Körfubolti

Kevin Garnett búinn að kaupa hlut í Roma

Það fer fljótlega að komast í tísku í NBA-deildinni í körfubolta að eignast hlut í evrópskum fótboltaliðum ef marka má síðustu fréttir því Kevin Garnett hefur nú fetað í fótspor LeBron James.

Körfubolti

Nýtt Kobe-Shaq mál að gerjast í Oklahoma City

Það ætlaði allt að sjóða upp úr á milli tveggja stjörnuleikmanna Oklahoma City Thunder í leik liðanna í nótt og NBA-spekingar eru farnir að velta því fyrir sér hvort framtíð þeirra Russell Westbrook og Kevin Durant saman sé í uppnámi. Deilur liðsfélaganna fara fljótlega að minna á stirt samband milli Kobe Bryant og Shaquille O´Neal hjá Los Angeles Lakers fyrir nokkrum árum.

Körfubolti

NBA-deildin: Mikil aukning á sjónvarpsáhorfi

NBA-deildin í körfubolta fór vel af stað í Bandaríkjunum um jólin og sjónvarpsáhorf á opnunarleikina á jóladag var mun meira en á sama tíma fyrir ári síðan. Alls voru fimm leikir sýndir á jóladag á bandarískjum sjónvarpsstöðvum.

Körfubolti

NBA í nótt: Sacramento vann Lakers

Sacramento Kings byrjaði tímabilið í NBA-deildinni með látum en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði LA Lakers, 100-91, í nótt. Fjölmargir leikir fóru þá fram í deildinni.

Körfubolti

Logi og félagar steinlágu á útivelli

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings hefur gengið illa á útivelli í sænska körfuboltanum á þessu tímabili og það var enginn breyting á því í dag í mikilvægum leik á móti Uppsala Basket í baráttunni um sjöunda sæti deildarinnar.

Körfubolti

LeBron James er ekki lengur óvinsælasti leikmaðurinn í NBA

LeBron James varð að langóvinsælasta leikmanninum í NBA-deildinni í fyrra eftir að hann ákvað að yfirgefa Cleveland Cavaliers og semja við Miami Heat. Það var baulað á James við hvert tækifæri og hann þurfti að spila heilt tímabil með bandarísku þjóðina á bakinu.

Körfubolti

Helena kvaddi árið með flottum leik

Helena Sverrisdóttir lék vel með Good Angels Kosice þegar liðið vann 91-57 sigur á Dannax Sport Kosice í slóvösku deildinni í gær en þetta var síðasti leikur liðsins fyrir jólafrí.

Körfubolti