Körfubolti Þórsarar eru engir venjulegir nýliðar Þórsarar úr Þorlákshöfn halda áfram að skrifa söguna á sínu fyrsta ári í úrslitakeppni karla en þeir eru komnir í 2-1 á móti Íslandsmeisturum KR í undanúrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Í kvöld er sæti í lokaúrslitunum í boði þegar KR-ingar þurfa að berjast fyrir lífi sínu í Icelandic Glacial-höllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 18.4.2012 06:00 Hornets fær nýjan eiganda | Ætlar að breyta nafni liðsins Körfuboltalífið í New Orleans er að fá góðar fréttir þessa dagana. Tom Benson, eigandi NFL-liðsins New Orleans Saints, er búinn að kaupa körfuboltalið borgarinnar af NBA-deildinni og svo verður stjörnuleikur NBA-deildarinnar haldinn í borginni árið 2014. Körfubolti 17.4.2012 13:45 Clippers komið í úrslitakeppnina | LeBron með sýningu LA Clippers tryggði sér í nótt sæti í úrslitakeppninni í fyrsta skipti síðan 2006 er það vann glæstan sigur á Oklahoma. Þeir héldu Oklahoma í aðeins 77 stigum sem er það minnsta sem Oklahoma hefur skorað í vetur. Körfubolti 17.4.2012 08:45 Stjörnubjart í Grindavík Stjörnumenn voru ekki á því að fara í sumarfrí í Röstinni í gær og tryggðu sér fjórða leikinn á móti Grindavík með 17 stiga sigri á deildarmeisturunum, 82-65. Körfubolti 17.4.2012 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan | Grindavík er 2-1 yfir Stjarnan gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir Grindavík á útivelli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í kvöld 82-65. Grindavík leiðir einvígið 2-1 en liðin mætast í fjórða sinn á fimmtudaginn í Garðabæ. Körfubolti 16.4.2012 18:30 Lakers búið að vinna fjóra leiki í röð án Kobe LA Lakers vann góðan sigur á meisturum Dallas í framlengdum leik í nótt. Liðið var án Kobe Bryant og því urðu aðrir leikmenn liðsins að stíga upp. Körfubolti 16.4.2012 09:03 Tvöföld gleði á sögulegu tímabili | Myndasyrpa Njarðvík varð um helgina Íslandsmeistari kvenna í körfubolta eftir sigur á Haukum í úrslitarimmunni, 3-1. Sverrir Þór Sverrisson hefur náð frábærum árangri með liðið sem vann sína fyrstu stóru titla á tímabilinu. Körfubolti 16.4.2012 07:30 Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þorl. 86-100 | Þór leiðir einvígið 2-1 Þór frá Þorlákshöfn er komið í algjöra lykilstöðu í einvíginu við KR í undanúrslitum Iceland-Express deild karla en liðið bar sigur úr býtum, 100-86, í þriðja leik liðana sem fram fór í DHL-höllinni í kvöld. Staðan er því 2-1 fyrir Þór í einvíginu og þeim vantar aðeins einn sigur til að komast í úrslit. Þórsarar voru einfaldlega miklu sterkari aðilinn allan leikinn og áttu sigurinn fyllilega skilið. Körfubolti 15.4.2012 18:30 NBA í nótt: Durant og Westbrook með 78 stig Oklahoma City, efsta lið Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta, vann enn einn sigurinn þegar liðið mætti Minnesota í nótt. Körfubolti 15.4.2012 10:03 Lele Hardy verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar Hin bandaríska Lele Hardy, leikmaður Njarðvíkur, var valin verðmætasti leikmaður úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna. Njarðvík varð í dag Íslandsmeistari eftir sigur á Haukum í úrslitarimmunni, 3-1. Körfubolti 14.4.2012 18:37 NBA í nótt: Lakers tryggði sér sæti í úrslitakeppninni LA Lakers er nú öruggt með sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir öruggan sigur á Denver í nótt, 103-97. Körfubolti 14.4.2012 10:30 Hittust fyrst rétt fyrir leik Bandaríkjamaðurinn Joseph Henley var búinn að vera á landinu í rúmar tvær klukkustundir þegar hann spilaði í leik Þórs frá Þorlákshöfn og KR á fimmtudagskvöldið. "Ekki óskastaða fyrir neitt félag,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Körfubolti 14.4.2012 09:00 Þriðji oddaleikurinn á 4 árum? Njarðvíkurkonur fá í dag annað tækifæri til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni þegar þær heimsækja Hauka í Schenker-höllinni á Ásvöllum. Körfubolti 14.4.2012 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 62-76 | Njarðvík Íslandsmeistari Njarðvík braut blað í sögu félagsins er liðið varð Íslandsmeistari kvenna í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins. Njarðvíkingar höfðu betur gegn Haukum, 3-1, í úrslitarimmunni sem réðst á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Körfubolti 14.4.2012 00:12 Grindavíkursigur í Ásgarði - myndir Grindavík er komið með annan fótinn í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla eftir dramatískan þriggja stiga sigur, 68-71, á Stjörnunni í Ásgarði í kvöld. Grindavík er því komið í 2-0 í einvíginu og getur tryggt sig inn í úrslitin á heimavelli sínum á mánudag. Körfubolti 13.4.2012 22:15 Teitur: Ég treysti ekki Keflvíkingum "Ég er svekktur út í Keflvíkinga fyrst þeir komu með yfirlýsingu og gáfu okkur færi á að gera eitthvað sjálfir í málinu sem við og gerðum," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann missti Fannar Helgason í tveggja leikja bann í kjölfar þess að Keflavík kærði olnbogaskot Fannars í leik gegn Keflavík á dögunum. Körfubolti 13.4.2012 16:21 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 68-71 | Grindavík komið í 2-0 Deildarmeistarar Grindavíkur héldu áfram sigurgöngu sinni í úrslitakeppninni með því að vinna þriggja stiga sigur á Stjörnunni, 71-68, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Grindavíkurliðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í úrslitakeppnini í ár og vantar nú aðeins einn sigur til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 13.4.2012 16:16 Fannar Freyr í tveggja leikja bann Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Hann missir því af leiknum gegn Grindavík í kvöld. Körfubolti 13.4.2012 15:34 30. sigur Benedikts í úrslitakeppni en sá fyrsti á KR Benedikt Guðmundsson er að gera frábæra hluti með nýliða Þórs úr Þorlákshöfn sem unnu yfirburðasigur á Íslandsmeisturum KR í gær í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Iceland Express deildar karla í körfubolta. Staðan í einvíginu eru nú 1-1 og er næsti leikur í DHL-höllinni. Körfubolti 13.4.2012 14:15 NBA í nótt: Chicago vann toppslaginn Tvö efstu lið Vesturdeildarinnar mættust í NBA-deildinni í nótt en þá hafði toppliðið, Chicago Bulls, betur gegn Miami Heat í framlengdum leik, 96-86. Körfubolti 13.4.2012 09:00 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - KR 94-76 | Íslandsmeistarnir steinlágu Þórsarar fóru á kostum í Icelandic Glacial höllinni í kvöld í vörn sem sókn, unnu 18 stiga sigur á Íslandsmeisturum KR, 94-76, og jöfnuðu undanúrslita einvígi liðanna í 1-1. Nýliðarnir hafa unnið þrjá fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninin og urðu jafnframt fyrstir til að vinna Íslandsmeistara KR í úrslitakeppninni í ár. Körfubolti 12.4.2012 18:30 Umræða um Iceland-Express deildina í Boltanum | Svali fór yfir stöðuna Svali Björgvinsson körfuboltasérfræðingur var í viðtali í dag í Boltanum á X-inu. Þar fór Svali yfir undanúrslitin hjá körlunum í körfunni sem og einvígi Njarðvíkur og Hauka í kvennaflokki. Þór tekur á móti Íslandsmeistaraliði KR í undanúrslitum karla í kvöld en staðan er 1-0 fyrir KR. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 sport í kvöld og hefst leikurinn kl. 19.15. Körfubolti 12.4.2012 15:30 Keflvíkingar senda inn kæru vegna Fannars Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur ákveðið að senda inn kæru til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ vegna olnbogaskots Fannars Freys Helgasonar, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna á skírdag. Körfubolti 12.4.2012 09:38 NBA í nótt: Bynum tók 30 fráköst Kobe Bryant er enn frá vegna meiðsla en það kom ekki að sök hjá LA Lakers sem vann góðan sigur á San Antonio Spurs á útivelli, 98-84. Körfubolti 12.4.2012 09:00 Drekinn auglýsir eftir Miðjunni Þór frá Þorlákshöfn fær tækifæri til þess að jafna einvígið gegn KR í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í kvöld. Þá þurfa KR-ingar að mæta í Iceland Glacial-höllina sem er gríðarmikið vígi. Körfubolti 12.4.2012 07:45 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 66-69 Haukar unnu í kvöld frábæran sigur, 69-66, á Njarðvíkingum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deild kvenna í körfubolta. Njarðvík komst mest 17 stigum yfir í fyrri hálfleiknum en þær rauðklæddu neituðu að gefast upp og unnu að lokum sigur. Staðan er því 2-1 fyrir Njarðvík í einvíginu um titilinn en næsti leikur fer fram á Ásvöllum á laugardaginn. Körfubolti 11.4.2012 19:00 Körfuboltinn aðalmálið í Boltanum á X-inu 977 | í beinni á milli 11-12 Íslenskur körfubolti verður aðalumræðuefnið í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Valtýr Björn Valtýsson mun fara yfir stöðuna fyrir þriðja leikinn í úrslitum Iceland Express-deildar kvenna þar sem að Njarðvík getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Haukum í kvöld. Bjarni Magnússon þjálfari Hauka og Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Njarðvíkur verða í viðtali við Valtý. Körfubolti 11.4.2012 10:15 NBA í nótt: Boston vann Miami Rajon Rondo fór mikinn þegar að Boston vann sigur á sterku liði Miami, 115-107, í NBA-deildinni í nótt. Alls fóru sex leikir fram í deildinni í nótt. Körfubolti 11.4.2012 09:00 Stemning í Röstinni í kvöld - myndir Það var heitt í kolunum í Grindavík í kvöld þegar heimamenn tóku á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. Heimamenn unnu rimmuna í kvöld. Körfubolti 10.4.2012 22:15 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 83-74 | Grindavík leiðir 1-0 Grindavík lagði Stjörnuna að velli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik í Röstinni í kvöld. Lokatölurnar 83-74 í leik þar sem heimamenn höfðu frumkvæðið frá upphafi án þess að takast að hrista gestina almennilega af sér. Körfubolti 10.4.2012 15:49 « ‹ ›
Þórsarar eru engir venjulegir nýliðar Þórsarar úr Þorlákshöfn halda áfram að skrifa söguna á sínu fyrsta ári í úrslitakeppni karla en þeir eru komnir í 2-1 á móti Íslandsmeisturum KR í undanúrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Í kvöld er sæti í lokaúrslitunum í boði þegar KR-ingar þurfa að berjast fyrir lífi sínu í Icelandic Glacial-höllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 18.4.2012 06:00
Hornets fær nýjan eiganda | Ætlar að breyta nafni liðsins Körfuboltalífið í New Orleans er að fá góðar fréttir þessa dagana. Tom Benson, eigandi NFL-liðsins New Orleans Saints, er búinn að kaupa körfuboltalið borgarinnar af NBA-deildinni og svo verður stjörnuleikur NBA-deildarinnar haldinn í borginni árið 2014. Körfubolti 17.4.2012 13:45
Clippers komið í úrslitakeppnina | LeBron með sýningu LA Clippers tryggði sér í nótt sæti í úrslitakeppninni í fyrsta skipti síðan 2006 er það vann glæstan sigur á Oklahoma. Þeir héldu Oklahoma í aðeins 77 stigum sem er það minnsta sem Oklahoma hefur skorað í vetur. Körfubolti 17.4.2012 08:45
Stjörnubjart í Grindavík Stjörnumenn voru ekki á því að fara í sumarfrí í Röstinni í gær og tryggðu sér fjórða leikinn á móti Grindavík með 17 stiga sigri á deildarmeisturunum, 82-65. Körfubolti 17.4.2012 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan | Grindavík er 2-1 yfir Stjarnan gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir Grindavík á útivelli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í kvöld 82-65. Grindavík leiðir einvígið 2-1 en liðin mætast í fjórða sinn á fimmtudaginn í Garðabæ. Körfubolti 16.4.2012 18:30
Lakers búið að vinna fjóra leiki í röð án Kobe LA Lakers vann góðan sigur á meisturum Dallas í framlengdum leik í nótt. Liðið var án Kobe Bryant og því urðu aðrir leikmenn liðsins að stíga upp. Körfubolti 16.4.2012 09:03
Tvöföld gleði á sögulegu tímabili | Myndasyrpa Njarðvík varð um helgina Íslandsmeistari kvenna í körfubolta eftir sigur á Haukum í úrslitarimmunni, 3-1. Sverrir Þór Sverrisson hefur náð frábærum árangri með liðið sem vann sína fyrstu stóru titla á tímabilinu. Körfubolti 16.4.2012 07:30
Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þorl. 86-100 | Þór leiðir einvígið 2-1 Þór frá Þorlákshöfn er komið í algjöra lykilstöðu í einvíginu við KR í undanúrslitum Iceland-Express deild karla en liðið bar sigur úr býtum, 100-86, í þriðja leik liðana sem fram fór í DHL-höllinni í kvöld. Staðan er því 2-1 fyrir Þór í einvíginu og þeim vantar aðeins einn sigur til að komast í úrslit. Þórsarar voru einfaldlega miklu sterkari aðilinn allan leikinn og áttu sigurinn fyllilega skilið. Körfubolti 15.4.2012 18:30
NBA í nótt: Durant og Westbrook með 78 stig Oklahoma City, efsta lið Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta, vann enn einn sigurinn þegar liðið mætti Minnesota í nótt. Körfubolti 15.4.2012 10:03
Lele Hardy verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar Hin bandaríska Lele Hardy, leikmaður Njarðvíkur, var valin verðmætasti leikmaður úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna. Njarðvík varð í dag Íslandsmeistari eftir sigur á Haukum í úrslitarimmunni, 3-1. Körfubolti 14.4.2012 18:37
NBA í nótt: Lakers tryggði sér sæti í úrslitakeppninni LA Lakers er nú öruggt með sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir öruggan sigur á Denver í nótt, 103-97. Körfubolti 14.4.2012 10:30
Hittust fyrst rétt fyrir leik Bandaríkjamaðurinn Joseph Henley var búinn að vera á landinu í rúmar tvær klukkustundir þegar hann spilaði í leik Þórs frá Þorlákshöfn og KR á fimmtudagskvöldið. "Ekki óskastaða fyrir neitt félag,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Körfubolti 14.4.2012 09:00
Þriðji oddaleikurinn á 4 árum? Njarðvíkurkonur fá í dag annað tækifæri til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni þegar þær heimsækja Hauka í Schenker-höllinni á Ásvöllum. Körfubolti 14.4.2012 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 62-76 | Njarðvík Íslandsmeistari Njarðvík braut blað í sögu félagsins er liðið varð Íslandsmeistari kvenna í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins. Njarðvíkingar höfðu betur gegn Haukum, 3-1, í úrslitarimmunni sem réðst á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Körfubolti 14.4.2012 00:12
Grindavíkursigur í Ásgarði - myndir Grindavík er komið með annan fótinn í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla eftir dramatískan þriggja stiga sigur, 68-71, á Stjörnunni í Ásgarði í kvöld. Grindavík er því komið í 2-0 í einvíginu og getur tryggt sig inn í úrslitin á heimavelli sínum á mánudag. Körfubolti 13.4.2012 22:15
Teitur: Ég treysti ekki Keflvíkingum "Ég er svekktur út í Keflvíkinga fyrst þeir komu með yfirlýsingu og gáfu okkur færi á að gera eitthvað sjálfir í málinu sem við og gerðum," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann missti Fannar Helgason í tveggja leikja bann í kjölfar þess að Keflavík kærði olnbogaskot Fannars í leik gegn Keflavík á dögunum. Körfubolti 13.4.2012 16:21
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 68-71 | Grindavík komið í 2-0 Deildarmeistarar Grindavíkur héldu áfram sigurgöngu sinni í úrslitakeppninni með því að vinna þriggja stiga sigur á Stjörnunni, 71-68, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Grindavíkurliðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í úrslitakeppnini í ár og vantar nú aðeins einn sigur til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 13.4.2012 16:16
Fannar Freyr í tveggja leikja bann Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Hann missir því af leiknum gegn Grindavík í kvöld. Körfubolti 13.4.2012 15:34
30. sigur Benedikts í úrslitakeppni en sá fyrsti á KR Benedikt Guðmundsson er að gera frábæra hluti með nýliða Þórs úr Þorlákshöfn sem unnu yfirburðasigur á Íslandsmeisturum KR í gær í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Iceland Express deildar karla í körfubolta. Staðan í einvíginu eru nú 1-1 og er næsti leikur í DHL-höllinni. Körfubolti 13.4.2012 14:15
NBA í nótt: Chicago vann toppslaginn Tvö efstu lið Vesturdeildarinnar mættust í NBA-deildinni í nótt en þá hafði toppliðið, Chicago Bulls, betur gegn Miami Heat í framlengdum leik, 96-86. Körfubolti 13.4.2012 09:00
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - KR 94-76 | Íslandsmeistarnir steinlágu Þórsarar fóru á kostum í Icelandic Glacial höllinni í kvöld í vörn sem sókn, unnu 18 stiga sigur á Íslandsmeisturum KR, 94-76, og jöfnuðu undanúrslita einvígi liðanna í 1-1. Nýliðarnir hafa unnið þrjá fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninin og urðu jafnframt fyrstir til að vinna Íslandsmeistara KR í úrslitakeppninni í ár. Körfubolti 12.4.2012 18:30
Umræða um Iceland-Express deildina í Boltanum | Svali fór yfir stöðuna Svali Björgvinsson körfuboltasérfræðingur var í viðtali í dag í Boltanum á X-inu. Þar fór Svali yfir undanúrslitin hjá körlunum í körfunni sem og einvígi Njarðvíkur og Hauka í kvennaflokki. Þór tekur á móti Íslandsmeistaraliði KR í undanúrslitum karla í kvöld en staðan er 1-0 fyrir KR. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 sport í kvöld og hefst leikurinn kl. 19.15. Körfubolti 12.4.2012 15:30
Keflvíkingar senda inn kæru vegna Fannars Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur ákveðið að senda inn kæru til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ vegna olnbogaskots Fannars Freys Helgasonar, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna á skírdag. Körfubolti 12.4.2012 09:38
NBA í nótt: Bynum tók 30 fráköst Kobe Bryant er enn frá vegna meiðsla en það kom ekki að sök hjá LA Lakers sem vann góðan sigur á San Antonio Spurs á útivelli, 98-84. Körfubolti 12.4.2012 09:00
Drekinn auglýsir eftir Miðjunni Þór frá Þorlákshöfn fær tækifæri til þess að jafna einvígið gegn KR í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í kvöld. Þá þurfa KR-ingar að mæta í Iceland Glacial-höllina sem er gríðarmikið vígi. Körfubolti 12.4.2012 07:45
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 66-69 Haukar unnu í kvöld frábæran sigur, 69-66, á Njarðvíkingum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deild kvenna í körfubolta. Njarðvík komst mest 17 stigum yfir í fyrri hálfleiknum en þær rauðklæddu neituðu að gefast upp og unnu að lokum sigur. Staðan er því 2-1 fyrir Njarðvík í einvíginu um titilinn en næsti leikur fer fram á Ásvöllum á laugardaginn. Körfubolti 11.4.2012 19:00
Körfuboltinn aðalmálið í Boltanum á X-inu 977 | í beinni á milli 11-12 Íslenskur körfubolti verður aðalumræðuefnið í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Valtýr Björn Valtýsson mun fara yfir stöðuna fyrir þriðja leikinn í úrslitum Iceland Express-deildar kvenna þar sem að Njarðvík getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Haukum í kvöld. Bjarni Magnússon þjálfari Hauka og Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Njarðvíkur verða í viðtali við Valtý. Körfubolti 11.4.2012 10:15
NBA í nótt: Boston vann Miami Rajon Rondo fór mikinn þegar að Boston vann sigur á sterku liði Miami, 115-107, í NBA-deildinni í nótt. Alls fóru sex leikir fram í deildinni í nótt. Körfubolti 11.4.2012 09:00
Stemning í Röstinni í kvöld - myndir Það var heitt í kolunum í Grindavík í kvöld þegar heimamenn tóku á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. Heimamenn unnu rimmuna í kvöld. Körfubolti 10.4.2012 22:15
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 83-74 | Grindavík leiðir 1-0 Grindavík lagði Stjörnuna að velli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik í Röstinni í kvöld. Lokatölurnar 83-74 í leik þar sem heimamenn höfðu frumkvæðið frá upphafi án þess að takast að hrista gestina almennilega af sér. Körfubolti 10.4.2012 15:49