Körfubolti

Kristrún í Val

Ein af sterkari körfuboltakonum landsins, Kristrún Sigurjónsdóttir, hefur ákveðið að söðla um og er genginn í Val frá Hamri. Kristrún skrifaði undir tveggja ára samning við Valsmenn.

Körfubolti

Jakob valinn besti leikmaður sænsku deildarinnar

Jakob Örn Sigurðarson, nýkrýndur sænskur meistari með Sundsvall, var áberandi þegar körfuboltavefurinn Eurobasket.com gerði upp tímabilið í sænsku úrvalsdeildinni. Jakob var valinn besti leikmaður deildarinnar auk þess að vera besti bakvörðurinn og besti Evrópumaðurinn.

Körfubolti

Fyrrum NBA leikmaður fannst látinn

Robert Traylor, fyrrverandi NBA leikmaður, fannst látinn á heimili sínu aðeins 34 ára. Taylor lék í sjö ár í NBA-deildinni áður en hann flutti sig yfir til Púertó Ríkó þar sem hann lék með the Bayamon Cowboys fram að deginum í gær.

Körfubolti

Bynum fékk fimm leikja bann

Andrew Bynum, leikmaður L.A. Lakers, missir af fimm fyrstu leikjum næsta tímabils en hann hefur verið dæmdur í bann fyrir óíþróttamannslega hegðun í leik fjögur gegn Dallas Mavericks.

Körfubolti

NBA: Chicago Bulls þarf aðeins einn sigur í viðbót

Chicago Bulls er aftur komið í bílstjórasætið í einvíginu gegn Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni. Bulls sigraði Atlanta Hawks, 95-83, í fimmta leik liðanna og leiða því einvígið 3-2, en alls þarf að vinna fjóra leiki til að komast í næstu umferð.

Körfubolti

Keflvíkingar missa besta miðherja deildarinnar

Keflvíkingar tilkynntu það á heimasíðu sinni í dag að ísfirski miðherjinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson muni ekki endurnýja samning sinn við félagið. Sigurður Gunnar hefur verið í stóru hlutverki hjá Keflvíkingum undanfarin fimm ár og var á dögunum valinn í úrvalslið ársins í annað skiptið á þremur árum.

Körfubolti

Rajon Rondo fór úr olnbogalið en hélt áfram að spila

Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston Celtics sýndi mikla hörku og fórnfýsi í 97-81 sigri Boston á Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Rondo lenti illa í þriðja leikhluta og fór úr olnbogalið. Hann fór inn í búningklefa þar sem olnboganum var aftur kippt í liðinn og Rondo kom síðan til baka og kláraði leikinn.

Körfubolti

NBA: Garnett pakkaði Bosh saman í léttum sigri Boston á Miami

Boston Celtics fór illa með Miami Heat í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi þeirra í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var fyrsti leikurinn í Boston en Miami vann tvo fyrstu leikina á heimavelli sínum. Memphis er komið í 2-1 á móti Oklahoma City Thunder eftir endurkomusigur í framlengingu.

Körfubolti

Ekki fjölgað leikjum í úrvalsdeild karla en tveir kanar leyfðir

Það voru nokkrar breytingar samþykktar á 49. körfuknattleiksþinginu sem lauk í dag en það var haldið á Sauðárkróki á þessu sinni. Það verður ekki fjölgað leikjum í úrvalsdeild karla en aftur á móti verða tveir kanar leyfðir. Leikjum verður aftur á móti fjölgarð í úrvalsdeild kvenna og þá verður Fyrirtækjabikar karla og kvenna með öðru sniði næsta vetur.

Körfubolti

NBA: Dallas komið í 3-0 á móti Lakers - Rose með 44 stig

Dallas Mavericks vann þriðja leikinn í röð á móti NBA-meisturum Los Angeles Lakers í úrslitakeppninni í nótt og getur sópað út Kobe Bryant og félögum út úr undanúrslitum Vesturdeildarinnar með því að vinna fjórða leikinn í Dallas á morgun. Chicago Bulls náði hinsvegar aftur í heimavallarréttinn með því að vinna í Atlanta og komast í 2-1 á móti Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar.

Körfubolti

Verður Real Madrid Evrópumeistari eftir allt saman?

Knattspyrnuliði Real Madrid tókst ekki að endurheimta Evróubikarinn eftir langa bið þegar þeir duttu út fyrir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta í vikunni en körfuboltalið félagsins getur bætt úr því þegar úrslit Euroleague fara fram í Barcelona um helgina.

Körfubolti

Magic hefur ekki mikla trú á því að Lakers komi til baka

Kobe Bryant og félagar í Los Angeles Lakers eru í slæmum málum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjunum í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Dallas Mavericks. Þriðji leikurinn er í Dallas í kvöld og í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 1.30.

Körfubolti

Trúðum því að við værum bestir

Sundsvall Dragons, með þá Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson innanborðs, varð í gær Svíþjóðarmeistari í körfubolta. Sundsvall vann sigur á Norrköping Dolphins, 102-83, í oddaleik í rimmu um titilinn í gær.

Körfubolti

Jakob: Fékk opin skot og hélt bara áfram

Jakob Örn Sigurðarson spilaði líklega einhvern besta leik sinn á ferlinum er lið hans, Sundsvall Dragons, varð Svíþjóðarmeistari eftir sigur á Norrköping Dolphins í oddaleik um sænska meistaratitilinn í gær.

Körfubolti

Jakob: Þetta kitlar egóið

Jakob Örn Sigurðarson átti stórleik þegar að lið hans, Sundsvall Dragons, varð sænskur meistari í körfubolta eftir sigur á Norrköping Dolphins, í oddaleik um titilinn.

Körfubolti

Jakob og Hlynur sænskir meistarar

Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson urðu í dag sænskir meistarar í körfubolta eftir að lið þeirra, Sundsvall Dragons, vann sigur á Norrköping Dolphins í oddaleik í lokaúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar, 102-83.

Körfubolti