Körfubolti

NBA: Miami komið í 2-0 á móti Boston

Miami Heat er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu í Austurdeild NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 11 stiga sigur á Boston Celticsí nótt en Oklahoma City Thunder náði hinsvegar að jafna einvígi sitt á móti Memphis Grizzlies sem hafði unnið fyrsta leikinn á útivelli.

Körfubolti

Peter Öqvist var á leikmannaveiðum á Íslandi í fyrra

Peter Öqvist, nýráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í körfubolta, þekkir ágætlega til íslenskra leikmanna og mætti til Íslands fyrir ári síðan til þess að finna leikmenn fyrir Sundsvall-liðið. Peter samdi á endanum við Hlyn Bæringsson en honum leyst vel á aðra leikmenn líka.

Körfubolti

NBA: Chicago og Lakers töpuðu bæði í nótt

Chicago Bulls og Los Angeles Lakers eru bæði óvænt 0-1 undir í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir tap á heimavelli í nótt. Atlanta Hawks vann 8 stiga sigur í Chicago og Dallas vann upp 16 stiga forskot Lakers og tryggði sér sigur í blálokin í Los Angeles.

Körfubolti

NBA: Tom Thibodeau valinn þjálfari ársins

Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls, var í gær valinn besti þjálfari NBA-deildarinnar í körfubolta á þessu tímabili en undir hans stjórn náði Bulls-liðið besta árangri allra liða í deildarkeppninni.

Körfubolti

NBA: Miami og Memphis með sigra

Miami Heat og Memphis Grizzlies byrjuðu vel þegar fyrstu leikirnir í annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar fóru fram. Memphis vann útisigur á Oklahoma á meðan Miami skelti Boston í Miami.

Körfubolti

Heldur Memphis Grizzlies áfram að koma á óvart

Úrslitakeppni NBA byrjar aftur eftir eins dags pásu, en tveir leikir fara fram í kvöld. Tvö einvígi hefjast í kvöld þegar Mempis Grizzlies leikur gegn Oklahoma City Thunders og Miami Heat spilar gegn Boston Celtics en síðari leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Körfubolti

Pavel og Margrét Kara valin best

KR-ingarnir Pavel Ermolinskij og Margrét Kara Sturludóttir voru í gærkvöldi valin bestu leikmenn Iceland Express-deildanna í körfubolta á lokahófi KKÍ sem haldið var á Broadway.

Körfubolti

Memphis sparkaði Spurs í sumarfrí

Memphis Grizzlies gerði sér lítið fyrir í nótt og sló út San Antonio Spurs í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þetta eru afar óvænt tíðindi enda endaði Memphis í áttunda sæti Vesturdeilarinnar sem Spurs vann. Memphis vann leikinn í nótt 99-91 og rimmu liðanna, 4-2.

Körfubolti

Ingi Þór búinn að semja við Snæfell til ársins 2014

Ingi Þór Steinþórsson framlengdi í gær samning sinn við Snæfell um tvö ár og mun því þjálfa karla- og kvennalið félagsins til ársins 2014. Ingi Þór var að klára sitt annað tímabil í Hólminum en hann gerði karlaliðið að tvöföldum meisturum á sínu fyrsta ári og í vetur vann liðið Lengjubikarinn og Meistarakeppnina.

Körfubolti

Sigurður tekur við Keflavíkurliðinu

Sigurður Ingimundarson hefur gert tveggja ára samning við Keflavík um að taka við karlaliði félagsins. Sigurður var látinn fara frá Njarðvík á miðjutímabili en snýr nú aftur á heimaslóðirnar. Þetta kemur fram á Víkurfréttum.

Körfubolti

Norrköping jafnaði einvígið á móti Sundsvall

Norrköping Dolphins náði að jafna úrslitaeinvígið á móti Sundsvall Dragons eftir 93-84 sigur í fjórða leik liðanna í kvöld. Sundsvall var búið að vinna tvo leiki í röð í einvíginu en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður sænsku meistari.

Körfubolti

Sundsvall komið í 2-1 eftir tíu stiga heimasigur

Sundsvall Dragons er komið í 2-1 í úrslitaeinvíginu á móti Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður sænskur meistari. Sundsvall var á heimavelli í kvöld og vann 10 stiga sigur, 80-70.

Körfubolti

Kobe er tognaður á ökkla

Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers, er tognaður á vinstri ökkla sem er mikið áhyggjuefni fyrir meistarana. Engu að síður stefnir Kobe að því að spila næstu leiki með liðinu.

Körfubolti

Philadelphia bjargaði andlitinu

Philadelphia 76ers náði að vinna Miami Heat í fjórða leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í dag, 86-82. Miami hefur 3-1 forystu í einvíginu.

Körfubolti

Sundsvall jafnaði metin

Sundsvall Dragons jafnaði í dag metin í rimmunni gegn Norrköping Dolphins um sænska meistarartitilinn í körfubolta í 1-1. Sundsvall vann þá nauman sigur á útivelli, 94-93.

Körfubolti