Körfubolti

Yfirlýsing frá KR: KR er sannfært um sakleysi Margrétar Köru

KR-ingar hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um leikbann Margrétar Köru Sturludóttur og það að hún hafi verið kærð til lögreglu fyrir líkamsárás. Málið má rekja til þess að Margrét Kara sló til Haukakonunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í deildarleik Hauka og KR fyrir tæpum tveimur vikum.

Körfubolti

NBA: Boston vann í New York og Tim Duncan meiddist

San Antonio Spurs er áfram á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta eftir sigur á Golden State Warriors í nótt en liðið varð fyrir áfalli þegar Tim Duncan meiddist illa á ökkla. Boston Celtics og Chicago Bulls unnu bæði sinn fimmtugasta leik á tímabilinu og sitja hlið við hlið á toppnum í Austurdeildinni.

Körfubolti

Þór tryggði sér oddaleik

Þór Akureyri vann dramatískan 76-73 sigur á Val í úrslitakeppni 1. deildar karla í Vodafonehöllinni í gærkvöldi. Valur hefði tryggt sér sæti í úrvalsdeild með sigri en missti frá sér leikinn í lokin.

Körfubolti

Pétur: Höfum burði til þess að senda Snæfell í frí

"Við sýndum það hér í kvöld að við getum alveg staðið í þeim bestu,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. Haukar unnu virkilega sannfærandi sigur gegn Snæfelli í öðrum leik liðana í 8-liða úrslitum Iceland Express-deild karla og knúði því fram oddaleik.

Körfubolti

Sigurður: Byrjuðum eins og aumingjar

Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í kvöld en Sigurður Þorsteinsson var klárlega þeirra besti maður. Þeir hefðu getað tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Seljaskóla í kvöld en það voru ÍR-ingar sem fögnuðu á endanum eftir 106-89 sigur.

Körfubolti

Eiríkur: Þurfum að sanna okkur á útivelli

"Það er orðið nokkuð síðan við unnum leik í úrslitakeppni og nokkuð síðan við unnum Keflavík. Þetta var mjög sætt,“ sagði Eiríkur Önundarson ÍR-ingur eftir að liðið vann 106-89 sigur á Keflvíkingum í kvöld. Það er því ljóst að oddaleik þarf í einvíginu,

Körfubolti

Fanney: Njarðvík er með hörku lið

"Þetta var engan veginn það sem við lögðum upp með, við förum í alla leiki til að vinna þá og það gekk ekki í dag enda spiluðum við illa," sagði Fanney Lind Guðmundsdóttir, leikmaður Hamars eftir 86-78 tap gegn Njarðvík.

Körfubolti

KR sópaði Njarðvík út í fyrsta sinn í 21 ár

KR-ingar unnu 2-0 sigur á Njarðvík í einvígi liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild karla en KR vann leikina tvo örugglega, með 12 stiga mun í DHL-höllinni á fimmtudaginn og með 16 stiga mun í Ljónagryfjunni í gærkvöldi.

Körfubolti

Draftsite.com: Spáir því að Helena verði valin inn í WNBA-deildina

Vefsíðan Draftsite.com spáir því að Helena Sverrisdóttir verði valin í nýliðavali WNBA deildarinnar sem fer fram í byrjun næsta mánaðar. Samkvæmt spá síðunnar, sem er ekki tengd kvennadeild NBA né öðrum landssamtökum í íþróttum innan Bandaríkjanna, þá mun Seattle Storm velja Helenu í þriðju umferð. Karfan.is sagði fyrst frá þessu.

Körfubolti

NBA: Lakers með tólfta sigurinn í síðustu þrettán leikjum

Kobe Bryant og Derek Fisher voru í aðalhlutverkum þegar Los Angeles Lakers landaði naumum sigri á Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Toronto Raptors vann langþráðan útisigur og endaði sex leikja sigurgöngu Oklahoma City Thunder og þá vann Milwaukee Bucks sigur á New York Knicks.

Körfubolti

Hrafn: Bekkurinn er að koma frábær inn

„Þetta var bara hörkuleikur sem við þurftum að hafa mikið fyrir,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. KR-ingar eru komnir í undanúrslit Iceland Express-deild karla eftir að hafa sópað Njarðvíkingum í sumarfrí. Leikurinn í kvöld fór 80-96 fyrir KR-inga og sigurinn í raun aldrei í hættu.

Körfubolti

Páll Axel: Vorum allt of linir

Páll Axel Vilbergsson var daufur á dálkinn eftir tap Grindvíkinga gegn Stjörnunni í öðrum leiknum í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, 91-74.

Körfubolti

Friðrik: Töpuðum fyrir miklu betra liði

„Við töpuðum bara fyrir mun betra liði í kvöld,“ sagði Friðrik Ragnarsson, annar þjálfari Njarðvíkinga, eftir tapið í kvöld. Njarðvíkingar eru komnir í sumarfrí eftir að hafa tapað einvíginu gegn KR 2-0 í 8-liða úrslitum Iceland Express-deild karla. Leikurinn í kvöld fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík en honum lauk með 80-96 sigri gestanna.

Körfubolti

Shouse: Of mikill snjór til að fara í sumarfrí

"Þetta eru frábær úrslit og í hvert sinn sem maður er með bakið upp við vegg þá þarf maður á góðri frammistöðu að halda. Við vorum frábærir í kvöld. Það er alltof mikill snjór úti til að fara í sumarfrí,“ sagði Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar kátur eftir liðið hafði betur gegn Grindavík, 91-74 í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar í körfuknattleik.

Körfubolti

Umfjöllun: KR sópaði Njarðvík í frí

KR vann öruggan sigur á Njarðvík, 80-96, í 8-liða úrslitum Iceland Express deild karla í Ljónagryfjunni í kvöld og vann því einvígið 2-0. Gestirnir léku vel nánast allan leikinn og hleyptu Njarðvíkingum lítið í takt við leikinn.

Körfubolti

Umfjöllun: Stjarnan tryggði sér oddaleik gegn Grindavík

Stjarnan vann öruggan sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deildinni, 91-74. Varnarleikur Stjörnumanna var frábær í síðari hálfleik og áttu gestirnir úr Grindavík engin svör við leik heimamanna. Það er því ljóst að liðinu munu mætast í oddaleik í Grindavík um hvort liðið kemst áfram í undanúrslit.

Körfubolti