Körfubolti

Eigandi Miami sektaður fyrir ummæli á Twitter

Forráðamenn NBA-deildarinnar eru ekkert allt of hrifnir af því að eigendur liðanna séu að tjá sig um NBA-deiluna og nú hefur David Stern, yfirmaður deildarinnar, slegið á puttana á Micky Arison, eiganda Miami Heat, sem hefur verið að tjá sig um málið á Twitter.

Körfubolti

Shaq gefur út bók - ætlaði að drepa Kobe

NBA-goðsögnin Shaquille O´Neal mun gefa út bók um miðjan mánuðinn sem á vafalítið eftir að vekja mikla athygli. Bókin heitir: "Shaq Uncut: My Story". Þegar er byrjað að birta safaríka hluta af bókinni í auglýsingarskyni og í einum þeirra tjáir Shaq sig um deiluna við Kobe Bryant en þeir voru ekki miklir félagar er þeir spiluðu saman með Lakers.

Körfubolti

Úrslit og stigaskor í Lengjubikarnum - KFÍ vann Hauka á Ásvöllum

Fimm leikir fóru fram í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld og óvæntustu úrslitin urðu á Ásvöllum þegar 1. deildarlið KFÍ vann 79-76 sigur á Iceland Express deildarliði Hauka. Það munaði líka litlu að topplið Grindavíkur tapaði á heimavelli á móti Fjölni. ÍR, Njarðvík og Keflavík unnu hinsvegar öll nokkuð örugga heimasigra.

Körfubolti

KR vann eftir framlengingu - myndir

KR-ingar standa vel að vígi í Lengjubikarkeppni karla en liðið hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í A-riðli. Liðið mátti þó hafa fyrir sigrinum gegn Þór frá Þorákshöfn í gær en framlengja þurfti leikinn.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þ 95-94 eftir framlengingu

KR vann Þór frá Þorlákshöfn 95-94 í DHL-höllinni í kvöld, en leikurinn var í A-riðli Lengjubikarkeppni KKÍ. Framlengja þurfti leikinn og var hann æsispennandi frá byrjun. KR-ingar eru því komnir í efsta sæti riðilsins með 4 stig, en aðeins fer eitt lið áfram í undanúrslit. Þórsarar eru sem fyrr með tvö stig.

Körfubolti

Vonarglæta í NBA deilunni eftir 10 tíma maraþonfund

Eftir 10 tíma sáttafund í gær telja fréttaskýrendur meiri líkur á því að verkbann NBA deildarinnar í körfubolta fari brátt að ljúka. Eigendur og talsmenn leikmannasamtaka hafa deilt um tekjuskiptingu og hafa langir sáttafundir ekki skilað árangri fram til þess.

Körfubolti

Eru körfuboltadómarar gráðugir? - umdeild launahækkun

Tómas Tómasson körfuboltaunnandi skrifar harðorða grein á Karfan.is í gær vegna 25 prósenta launhækkun körfuboltadómara. Tómas segir að þetta sé körfuboltahreyfingunni og gráðugum dómurum til skammar. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður Stöðvar 2 tók Hannes Jónsson formann KKÍ tali í gær og spurði hann um þessa hluti.

Körfubolti

Dr. J er blankur - selur verðmæta minjagripi

Hinn eini sanni Dr. J sem gerði garðinn frægan með Philadelphia 76‘ers í NBA deildinni virðist vera í miklum fjárhagsvandræðum. "Doktorinn“ eða Julius Erving ætlar að selja minnjagripi sem eru í hans eigu og þar á meðal eru meistarahringir sem hann fékk á fingur sér eftir meistaratitla hans í NBA og ABA deildunum í Bandaríkjunum. Hinn 61 árs gamli Erving ætlar að selja gamlar keppnistreyjur og verðlaunagripi frá árinu 1980 þar sem hann var valinn besti leikmaður NBA deildarinnar (MVP).

Körfubolti

IE-deild karla í kvöld: Breiddin mikil hjá toppliðunum

Stjarnan og Grindavík hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í Iceland Express-deild karla og líta bæði vel út í upphafi mótsins. Það er einkum breiddin í stigaskori leikmanna beggja liða sem hefur vakið athygli. Sex Grindvíkingar hafa skorað tíu stig eða meira að meðaltali í þessum þremur umferðum og fimm Stjörnumenn eru að skora 13 stig eða meira í leik.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Valur-Keflavík 70-84

Íslandsmeistarar Keflavíkur er komnar í gang eftir öruggan 14 stiga sigur á Val, 84-70, í Vodafone-höllinni í kvöld. Pálína Gunnlaugsdóttir fór á kostum annan leikinn í röð og reyndist Valsliðinu erfið í þriðja leikhlutanum þegar Keflavík gerði nánast út um leikinn.

Körfubolti

Obama vill lausn í NBA-deiluna

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, er mikill íþróttaáhugamaður og vill að lausn verði fundin á NBA-deilunni sem allra fyrst og verkbanni leikmanna þar með aflétt.

Körfubolti