjórar tískutímarita eru farnir að prýða forsíður og ganga niður tískupallana. Lífið 3.12.2011 14:00 Gerir góðverk í Smáralind í dag Dagný Magnúsdóttir glerlistakona í Þorlákshöfn hefur sett af stað verkefni til styrktar Guðmundi Felix Grétarssyni, sem missti báðar hendurnar. Hann stefnir nú til Frakklands þar sem hann freistar þess að fá græddar á sig hendur... Lífið 3.12.2011 13:46 Slasaðist í ræktinni Ricky Gervais er ákaflega þjáður eftir að hafa tognað í baki þegar hann var í ræktinni. Gervais segir frá þessu á bloggi sínu. Leikarinn, sem er hvað þekktastur fyrir gamanþættina Office og Extras, var að lyfta þegar bakið gaf sig og grínistinn segist vera ákaflega þjáður. Lífið 3.12.2011 13:00 Hittast á leynilegum stefnumótum Nicole Scherzinger og Lewis Hamilton hafa ákveðið að hittast á nokkrum leynilegum stefnumótum til að athuga hvort þau geti blásið lífi í fjögurra ára samband sitt. Parið hætti saman í október en þar sem Formúlu 1-tímabilinu fer senn að ljúka hjá Hamilton gera þau sér nú vonir um að geta eytt góðum tíma saman. Lífið 3.12.2011 12:30 Syngur á Grammy Adele hefur staðfest að hún muni syngja á Emmy-verðlaunahátíðinni í Bandaríkjunum. Breska söngkonan er tilnefnd til sex verðlauna og mun væntanlega ekki hafa mikinn tíma til að undirbúa sig þar sem hún er enn að jafna sig eftir aðgerð á hálsi. Adele er enn í Bandaríkjunum og bíður eftir því að læknar gefi henni grænt ljós. „Takk fyrir allar þær jákvæðu hugsanir sem þið hafið sent mér. Allt gengur vel og ég er mjög jákvæð,“ skrifaði Adele á heimasíðu sinni. Lífið 3.12.2011 12:00 Hughreysti aðdáanda Brad Pitt hughreysti aðdáanda sinn sem hafði íhugað sjálfsvíg áður en hann sá nýjustu mynd leikarans, Moneyball. Pitt var viðstaddur sýningu á myndinni þar sem hægt var að spyrja hann út í söguþráðinn að henni lokinni. Lífið 3.12.2011 11:30 Lifi litasjónvarpsbyltingin Haukur Ingvarsson hefur vakið athygli fyrir sína fyrstu skáldsögu, Nóvember 1976, sem segir frá svaðilför Þórodds Ríkharðssonar þegar hann reynir að verða foreldrum sínum úti um litasjónvarp. Lífið 3.12.2011 11:00 Sögðu Sheen látinn í Sviss Eitt það skemmtilegasta sem prakkarar á Twitter stunda er að lýsa yfir dauða einhvers frægs leikara eða poppstjörnu. Charlie Sheen er nýjasta fórnarlamb slíks hrekks, en hann átti að hafa slasast alvarlega á snjóbretti í skíðaferðlagi með fjölskyldu sinni í Sviss. Fréttin fór fyrst af stað á vefsíðunni Mediafetcher, en þar kom fram að Sheen hefði klesst á tré á miklum hraða. Vefsíðan birti einnig ógreinilega mynd af sjúkraliðum að hjúkra sjúklingi en seinna kom í ljós að Sheen hefði ekki einu sinni verið í Sviss á þessum tíma. Lífið 3.12.2011 11:00 Kolb in the Wild á Faktorý Fjölmargir mættu í útgáfufögnuð Flickmylife-bókarinnar sem útgáfufélögin Ókeibæ(!)kur og Forlagið héldu á skemmtistaðnum Faktorý á fimmtudagskvöldið. Bókin inniheldur rjómann af gríninu sem aðstandendur síðunnar hafa birt undanfarin þrjú ár, en tugþúsundir Íslendinga heimsækja hana á hverjum degi. Glatt var á hjalla þegar Hugleikur Dagsson, Dóri DNA og fleiri grínistar sýndu og spjölluðu um uppáhaldsmyndir sínar úr bókinni. Lífið 3.12.2011 10:30 Tekur myndir af Íslandi „Ísland er draumaland áhugaljósmyndarans og vonandi fæ ég tækifæri til að taka nokkrar myndir. Ég er því miður mjög tímabundinn en vonandi næ ég einhverjum myndum,“ segir óperusöngvarinn Paul Potts en hann þykir nokkuð liðtækur áhugaljósmyndari. Lífið 3.12.2011 10:00 Harry prins hittir fyrrverandi Harry Bretaprins, 27 ára, og fyrrverandi kærastan hans, Chelsy Davy, 26 ára, yfirgáfu næturklúbb í London í sitthvoru lagi eins og sjá má í myndasafni... Lífið 3.12.2011 09:25 Vilja líka skúffuskáldin Tveir áhugamenn um rafbækur og íslenska lestrarhefð hafa opnað nýja rafbókarveitu. Síðan heitir Emma.is og gefur öllum landsmönnum tækifæri til að gefa út sín eigin verk á rafrænu formi. Lífið 3.12.2011 09:00 Rífast aldrei Í meðfylgjandi myndaalbúmi má sjá Ryan Reynolds fyrrverandi eiginmann Scarlett Johansson, sem segir vinnuna hafa eyðilegt hjónaband þeirra eins og sjá má hér, og kærustuna hans, Gossip Girl leikkonuna Blake Lively, 24 ára. Blake og Ryan eru nánari sem aldrei fyrr en sagan segir að þau hafi aldrei rifist. Lífið 3.12.2011 08:27 Vinnan eyðilagði allt Scarlett Johansson hefur viðurkennt í viðtali við Cosmopolitan að vinnuálagið hafi eyðilagt samband hennar og Ryans Reynolds. Þar að auki hafi hún ekki verið reiðubúin til að færa þær fórnir sem hjónaband krefjist. Lífið 3.12.2011 08:00 Sýnisbók um fornleifar Bókin Mannvist – sýnisbók íslenskra fornleifa eftir Birnu Lárusdóttur fornleifafræðing er komin út hjá Opnu. Lífið 3.12.2011 08:00 Winehouse spáð toppsætinu Ný plata frá hinni sálugu Amy Winehouse, Lioness: Hidden Treasures, kemur út á mánudaginn. Talið er að hún fari beint í efsta sæti vinsældalista úti um allan heim. Platan hefur að geyma tólf lög með Winhouse sem hún hafði sum lokið við áður en hún lést. Það voru vinir hennar, upptökustjórarnir Mark Ronson og Salaam Remi, sem völdu lögin. Lífið 3.12.2011 07:00 Árlegar Frostrósir í Færeyjum Tónleikaferðalag Frostrósa hefur farið vel af stað. Níu jólatónleikum af 34 talsins er nú lokið og voru þeir síðustu í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Lífið 3.12.2011 06:00 Norskur kór í Langholtskirkju Norski kórinn Bærum Bachkor heldur tónleika í Langholtskirkju á föstudaginn klukkan 20. Ásamt kórnum kemur hljóðfærahópurinn "Norwegian Cornett & Sackbuts“ sem leika á blásturshljóðfæri frá endurreisnartímanum, meðal annars zink og básúnur. Á efnisskránni eru verk eftir Michael Prätorius, Heinrich Schütz, Giovanni Gabrieli og fleiri. Menning 2.12.2011 20:00 Airwaves seinkað um tvær vikur „Já, við eigum í raun þessa þriðju helgi í október sem hátíðin hefur alltaf verið haldin á, en við erum að þessu til að spara smá peninga,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir, einn skipuleggjenda Iceland Airwaves-hátíðarinnar. Lífið 2.12.2011 19:00 Landaði flottu hlutverki í Rose-leikhúsinu í London „Æfingar byrja í lok janúar. Þetta er virkilega spennandi,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari. Hann hefur hreppt hlutverk Ókunnuga mannsins í uppfærslu Rose-leikhússins í Kingston-hverfinu í London á verki Henrik Ibsen, Konan við hafið. Lífið 2.12.2011 18:00 Andri Freyr á leið til Ameríku „Þetta er í farvatninu en ekki búið að negla endanlega niður,“ segir Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður. Andri sló rækilega í gegn með sjónvarpsþáttunum sínum Andri á flandri sem sýndir voru á RÚV og nú er gert ráð fyrir tveimur þáttaröðum á næsta ári. Lífið 2.12.2011 17:30 « ‹ ›
Elton John bálreiður Elton John segir löngu tímabært að fólk hætti að tengja sjúkdóminn AIDS við samkynhneigða, slíkar tengingar heyri sögunni til og eigi lítið skylt við staðreyndir. Það séu í raun bara fasistar og hálfvitar sem haldi slíku fram. Lífið 3.12.2011 18:30
Langar í barn Russell Brand viðurkenndi í spjallþætti Ellen DeGeneres að hann langaði að eignast barn með eiginkonu sinni, bandarísku söngkonunni Katy Perry. Þær sögusagnir hafa lengi verið á kreiki að hjónaband þeirra tveggja stæði á brauðfótum en annað hefur komið á daginn því Fréttablaðið greindi nýverið frá því að þau hefðu fengið sér húðflúr saman. Lífið 3.12.2011 18:00
Fiðlustelpan á kantinum stígur fram í sviðsljósið "Ég var tilbúin með lag, dúett með mér og Jónsa í Svörtum fötum. Og mér var einfaldlega ráðlagt að senda það inn. Hitt lagið var ég búin að vinna með Þorvaldi Bjarna og ég mat hlutina þannig að það væri skynsamlegast að senda lagið inn í keppnina í stað þess að bíða með útgáfu þess í viku,“ segir Greta Salóme Stefánsdóttir, fiðluleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Lífið 3.12.2011 17:30
Líkja The Charlies við Britney Spears Tónlist íslensku stúlknasveitarinnar The Charlies hefur vakið eftirtekt víða eftir að þær Klara, Alma og Steinunn sendu frá sér mixteipið Start a Fire í byrjun nóvember. Í vikunni útnefndi MTV bloggarinn Bradley Stern lag sveitarinnar, Let That Body Breathe, sem eitt af lögum vikunnar. Stern nefnir fimm lög og eru stúlkurnar í The Charlies þar í hópi með Britney Spears, Rihönnu, bresku sveitinni The Saturdays og sænska dúóinu Rebecca og Fiona. Lífið 3.12.2011 17:00
Gibson á batavegi Samkvæmt vefsíðunni TMZ.com er Mel Gibson í góðum bata. Það er að minnsta kosti álit dómara í Los Angeles, en Gibson og fyrrverandi eiginkona hans, Oksana Grigorieva, hafa átt í harðvítugum deilum um forræði dóttur þeirra. Lífið 3.12.2011 16:30
Opna nýja verslun á Laugavegi „Það jafnast ekkert á við jólastemminguna í miðbænum í desember svo við erum að opna á besta tíma,“ segir Svava Halldórsdóttir fatahönnuður um búðina Verzlunarfjelagið sem opnar á næstu dögum á Laugaveginum. Lífið 3.12.2011 16:00
Grafík fagnaði í Austurbæ Grafík hélt útgáfutónleika í Austurbæ á dögunum til að fagna nýrri safnplötu. Ný heimildarmynd um hljómsveitina var einnig sýnd. Lífið 3.12.2011 15:30
Radcliffe er sóði Kærasta Daniels Radcliffe, Rosie Coker, hefur gefið Harry Potter-leikaranum tvö ár til að bæta umgengni sína. Hann sé nefnilega ótrúlegur sóði heima fyrir. Radcliffe viðurkennir þennan ókost sinn í viðtali nýlega. „Ég held að þetta þýði að ég verði að geta eldað sjálfur og að ég geti ekki leyft mér að skilja við húsið okkar eins og ég geri þessa dagana. Hún hefur gefið mér þennan frest þannig að ég geti fúnkerað heima fyrir,“ bætir Radcliffe við. Lífið 3.12.2011 15:00
Hámaði í sig mat Gary Barlow, söngvari í strákabandinu Take That, segist hafa leitað sér huggunar í mat eftir að sólóferill hans fór illa af stað árið 1998. „Það er eitt að fyrirlíta sjálfan sig í huganum. En þegar þú horfir í spegilinn og fyrirlítur líkamann þinn líka, hvað gerirðu þá?“ sagði Barlow, sem var orðinn 105 kíló á þessum tíma. Lífið 3.12.2011 14:30
Ritstjórar verða fyrirsætur Hlutverkum hefur verið víxlað í tískuheiminum þar sem ritstjórar tískutímarita eru farnir að prýða forsíður og ganga niður tískupallana. Lífið 3.12.2011 14:00
Gerir góðverk í Smáralind í dag Dagný Magnúsdóttir glerlistakona í Þorlákshöfn hefur sett af stað verkefni til styrktar Guðmundi Felix Grétarssyni, sem missti báðar hendurnar. Hann stefnir nú til Frakklands þar sem hann freistar þess að fá græddar á sig hendur... Lífið 3.12.2011 13:46
Slasaðist í ræktinni Ricky Gervais er ákaflega þjáður eftir að hafa tognað í baki þegar hann var í ræktinni. Gervais segir frá þessu á bloggi sínu. Leikarinn, sem er hvað þekktastur fyrir gamanþættina Office og Extras, var að lyfta þegar bakið gaf sig og grínistinn segist vera ákaflega þjáður. Lífið 3.12.2011 13:00
Hittast á leynilegum stefnumótum Nicole Scherzinger og Lewis Hamilton hafa ákveðið að hittast á nokkrum leynilegum stefnumótum til að athuga hvort þau geti blásið lífi í fjögurra ára samband sitt. Parið hætti saman í október en þar sem Formúlu 1-tímabilinu fer senn að ljúka hjá Hamilton gera þau sér nú vonir um að geta eytt góðum tíma saman. Lífið 3.12.2011 12:30
Syngur á Grammy Adele hefur staðfest að hún muni syngja á Emmy-verðlaunahátíðinni í Bandaríkjunum. Breska söngkonan er tilnefnd til sex verðlauna og mun væntanlega ekki hafa mikinn tíma til að undirbúa sig þar sem hún er enn að jafna sig eftir aðgerð á hálsi. Adele er enn í Bandaríkjunum og bíður eftir því að læknar gefi henni grænt ljós. „Takk fyrir allar þær jákvæðu hugsanir sem þið hafið sent mér. Allt gengur vel og ég er mjög jákvæð,“ skrifaði Adele á heimasíðu sinni. Lífið 3.12.2011 12:00
Hughreysti aðdáanda Brad Pitt hughreysti aðdáanda sinn sem hafði íhugað sjálfsvíg áður en hann sá nýjustu mynd leikarans, Moneyball. Pitt var viðstaddur sýningu á myndinni þar sem hægt var að spyrja hann út í söguþráðinn að henni lokinni. Lífið 3.12.2011 11:30
Lifi litasjónvarpsbyltingin Haukur Ingvarsson hefur vakið athygli fyrir sína fyrstu skáldsögu, Nóvember 1976, sem segir frá svaðilför Þórodds Ríkharðssonar þegar hann reynir að verða foreldrum sínum úti um litasjónvarp. Lífið 3.12.2011 11:00
Sögðu Sheen látinn í Sviss Eitt það skemmtilegasta sem prakkarar á Twitter stunda er að lýsa yfir dauða einhvers frægs leikara eða poppstjörnu. Charlie Sheen er nýjasta fórnarlamb slíks hrekks, en hann átti að hafa slasast alvarlega á snjóbretti í skíðaferðlagi með fjölskyldu sinni í Sviss. Fréttin fór fyrst af stað á vefsíðunni Mediafetcher, en þar kom fram að Sheen hefði klesst á tré á miklum hraða. Vefsíðan birti einnig ógreinilega mynd af sjúkraliðum að hjúkra sjúklingi en seinna kom í ljós að Sheen hefði ekki einu sinni verið í Sviss á þessum tíma. Lífið 3.12.2011 11:00
Kolb in the Wild á Faktorý Fjölmargir mættu í útgáfufögnuð Flickmylife-bókarinnar sem útgáfufélögin Ókeibæ(!)kur og Forlagið héldu á skemmtistaðnum Faktorý á fimmtudagskvöldið. Bókin inniheldur rjómann af gríninu sem aðstandendur síðunnar hafa birt undanfarin þrjú ár, en tugþúsundir Íslendinga heimsækja hana á hverjum degi. Glatt var á hjalla þegar Hugleikur Dagsson, Dóri DNA og fleiri grínistar sýndu og spjölluðu um uppáhaldsmyndir sínar úr bókinni. Lífið 3.12.2011 10:30
Tekur myndir af Íslandi „Ísland er draumaland áhugaljósmyndarans og vonandi fæ ég tækifæri til að taka nokkrar myndir. Ég er því miður mjög tímabundinn en vonandi næ ég einhverjum myndum,“ segir óperusöngvarinn Paul Potts en hann þykir nokkuð liðtækur áhugaljósmyndari. Lífið 3.12.2011 10:00
Harry prins hittir fyrrverandi Harry Bretaprins, 27 ára, og fyrrverandi kærastan hans, Chelsy Davy, 26 ára, yfirgáfu næturklúbb í London í sitthvoru lagi eins og sjá má í myndasafni... Lífið 3.12.2011 09:25
Vilja líka skúffuskáldin Tveir áhugamenn um rafbækur og íslenska lestrarhefð hafa opnað nýja rafbókarveitu. Síðan heitir Emma.is og gefur öllum landsmönnum tækifæri til að gefa út sín eigin verk á rafrænu formi. Lífið 3.12.2011 09:00
Rífast aldrei Í meðfylgjandi myndaalbúmi má sjá Ryan Reynolds fyrrverandi eiginmann Scarlett Johansson, sem segir vinnuna hafa eyðilegt hjónaband þeirra eins og sjá má hér, og kærustuna hans, Gossip Girl leikkonuna Blake Lively, 24 ára. Blake og Ryan eru nánari sem aldrei fyrr en sagan segir að þau hafi aldrei rifist. Lífið 3.12.2011 08:27
Vinnan eyðilagði allt Scarlett Johansson hefur viðurkennt í viðtali við Cosmopolitan að vinnuálagið hafi eyðilagt samband hennar og Ryans Reynolds. Þar að auki hafi hún ekki verið reiðubúin til að færa þær fórnir sem hjónaband krefjist. Lífið 3.12.2011 08:00
Sýnisbók um fornleifar Bókin Mannvist – sýnisbók íslenskra fornleifa eftir Birnu Lárusdóttur fornleifafræðing er komin út hjá Opnu. Lífið 3.12.2011 08:00
Winehouse spáð toppsætinu Ný plata frá hinni sálugu Amy Winehouse, Lioness: Hidden Treasures, kemur út á mánudaginn. Talið er að hún fari beint í efsta sæti vinsældalista úti um allan heim. Platan hefur að geyma tólf lög með Winhouse sem hún hafði sum lokið við áður en hún lést. Það voru vinir hennar, upptökustjórarnir Mark Ronson og Salaam Remi, sem völdu lögin. Lífið 3.12.2011 07:00
Árlegar Frostrósir í Færeyjum Tónleikaferðalag Frostrósa hefur farið vel af stað. Níu jólatónleikum af 34 talsins er nú lokið og voru þeir síðustu í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Lífið 3.12.2011 06:00
Norskur kór í Langholtskirkju Norski kórinn Bærum Bachkor heldur tónleika í Langholtskirkju á föstudaginn klukkan 20. Ásamt kórnum kemur hljóðfærahópurinn "Norwegian Cornett & Sackbuts“ sem leika á blásturshljóðfæri frá endurreisnartímanum, meðal annars zink og básúnur. Á efnisskránni eru verk eftir Michael Prätorius, Heinrich Schütz, Giovanni Gabrieli og fleiri. Menning 2.12.2011 20:00
Airwaves seinkað um tvær vikur „Já, við eigum í raun þessa þriðju helgi í október sem hátíðin hefur alltaf verið haldin á, en við erum að þessu til að spara smá peninga,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir, einn skipuleggjenda Iceland Airwaves-hátíðarinnar. Lífið 2.12.2011 19:00
Landaði flottu hlutverki í Rose-leikhúsinu í London „Æfingar byrja í lok janúar. Þetta er virkilega spennandi,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari. Hann hefur hreppt hlutverk Ókunnuga mannsins í uppfærslu Rose-leikhússins í Kingston-hverfinu í London á verki Henrik Ibsen, Konan við hafið. Lífið 2.12.2011 18:00
Andri Freyr á leið til Ameríku „Þetta er í farvatninu en ekki búið að negla endanlega niður,“ segir Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður. Andri sló rækilega í gegn með sjónvarpsþáttunum sínum Andri á flandri sem sýndir voru á RÚV og nú er gert ráð fyrir tveimur þáttaröðum á næsta ári. Lífið 2.12.2011 17:30
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið