Körfubolti

Pau Gasol vill spila með spænska landsliðinu á EM

Pau Gasol, framherji Los Angeles Lakers, er fullur af orku og tilbúinn í slaginn á ný með spænska landsliðinu enda var úrslitakeppnin óvenjustutt hjá Lakers-mönnum í vor. Gasol hefur því ákveðið að bjóða fram krafta sína í spænska landsliðinu sem spilar á EM í Litháen í september.

Körfubolti

Dirk Nowitzki sleit sin í fingri í nótt - hefur ekki áhyggjur

Dirk Nowitzki, lykilmaður Dallas Mavericks, varð ekki aðeins að sætta sig við tap í fyrsta úrslitaleiknum á móti Miami Heat í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í nótt því hann varð líka fyrir því óláni að slíta sin í fingri í leiknum. Nowitzki meiddist reyndar ekki á skothendinni en þarf að spila með spelku á fingrinum það sem eftir lifir lokaúrslitanna.

Körfubolti

Terry ætlar að taka af sér bikar-tattúið ef Dallas tapar

Jason Terry vakti athygli í síðustu viku þegar upp komst að hann væri búinn að láta tattúera NBA-bikarinn á upphandleginn á sér en Terry hefur aldrei náð því að vera NBA-meistari. Terry og félagar í Dallas Mavericks eru komnir alla leið í úrslitaeinvígið á móti Miami Heat og er fyrsti leikur einvígisins í Miami í kvöld.

Körfubolti

Kidd elsti bakvörðurinn til að byrja í lokaúrslitum NBA

Úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld þegar Dallas Mavericks sækir lið Miami Heat heim. Jason Kidd, leikstjórnandi, Dallas-liðsins er kominn í lokaúrslitin í þriðja sinn á ferlinum og hann mun setja met á fyrstu sekúndu leiksins í kvöld sem verður í beinni á Stöð 2 Sport klukkan eitt í nótt.

Körfubolti

Falur þjálfar kvennalið Keflavíkur - Pálína áfram í Keflavík

Falur Harðarson hefur skrifað undir tveggja ára samning um að þjálfa kvennalið Keflavíkur en hann var aðstoðarmaður Jóns Halldórs Eðvaldssonar í vetur og hjálpaði liðinu að vinna þrefalt. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur en þar kemur einnig fram að Pálína Gunnlaugsdóttir hafi skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.

Körfubolti

NBA: Fær LeBron að dekka Dirk í úrslitunum?

Það styttist nú óðum í að lokaúrslit NBA-deildarinnar hefjist þar sem mætast Miami Heat og Dallas Mavericks. Margir líta á þetta sem einvígi á milli hinna frábæru leikmanna LeBron James og Dirk Nowitzki sem eiga báðir eftir að kynnast því á farsælum ferli að verða NBA-meistari.

Körfubolti

Stóriðjutroð og ekkert majónes

Síðustu árin hefur Svali Björgvinsson hlotið mikla athygli fyrir frumlegar og bráðskemmtilegar lýsingar á körfuknattleiksleikjum í sjónvarpi. Rætt er við Svala í helgarblaði Fréttablaðsins og rifjuð upp eftirminnileg ummæli hans úr lýsingum.

Körfubolti

Kevin McHale tekur við Houston-liðinu

Kevin McHale hefur samið við NBA-liðið Houston Rockets um að verða næsti þjálfari liðsins en hann gerði þriggja ára samning með möguleika á framlengingu um eitt ár. McHale tekur við af Rick Adelman sem hefur þjálfað Rockets-liðið síðan 2007.

Körfubolti

LeBron James: Mánuður eftir af hatrinu

LeBron James fór á kostum í úrslitum Austudeildarinnar þar sem Miami Heat vann 4-1 sigur á Chicago Bulls og tryggði sér sæti í lokaúrslitunum á móti Dallas. Miami-liðið er nú aðeins fjórum sigrum frá meistaratitlinum sem þeir lofuðu stuðningsmönnum sínum í júlí síðastliðnum.

Körfubolti

NBA: Miami komið í lokaúrslitin á móti Dallas

Miami Heat vann fjórða leikinn í röð á móti Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og tryggði sér þar með sæti í lokaúrslitunum á móti Dallas Mavericks. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2006 sem bæði þessi lið komast alla leið í úrslitin.

Körfubolti

Brynjar Þór samdi við KR

Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði KR, gerði í gær nýjan tveggja ára samning við félagið. Það er þó með þeim fyrirvara að hann fari mögulega erlendis en hann er að þreifa fyrir sér þar.

Körfubolti

Ekkert hlustað á Kobe þegar Mike Brown var ráðinn

Bandarískir fjölmiðlamenn eru að hneykslast á því í dag að forráðamenn Los Angeles Lakers hafi ekkert talað við Kobe Bryant, aðalstjörnu liðsins, áður en þeir réðu Mike Brown, fyrrum þjálfara Cleveland, sem eftirmann Phil Jackson. Brown var ráðinn þjálfari Lakers í nótt og Bryant fékk í framhaldinu sms-skilaboð um að hann væri kominn með nýjan þjálfara.

Körfubolti

NBA: Dallas í úrslitin eftir þriðja sigurinn í röð á Oklahoma City

Dallas Mavericks tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 100-96 heimasigur á Oklahoma City Thunder en Dallas vann einvígið þar með 4-1 efrir að hafa unnið þrjá síðustu leikina. Dallas hefur unnið 10 af síðustu 11 leikjum sínum í úrslitakeppninni og er komið í úrslitin í fyrsta sinn síðan 2006.

Körfubolti

Ætlum okkur titilinn

"Við ætlum okkur titilinn og ekkert kjaftæði,“ sagði ákveðinn formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, Magnús Andri Hjaltason, en félagið gekk í gær frá samningum við þá Sigurð Þorsteinsson og Jóhann Árna Ólafsson.

Körfubolti

Sigurður Gunnar og Jóhann Árni í Grindavík

Grindvíkingar eru að fá stóran liðstyrk í körfunni því samkvæmt heimildum Víkurfrétta þá munu þeir Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Jóhann Árni Ólafsson skrifa undir samning við Grindavík í kvöld. Sigurður Gunnar kemur frá Keflavík en Jóhann Árni frá Njarðvík.

Körfubolti

NBA: Miami komið í 3-1 eftir sigur á Chicago í framlengingu

Miami Heat er einum sigri frá því að komast í lokaúrslitin í NBA-deildinni í körfubolta eftir 101-93 heimasigur á Chicago Bulls í framlengdum fjórða leik liðanna í nótt. Miami-liðið er þar með búið að vinna þrjá leiki í röð í einvíginu eftir skellinn í fyrsta leik. Næsti leikur er í Chicago.

Körfubolti

Helena Sverrisdóttir semur við Hauka

Fremsta körfuboltakona landsins, Helena Sverrisdóttir, hefur skrifað undir samning við Hauka um að taka að sér þjálfun efnilegustu stúlkna Hauka í sumar ásamt að þjálfa á sumaræfingum Hauka. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Körfubolti

Guðmundur fer frá Njarðvík til Þorlákshafnar

Guðmundur Jónsson, bakvörður Njarðvíkinga, hefur ákveðið að yfirgefa Njarðvíkurliðið og spila með nýliðum Þórs úr Þorlákshöfn í Iceland Express deild karla í körfubolta á næsta tímabili. Þetta kom fram á karfan.is.

Körfubolti

NBA: Bosh í stuði þegar Miami komst í 2-1 á móti Chicago

Miami Heat hélt sigurgöngu sinni áfram á heimavelli í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar liðið vann 98-85 sigur á Chicago Bulls í þriðja leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami er komið í 2-1 og vantar tvo sigra til viðbótar til þess að komast í lokaúrslitin.

Körfubolti