Körfubolti

Kentucky bandarískur háskólameistari í körfubolta

Kentucky tryggði sér bandaríska háskólameistaratitilinn í körfubolta í nótt þegar liðið vann Kansas 67-59 í úrslitaleik. Það hefur mikið verið látið með þetta Kentucky-lið enda hafa þeir verið illviðráðanlegir í vetur og margir leikmanna liðsins þykja líklegir til að vera valdir snemma í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar.

Körfubolti

Sundsvall Dragons úr leik í Svíþjóð

Svíþjóðarmeistararnir og Íslendingaliðið Sundsvall Dragons er úr leik í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir tap í oddaleik rimmu sinnar gegn LF Basket í fjórðungsúrslitum, 88-79.

Körfubolti

Guðrún Ósk líka með slitið krossband

Haukar verða án tveggja lykilmanna í úrslitarimmunni gegn Njarðvík í Iceland Express-deild kvenna. Fyrirliðinn Guðrún Ósk Ámundadóttir er með slitið krossband en frá því var greint á heimasíðu félagsins í dag.

Körfubolti

NBA: Rondo með þrennu í stórsigri Boston á Miami

Miami Heat og Chicago Bulls, tvö efstu liðin í Austurdeildinni, þurftu bæði að sætta sig við stóra skelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant skoraði 40 stig í sigri Los Angeles Lakers og Orlando Magic tapaði sínum þriðja leik í röð.

Körfubolti

Stal taco af veitingastað og flúði

Erving Walker, bakvörður Flórída-háskólans, virðist ekki vera beittasti hnífurinn í skúffunni en hann gerði sér lítið fyrir og stal 380 króna taco af veitingastað og flúði síðan.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík - 76-87

Grindavík tryggði sæti sitt í undanúrslitum Iceland-Express deild karla í körfubolta þegar liðið vann Njarðvík, 87-76, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum. Jafnræði var á með liðunum fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða stungu Grindvíkingar af.

Körfubolti

Kobe gat ekkert en tryggði Lakers samt sigur

Kobe Bryant er engum líkur. Hann átti algjörlega skelfilegan leik gegn New Orleans í kvöld en afgreiddi samt leikinn með magnaðri þriggja stiga körfu. Kobe klúðraði 18 (þetta er ekki innsláttarvilla) fyrstu skotum sínum í leiknum.

Körfubolti

Marbury meistari í Kína

Gamla NBA-stjarnan, Stephon Marbury, er að gera það gott í Kína og hann leiddi lið sitt, Bejing Ducks, til sigurs í kínversku deildinni í gær. Þetta var fyrsti meistaratitill Ducks.

Körfubolti

Dallas og Miami á sigurbraut

Dirk Nowitzki átti stórleik fyrir Dallas gegn Orlando í nótt og tryggði þeim nauman sigur með körfu sex sekúndum fyrir leikslok. Magic var með 15 stiga forskot í þriðja leikhluta en Dallas kom til baka og vann sjaldséðan sigur þessa dagana.

Körfubolti

Magnús Gunnarsson: Það á að gefa fjögur stig fyrir spjaldið og ofaní

"Það á að gefa fjögur stig fyrir spjaldið og ofaní,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson stórskytta úr Keflavík eftir 95-87 tapleik liðsins gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Magnús setti niður tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili í miðjum öðrum leikhluta og hann var alveg á því að það hafi verið með vilja gert.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Snæfell - 82-77

Þór Þorlákshöfn vann í kvöld frábæran sigur á Snæfell, 82-77, í 8-liða úrslitum Iceland-Express deild karla í körfubolta. Snæfell hafði yfirhöndina nánast allan leikinn en heimamenn gáfust aldrei upp. Í fjórða leikhlutanum komu Þórsarar tvíefldir til leiks og náðu að innbyrða magnaðan sigur.

Körfubolti