Lífið Gunnar söng Two Tricky-lagið fyrir Matta og frú „Við áttum tíu ára brúðkaupsafmæli á fimmtudagskvöldinu en héldum uppá það á degi fyrr enda átti hún þá líka afmæli. Við fórum allur hópurinn á fínan veitingastað og fengum okkur gott að borða. Svo átti Gunni Óla líka tíu ára Eurovision-afmæli og söng af því tilefni Angel fyrir okkur,“ segir Matthías Matthíasson úr vinum Sjonna. Lífið 14.5.2011 15:00 Hræðileg rödd Jolie Angelina Jolie lenti í miklum erfiðleikum þegar hún var að tala inn á teiknimyndina Kung Fu Panda 2. Lífið 14.5.2011 14:00 Í rómantískri gamanmynd Robert De Niro og Diane Keaton hafa samþykkt að leika í rómantísku gamanmyndinni The Big Wedding. Þar leika þau fyrrverandi hjón sem þykjast vera ennþá gift til að eyðileggja ekki brúðkaup ættleidds sonar síns. Með önnur hlutverk fara Katherine Heigl og Amanda Seyfried. Leikstjóri er Justin Zackham, handritshöfundur The Bucket List. Lífið 14.5.2011 13:00 Milljónir í skaðabætur Breska leikkonan Sienna Miller fær að öllum líkindum greiddar tæpar nítján milljónir króna í skaðabætur eftir að götublaðið News Of The World játaði að hafa brotist inn í farsímann hennar. Lífið 14.5.2011 12:00 Myers pabbi í fyrsta sinn Mike Myers, þekktastur fyrir leik sinn í Austin Powers-myndunum, verður pabbi í fyrsta sinn á þessu ári. Eiginkona hans, Kelly Tisdale, á von á sér. Myers og Tisdale gengu að eiga hvort annað við leynilega athöfn í New York og Myers hefur alla tíð verið ákaflega annt um einkalíf sitt. Lífið 14.5.2011 11:00 Perry tekur sér frí Matthew Perry, best þekktur fyrir leik sinn í gamanþáttaröðinni Friends, hefur ákveðið að taka sér frí frá skemmtanaiðnaðinum til að ná betri tökum á edrúmennsku sinni. Perry hefur lengi átt í erfiðleikum með áfengis- og verkjalyfjafíkn sína og fór meðal annars tvívegis í meðferð á meðan á velgengni Friends stóð. Lífið 14.5.2011 11:00 Saman á sviði í fyrsta sinn Bræðurnir Gunnlaugur og Ólafur Egill Egilssynir stíga í fyrsta sinn saman á svið í leik- og dansverkinu Klúbburinn. Aðeins eitt og hálft ár skilur bræðurna að. Lífið 14.5.2011 10:00 ELLA opnar vefverslun Meðfylgjandi myndir tók Aldís Pálsdóttir þegar ELLA opnaði nýja vefverslu Ellabyel.com með pompi og prakt með heljarinnar sýningu á 1919 hótel Reykjavík. Fjöldi manns kom saman til að sjá vandaðan kvenfatnað ELLU sem saumaður er í Evrópu. Fatnaðurinn er einnig fáanlegur í Kronkron. Lífið 14.5.2011 08:30 Spennandi tónlistarsumar Emmsjé Gauti, Jón Jónsson, Mugison og FM Belfast gefa út nýjar plötur í sumar sem margir bíða með mikilli eftirvæntingu. Fleiri sólríkar og spennandi útgáfur úr ýmsum áttum eru á leiðinni. Lífið 14.5.2011 08:15 Mikill metnaður á Íslandi Atvinnumaðurinn fyrrverandi Brett Kirk er á ferðalagi um heiminn til að kynna ástralskan fótbolta. Hann segir íslenska andspyrnumenn vera metnaðarfulla og hafa mikla ástríðu fyrir íþróttinni. Lífið 13.5.2011 21:00 Ekki reyna að segja mér að þessir séu þægilegir Leikkonan Blake Lively átti ekki í vandræðum með að ganga um í Christian Louboutin hælaskónum sínum í Frakklandi á Chanel tískusýningu þar sem fatnaður fyrir árið 2012 var sýndur. Þá má einngig sjá Karolínu og Alexöndru, prinsessurnar af Mónakó, í myndasafni. Lífið 13.5.2011 16:23 Sjáðu þessa handleggi maður Heiðrún Fitness Sigurðardóttir kynnti nýja Fitness poppið í höfuðstöðvum Iðnmark í dag. Fitnesspoppið er hvítur maís laus við transfitu og því kjörið sem millimál eða snakk á kvöldin fyrir þá sem vilja halda sér í líkamlega góðu formi að sögn Heiðrúnar. Þá má einnig sjá stælta handleggi Heiðrúnar í meðfylgjandi myndskeiði. Lífið 13.5.2011 15:19 DiCaprio á lausu Leonardo DiCaprio er hættur með kærustu sinni, ísraelsku fyrirsætunni Bar Rafaeli. Þetta kemur fram í New York Post. Þau hafa verið saman í fimm ár og ákváðu í síðustu viku að þetta væri orðið gott. Lífið 13.5.2011 15:00 Heldur Perry á jörðinni Katy Perry segir að eiginmaður hennar, Russell Brand, haldi henni jarðtengdri. Hún eigi það til að missa stundum fótanna í glamúr og glys fræga fólksins. Þetta kemur fram í Vanity Fair. Lífið 13.5.2011 14:30 Er þetta ekki full gróft? Meðfylgjandi má sjá leikkonuna Jennifer Aniston í vægast sagt dónalegri stellingu og að ekki sé minnst á atriðin þar sem hún sýnir fullmikið hold. Í myndinni leikur Jennifer tannlækni sem hegðar sér afbrigðilega eins og sjá má í myndskeiðinu. Lífið 13.5.2011 14:26 Pippa í stríð við gulu pressuna Pippa Middleton, yngri systir Katrínar hertogaynju, hyggst höfða mál á hendur nokkrum slúðurblöðum fyrir að birta myndir af sér og systur hennar á snekkju í bikiní samkvæmt AP-fréttastofunni. Birting myndanna hefur leitt til þess að Middleton-fjölskyldan hefur kvartað til siðanefndar Blaðamannafélags Bretlands. Lífið 13.5.2011 13:00 Björn Bragi og Þórunn Antonía taka við af Audda og Sveppa Björn Bragi Arnarsson, ritstjóri Monitor, og Þórunn Antonía Magnúsdóttir úr Steindanum okkar hafa verið ráðin til að stjórna vikulegum sjónvarpsþætti á Stöð 2. Þátturinn á að koma í staðinn fyrir Audda og Sveppa, sem hefur verið á dagskrá á föstudagskvöldum síðan í janúar 2009. Lífið 13.5.2011 12:00 Leikur knattspyrnu með stjörnunum í Cannes Leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson tekur þátt í góðgerðaleik í fótbolta á Cannes-hátíðinni í Frakklandi á morgun. Á meðal þátttakenda verða Zinedine Zidane, Eric Cantona og Jude Law. „Maður má ekkert taka á því í kvöld því maður verður að vera „fitt" fyrir laugardaginn," segir Friðrik Þór, sem átti afmæli þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Hann lætur því eingöngu vatn inn fyrir sínar varir fram að leik og ætlar að sleppa kokteilunum og kampavínsglösunum sem freista gesta Cannes hvað eftir annað. Lífið 13.5.2011 11:00 Gucci gyðjurnar eru svo með´etta Leikkonurnar Jennifer Lopez og Salma Hayek klæddust báðar keimlíkum Gucci kjólum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum með viku millibili þó. Báðar voru stórglæsilegar með hárið tekið aftur. Þá má einnig sjá Antonio Banderas bregða á leik með Sölmu. Lífið 13.5.2011 10:44 Eurovision ekki bara hommar með meik "Ég er forfallinn Eurovision-sjúklingur. Hef lifað tímana tvenna og man ekki eftir maí þar sem ég fylgdist ekki með Eurovision,“ segir þúsundþjalasmiðurinn Gunnar Sigurðarson. Gunnar og Viðar Ingi Pétursson, félagi hans úr útvarpsþættinum sáluga Grútvarp, lýsa Eurovision-keppninni á morgun í beinni útsendingu á útvarpsstöðinni X977. Gunnar segist vera að svara kalli þjóðarinnar, en nokkur óánægja var með fjarveru Sigmars Guðmundssonar í undankeppninni á þriðjudaginn. Lífið 13.5.2011 10:30 Dásamlegt dömuboð Á meðfylgjandi myndum má sjá gesti sem mættu í dásamlegt dömuboð sem haldið var í Ásmundarsafni þar sem nýr ilmur sem ber heitið Aura og er frá Swarovski var kynntur með stæl. Eins og sjá má í þessu myndskeiði var gríðarlega góð stemning á meðal kvennanna. Sjá meira um Aura ilminn á Facebooksíðu Sigurborgar. Lífið 13.5.2011 09:08 Ósáttir við að vera á lista styrktarsjóðsins Kraums Ultra Mega Technobandið Stefán er ósátt við að vera á lista Kraums yfir hljómsveitir sem hafa hlotið styrk frá sjóðnum. Ekkert mál að taka hljómsveitina af listanum, segir fráfarandi framkvæmdastjóri Kraums. Lífið 13.5.2011 08:00 Hreimur: Við erum í nettu losti með þetta allt saman Við höfðum samband við Hreim Örn Heimisson, einn af vinum Sjonna í Dusseldorf, til að forvitnast hvað þýska söngkonan Lena, sigurvegari Eurovision í fyrra, eldaði fyrir okkar menn. "Lena eldaði kartöflusalat með pylsum," svaraði Hreimur og sagði spurður út í líðan hans og félaganna eftir að þeir komust óvænt áfram í keppninni. "Við erum í nettu losti með þetta allt saman." "Dagurinn í dag var undirlagður af fjölmiðlaviðtölum. Átta tíma vakt takk fyrir," sagði Heimur glaður í bragði eins og honum er von og vísa spurður út í viðburði dagsins. Lífið 12.5.2011 17:54 Vampíruleikari á nýjum slóðum Flestar táningsstúlkur og mæður þeirra þekkja Robert Pattinson eða vampírupersónuna hans, Edward Cullen, úr Twilight-myndunum. En um helgina gefst fólki tækifæri til að sjá þennan mikla hjartaknúsara 21. aldarinnar í nýju hlutverki í ástarmyndinni Water for Elephants. Lífið 12.5.2011 17:45 Spears í myndasögu Líf Britney Spears mun brátt birtast í myndasöguformi. Það er myndasögufyrirtækið Bluewater sem stendur fyrir því en það hefur áður gert sér mat úr hrakfallasögu Lindsay Lohan, velgengni Lady Gaga og ástarsambandi Twilight-stjarnanna Robert Pattinson og Kristen Stewart. Lífið 12.5.2011 17:15 Okkervil River reynir að spila með stóru strákunum Okkervil River er ekki þekktasta hljómsveit heims, en hefur engu að síður verið dáð af tónlistargrúskurum síðustu ár. Lífið 12.5.2011 16:00 Angelina útskýrir nýja húðflúrið Leikararnir Angelina Jolie og Jack Black spjalla í meðfylgjandi myndskeiði um nýju teiknimyndina Kung Fu Panda 2, á kvikmyndahátíðinni í Cannes en þau ljá aðalsöguhetjunum raddir sínar. Það sem merkilegra þykir er þegar Angelina, í umræddu viðtali, útskýrir hvað nýjasta húðflúrið sem hefur bæst við fæðingarstaði barna sem hún hefur látið húðflúra á handlegginn á sér merkir. Svarið er fæðingarstaður unnusta hennar, leikarans Brad Pitt. Lífið 12.5.2011 15:38 Ólétt með truflaða útgeislun Leikkonan Jessica Alba, 30 ára, sólar sig ásamt dóttur sinni, Honor Marie, í Mexíkó þessa dagana. Eins og sjá má á myndunum er Jessica barnshafandi og þetta líka glæsileg. Þá má einnig sjá Jessicu í Ralph Lauren síðkjól með Neil Lane hring ásamt eiginmanni sínum, Cash Warren í New York 2. maí síðastliðinn. Lífið 12.5.2011 15:07 Margrét skrifar ævisögu Ellýjar Margrét Blöndal, útvarpskonan góðkunna af Rás 2, hefur síðastliðna tvo mánuði unnið að gerð ævisögu Ellýjar Vilhjálms, ástsælustu dægurlagasöngkonu Íslands. Lífið 12.5.2011 15:00 Lúxuslíf Will Smith á tökustað Bandaríski leikarinn Will Smith vill hafa það gott á tökustað, ef marka má nýlegar fréttir New York Post, því hann hefur leigt sér tveggja hæða færanlegan íbúðarvagn til að geta slakað á milli takna. Smith er nú staddur í New York þar sem tökur á MIB 3 eða Menn í svörtu 3 standa yfir og hefur komið íbúðarvagninum sínum fyrir í miðju SoHo-hverfinu. Lífið 12.5.2011 15:00 « ‹ ›
Gunnar söng Two Tricky-lagið fyrir Matta og frú „Við áttum tíu ára brúðkaupsafmæli á fimmtudagskvöldinu en héldum uppá það á degi fyrr enda átti hún þá líka afmæli. Við fórum allur hópurinn á fínan veitingastað og fengum okkur gott að borða. Svo átti Gunni Óla líka tíu ára Eurovision-afmæli og söng af því tilefni Angel fyrir okkur,“ segir Matthías Matthíasson úr vinum Sjonna. Lífið 14.5.2011 15:00
Hræðileg rödd Jolie Angelina Jolie lenti í miklum erfiðleikum þegar hún var að tala inn á teiknimyndina Kung Fu Panda 2. Lífið 14.5.2011 14:00
Í rómantískri gamanmynd Robert De Niro og Diane Keaton hafa samþykkt að leika í rómantísku gamanmyndinni The Big Wedding. Þar leika þau fyrrverandi hjón sem þykjast vera ennþá gift til að eyðileggja ekki brúðkaup ættleidds sonar síns. Með önnur hlutverk fara Katherine Heigl og Amanda Seyfried. Leikstjóri er Justin Zackham, handritshöfundur The Bucket List. Lífið 14.5.2011 13:00
Milljónir í skaðabætur Breska leikkonan Sienna Miller fær að öllum líkindum greiddar tæpar nítján milljónir króna í skaðabætur eftir að götublaðið News Of The World játaði að hafa brotist inn í farsímann hennar. Lífið 14.5.2011 12:00
Myers pabbi í fyrsta sinn Mike Myers, þekktastur fyrir leik sinn í Austin Powers-myndunum, verður pabbi í fyrsta sinn á þessu ári. Eiginkona hans, Kelly Tisdale, á von á sér. Myers og Tisdale gengu að eiga hvort annað við leynilega athöfn í New York og Myers hefur alla tíð verið ákaflega annt um einkalíf sitt. Lífið 14.5.2011 11:00
Perry tekur sér frí Matthew Perry, best þekktur fyrir leik sinn í gamanþáttaröðinni Friends, hefur ákveðið að taka sér frí frá skemmtanaiðnaðinum til að ná betri tökum á edrúmennsku sinni. Perry hefur lengi átt í erfiðleikum með áfengis- og verkjalyfjafíkn sína og fór meðal annars tvívegis í meðferð á meðan á velgengni Friends stóð. Lífið 14.5.2011 11:00
Saman á sviði í fyrsta sinn Bræðurnir Gunnlaugur og Ólafur Egill Egilssynir stíga í fyrsta sinn saman á svið í leik- og dansverkinu Klúbburinn. Aðeins eitt og hálft ár skilur bræðurna að. Lífið 14.5.2011 10:00
ELLA opnar vefverslun Meðfylgjandi myndir tók Aldís Pálsdóttir þegar ELLA opnaði nýja vefverslu Ellabyel.com með pompi og prakt með heljarinnar sýningu á 1919 hótel Reykjavík. Fjöldi manns kom saman til að sjá vandaðan kvenfatnað ELLU sem saumaður er í Evrópu. Fatnaðurinn er einnig fáanlegur í Kronkron. Lífið 14.5.2011 08:30
Spennandi tónlistarsumar Emmsjé Gauti, Jón Jónsson, Mugison og FM Belfast gefa út nýjar plötur í sumar sem margir bíða með mikilli eftirvæntingu. Fleiri sólríkar og spennandi útgáfur úr ýmsum áttum eru á leiðinni. Lífið 14.5.2011 08:15
Mikill metnaður á Íslandi Atvinnumaðurinn fyrrverandi Brett Kirk er á ferðalagi um heiminn til að kynna ástralskan fótbolta. Hann segir íslenska andspyrnumenn vera metnaðarfulla og hafa mikla ástríðu fyrir íþróttinni. Lífið 13.5.2011 21:00
Ekki reyna að segja mér að þessir séu þægilegir Leikkonan Blake Lively átti ekki í vandræðum með að ganga um í Christian Louboutin hælaskónum sínum í Frakklandi á Chanel tískusýningu þar sem fatnaður fyrir árið 2012 var sýndur. Þá má einngig sjá Karolínu og Alexöndru, prinsessurnar af Mónakó, í myndasafni. Lífið 13.5.2011 16:23
Sjáðu þessa handleggi maður Heiðrún Fitness Sigurðardóttir kynnti nýja Fitness poppið í höfuðstöðvum Iðnmark í dag. Fitnesspoppið er hvítur maís laus við transfitu og því kjörið sem millimál eða snakk á kvöldin fyrir þá sem vilja halda sér í líkamlega góðu formi að sögn Heiðrúnar. Þá má einnig sjá stælta handleggi Heiðrúnar í meðfylgjandi myndskeiði. Lífið 13.5.2011 15:19
DiCaprio á lausu Leonardo DiCaprio er hættur með kærustu sinni, ísraelsku fyrirsætunni Bar Rafaeli. Þetta kemur fram í New York Post. Þau hafa verið saman í fimm ár og ákváðu í síðustu viku að þetta væri orðið gott. Lífið 13.5.2011 15:00
Heldur Perry á jörðinni Katy Perry segir að eiginmaður hennar, Russell Brand, haldi henni jarðtengdri. Hún eigi það til að missa stundum fótanna í glamúr og glys fræga fólksins. Þetta kemur fram í Vanity Fair. Lífið 13.5.2011 14:30
Er þetta ekki full gróft? Meðfylgjandi má sjá leikkonuna Jennifer Aniston í vægast sagt dónalegri stellingu og að ekki sé minnst á atriðin þar sem hún sýnir fullmikið hold. Í myndinni leikur Jennifer tannlækni sem hegðar sér afbrigðilega eins og sjá má í myndskeiðinu. Lífið 13.5.2011 14:26
Pippa í stríð við gulu pressuna Pippa Middleton, yngri systir Katrínar hertogaynju, hyggst höfða mál á hendur nokkrum slúðurblöðum fyrir að birta myndir af sér og systur hennar á snekkju í bikiní samkvæmt AP-fréttastofunni. Birting myndanna hefur leitt til þess að Middleton-fjölskyldan hefur kvartað til siðanefndar Blaðamannafélags Bretlands. Lífið 13.5.2011 13:00
Björn Bragi og Þórunn Antonía taka við af Audda og Sveppa Björn Bragi Arnarsson, ritstjóri Monitor, og Þórunn Antonía Magnúsdóttir úr Steindanum okkar hafa verið ráðin til að stjórna vikulegum sjónvarpsþætti á Stöð 2. Þátturinn á að koma í staðinn fyrir Audda og Sveppa, sem hefur verið á dagskrá á föstudagskvöldum síðan í janúar 2009. Lífið 13.5.2011 12:00
Leikur knattspyrnu með stjörnunum í Cannes Leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson tekur þátt í góðgerðaleik í fótbolta á Cannes-hátíðinni í Frakklandi á morgun. Á meðal þátttakenda verða Zinedine Zidane, Eric Cantona og Jude Law. „Maður má ekkert taka á því í kvöld því maður verður að vera „fitt" fyrir laugardaginn," segir Friðrik Þór, sem átti afmæli þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Hann lætur því eingöngu vatn inn fyrir sínar varir fram að leik og ætlar að sleppa kokteilunum og kampavínsglösunum sem freista gesta Cannes hvað eftir annað. Lífið 13.5.2011 11:00
Gucci gyðjurnar eru svo með´etta Leikkonurnar Jennifer Lopez og Salma Hayek klæddust báðar keimlíkum Gucci kjólum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum með viku millibili þó. Báðar voru stórglæsilegar með hárið tekið aftur. Þá má einnig sjá Antonio Banderas bregða á leik með Sölmu. Lífið 13.5.2011 10:44
Eurovision ekki bara hommar með meik "Ég er forfallinn Eurovision-sjúklingur. Hef lifað tímana tvenna og man ekki eftir maí þar sem ég fylgdist ekki með Eurovision,“ segir þúsundþjalasmiðurinn Gunnar Sigurðarson. Gunnar og Viðar Ingi Pétursson, félagi hans úr útvarpsþættinum sáluga Grútvarp, lýsa Eurovision-keppninni á morgun í beinni útsendingu á útvarpsstöðinni X977. Gunnar segist vera að svara kalli þjóðarinnar, en nokkur óánægja var með fjarveru Sigmars Guðmundssonar í undankeppninni á þriðjudaginn. Lífið 13.5.2011 10:30
Dásamlegt dömuboð Á meðfylgjandi myndum má sjá gesti sem mættu í dásamlegt dömuboð sem haldið var í Ásmundarsafni þar sem nýr ilmur sem ber heitið Aura og er frá Swarovski var kynntur með stæl. Eins og sjá má í þessu myndskeiði var gríðarlega góð stemning á meðal kvennanna. Sjá meira um Aura ilminn á Facebooksíðu Sigurborgar. Lífið 13.5.2011 09:08
Ósáttir við að vera á lista styrktarsjóðsins Kraums Ultra Mega Technobandið Stefán er ósátt við að vera á lista Kraums yfir hljómsveitir sem hafa hlotið styrk frá sjóðnum. Ekkert mál að taka hljómsveitina af listanum, segir fráfarandi framkvæmdastjóri Kraums. Lífið 13.5.2011 08:00
Hreimur: Við erum í nettu losti með þetta allt saman Við höfðum samband við Hreim Örn Heimisson, einn af vinum Sjonna í Dusseldorf, til að forvitnast hvað þýska söngkonan Lena, sigurvegari Eurovision í fyrra, eldaði fyrir okkar menn. "Lena eldaði kartöflusalat með pylsum," svaraði Hreimur og sagði spurður út í líðan hans og félaganna eftir að þeir komust óvænt áfram í keppninni. "Við erum í nettu losti með þetta allt saman." "Dagurinn í dag var undirlagður af fjölmiðlaviðtölum. Átta tíma vakt takk fyrir," sagði Heimur glaður í bragði eins og honum er von og vísa spurður út í viðburði dagsins. Lífið 12.5.2011 17:54
Vampíruleikari á nýjum slóðum Flestar táningsstúlkur og mæður þeirra þekkja Robert Pattinson eða vampírupersónuna hans, Edward Cullen, úr Twilight-myndunum. En um helgina gefst fólki tækifæri til að sjá þennan mikla hjartaknúsara 21. aldarinnar í nýju hlutverki í ástarmyndinni Water for Elephants. Lífið 12.5.2011 17:45
Spears í myndasögu Líf Britney Spears mun brátt birtast í myndasöguformi. Það er myndasögufyrirtækið Bluewater sem stendur fyrir því en það hefur áður gert sér mat úr hrakfallasögu Lindsay Lohan, velgengni Lady Gaga og ástarsambandi Twilight-stjarnanna Robert Pattinson og Kristen Stewart. Lífið 12.5.2011 17:15
Okkervil River reynir að spila með stóru strákunum Okkervil River er ekki þekktasta hljómsveit heims, en hefur engu að síður verið dáð af tónlistargrúskurum síðustu ár. Lífið 12.5.2011 16:00
Angelina útskýrir nýja húðflúrið Leikararnir Angelina Jolie og Jack Black spjalla í meðfylgjandi myndskeiði um nýju teiknimyndina Kung Fu Panda 2, á kvikmyndahátíðinni í Cannes en þau ljá aðalsöguhetjunum raddir sínar. Það sem merkilegra þykir er þegar Angelina, í umræddu viðtali, útskýrir hvað nýjasta húðflúrið sem hefur bæst við fæðingarstaði barna sem hún hefur látið húðflúra á handlegginn á sér merkir. Svarið er fæðingarstaður unnusta hennar, leikarans Brad Pitt. Lífið 12.5.2011 15:38
Ólétt með truflaða útgeislun Leikkonan Jessica Alba, 30 ára, sólar sig ásamt dóttur sinni, Honor Marie, í Mexíkó þessa dagana. Eins og sjá má á myndunum er Jessica barnshafandi og þetta líka glæsileg. Þá má einnig sjá Jessicu í Ralph Lauren síðkjól með Neil Lane hring ásamt eiginmanni sínum, Cash Warren í New York 2. maí síðastliðinn. Lífið 12.5.2011 15:07
Margrét skrifar ævisögu Ellýjar Margrét Blöndal, útvarpskonan góðkunna af Rás 2, hefur síðastliðna tvo mánuði unnið að gerð ævisögu Ellýjar Vilhjálms, ástsælustu dægurlagasöngkonu Íslands. Lífið 12.5.2011 15:00
Lúxuslíf Will Smith á tökustað Bandaríski leikarinn Will Smith vill hafa það gott á tökustað, ef marka má nýlegar fréttir New York Post, því hann hefur leigt sér tveggja hæða færanlegan íbúðarvagn til að geta slakað á milli takna. Smith er nú staddur í New York þar sem tökur á MIB 3 eða Menn í svörtu 3 standa yfir og hefur komið íbúðarvagninum sínum fyrir í miðju SoHo-hverfinu. Lífið 12.5.2011 15:00